Konungleg brjóst og önnur

Ekki þykir nokkurt einasta tiltökumál þó kvenfólk liggi í sólbaði hálfnakið og a.m.k. berbrjósta hvar sem því verður viðkomið um alla Evrópu og jafnvel víðar um heiminn og hefur slíkt tíðkast í áratugi.

Því verða þau læti sem myndbirting af Kate Middelton þar sem hún sólbaðar sig berbrjósta að teljast með ólíkindum og ótrúlegt að slíkar myndir selji slúðurblöð í risaupplögum, þó það sé greinilega raunin.

Hitt er svo annað mál, að ágangur ljósmyndara og slúðurfréttafólks gagnvart þekktu fólki, er kominn út yfir allan þjófabálk og óþolandi fyrir þetta fólk að geta hvergi verið óhult fyrir þessum fréttalýð, sem jafnvel hrekur fólkið út í opinn dauðann með átroðningi sínum, eins og dæmið af Diönu prinsessu sannar.

Varla þykir nokkrum konungleg brjóst vera merkilegri en þau alþýðlegu.


mbl.is Sérútgáfa með Kate berbrjósta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Hún er með brjóst blessunin eins og rúmur 3 milljarðar annarra kvenna. Svo ég veit ekki hvort það sé það sem ergir hana og eiginmanninn mest, heldur giska ég frekar á að það sé sú staðreynd að það var legið á leyni með linsurnar á þau. Héðan í frá þarf hún að vera í sólbaði í sundbol, vilji hún tyggja að fleiri svona  myndir verði ekki teknar.

En á hinn bóginn, þar sem ekki er verið að birta brjóstamyndir af konum almennt í venjulegum tímaritum og blöðum, þá er þetta svo mikil vanvirðing gagnvart henni. Hún kemur ávallt fram vel klædd og glæsileg og er ekki að flagga neinu svo ég hafi tekið eftir. Það er eins og það sé engin virðing borin fyrir nokkrum lengur og það er vond þróun. Ekkért heilagt.

Hinsvegar það litla sem hefur sést í myndirnar í íslenskum fjölmiðlum, þá gleðst ég yfir því að þau virka vera mjög in love 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.9.2012 kl. 16:21

2 identicon

Þetta er púra móðursýki mar. Ég ætla að reyna að forðast að sjá á henni tútturnar... :)

DoctorE (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 16:21

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef Kate hefði verið á Riveruni top less þá held ég að henni hafi verið sama um þessar myndir.

Það er ættlat til að fólk virði frðhelgi heimilisins og það sé virt af öllum, og það á við blaðasnápa líka. þess vegna er ég hrifinn af því ef hún fer í mál við þessa blaðasnápa og ég vona að hún vinni það mál.

Friðhelgi heimilisins á að verja, hvað svo sem það kostar.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 18.9.2012 kl. 05:29

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Algerlega sammála,Jóhann.

Axel Jóhann Axelsson, 18.9.2012 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband