Sumir skulu vera jafnari en aðrir

Julian Assange hefur orðið fyrir því áfalli að breska fjölmiðlanefndin hefur vísað frá kvörtun hans um að fjölmiðlar í Bretlandi hafi brotið á rétti hans með því að birta myndir af honum dansandi á íslenskum næturklúbbi.

Allir þekkja til Assange, en í fréttinni er þó bent á þetta: "Hann hefur barist fyrir rit- og tjáningarfrelsi og er stofnandi vefsíðunnar Wikileaks."   Í þessari hörðu baráttu fyrir tjáningarfrelsinu virðist ekki vera frelsi til að fjalla um Assange sjálfan eða gerðir hans.

Sjálfur hefur Assange birt milljónir tölvugagna og -pósta sem höfundar þeirra eða móttakendur hafa ekki gefið neitt leyfi til að birta, en kvörtunin til fjölmiðlanefndarinnar byggðist á því að myndirnar af Assange hefðu verið birtar án hans leyfis og í hans óþökk.

Samkvæmt þessu virðist  Assange ætlast til að rit- og tjáningarfrelsi annarra en hans sjálfs verði ýmsum takmörkunum háð og að hann sjálfur eigi að vera jafnari en aðrir, eins og sagði í frægri sögu.


mbl.is Brutu ekki á Assange með því að sýna hann dansa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ekki þekki ég þetta dans-áhugamál Breskra fjölmiðla.

Að mínu mati er mjög mikill munur á því hvort verið er að birta fréttir af eðlilegu einkalífi fólks, eða pólitískum græðgi-voðaverka-stríðsglæpum, sem ekki eru lögleg né viðurkennd af hinum "siðmenntaða" heimi.

Ég vona að sem flestir séu sammála mér í þessu mati. Ef ekki, þá væri gott að fá réttlætanleg rök og útskýringar á hvers vegna fólk er ekki sammála.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.9.2012 kl. 23:54

2 Smámynd: Ingi Þór Jónsson

málið er bara að hann birti ekki bara upplísingar um "pólitískum græðgi-voðaverka-stríðsglæpum",þarnar voru líka gögn sem högðu ekkert að gera á netið, hlutir sem voru vandræðalegir en sköðuðu engan.

hann eða öllu heldur Wikileeks eru bara búnir að nota málfrelsið of mikið til að hafa rétt á að reina að hefta það.

Ingi Þór Jónsson, 11.9.2012 kl. 11:51

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Julian Assange er bara ekkert venjulegur eða eðlilegur maður. Það eru ekki margir í þessum littla heimi sem hafa verið ásakðir um nauðgun. Þannig að ekki hefur líf hans alltaf verið eðlilegt, nema að blogghöfundur finnist nauðgun eðlilegt inkalíf fólks?

Þetta er bara maður sem lítur stórt á sig og heldur að almenn lög eigi ekki við hann. En því miður þá er hann ekki í elítuni og fær því ekki meðferð eins og séra Jón heldur bara eins og Jón, eins og við öll.

En ég er alveg viss um að ameríkanar muni fara vel með Julian Assange og bjóða honum að vera í Bandaríkjunum í fríu húsnæði og fríu fæði. Skrítið að hann skuli ekki virða slíka gestrisni.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 11.9.2012 kl. 14:54

4 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Hvað sagði ekki séra Hallgrímur: „Það sem helst hann varast vann, varð þó að koma yfir hann“. Nú er sjálfur yfir- uppljóstrarinn farinn að kvarta yfir birtingu myndbands sem honum þykir ekki henta. En þetta er aðeins enn eitt dæmið um tvöfeldinina og hræsnina sem er grundvallarþáttur í allri vinstri mennsku. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 11.9.2012 kl. 17:13

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jóhann, blogghöfundi finnst alls ekki að nauðgun sé eðlilegt einkalíf fólks, heldur þvert á móti finnst honum nauðganir vera grafalvarlegir sem refsa ber fyrir. Assange og fylgismönnum hans, flestum visnstrisinnuðum, finnst hins vegar í lagi að hann flýji undan slíkum ákærum og eigi ekki að standa fyrir máli sínu, eins og aðrir sem ákærðir eru fyrir slíkt þurfa að gera.

Assange á greinilega að vera jafnari en aðrir á því sviði líka.

Axel Jóhann Axelsson, 11.9.2012 kl. 17:22

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Afsakið Axel Jóhann,

Gleymdi hver skrifaði bloggið, var að setja athugasemd um athugsemd sem M.b.kv. skrifaði um þitt blogg.

Bara biðst innlega afsökunar á þessum mistökum.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 11.9.2012 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband