Öflugur forystumaður

Ólöf Nordal hefur ákveðið að hætta á þingi í vor, þar sem hún mun þá flytjast af landi brott og mun að sjálfsögðu ekki geta sinnt ábyrgðarstörfum á Íslandi úr slíkri fjarlægð.

Ólöf hefur jafnframt þingmennskunni verið varaformaður Sjálfstæðisflokksins og staðið sig með miklum sóma í því embætti, ekki síður en í þingmannsstarfinu.

Mikil eftirsjá verður af þessum öfluga leiðtoga og hennar verður sárt saknað af stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins og reyndar af fleirum, enda hefur Ólöf notið virðingar langt út fyrir raðir flokksins.

Vonandi mun Ólöf snúa aftur í íslensk stjórnmál eftir einhvern tíma, enda mikill missir að þessari hæfileikaríku konu úr framvarðarsveit þingsins og flokksins.


mbl.is Kveður þingið í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nokkur nöldurtónn hefur að jafnaði fylgt álfrú þessari. Hún hefur oft tekið djúpt í árina og ekki farið pent að.

Ekki mun verða mikill söknuður þó hún hverfi af þingi.

Guðjón Sigþór Jensson, 8.9.2012 kl. 07:59

2 identicon

Mér hefur fundist kellingin vera táknræn fyrir "arrogance" Íhaldsins og snobb klíku höfuðborgarinnar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.9.2012 kl. 08:55

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Alveg er greinilegt að þessir tveir hér að framan eru afar lélegir mannþekkjarar.

Axel Jóhann Axelsson, 8.9.2012 kl. 18:27

4 Smámynd: Jón Óskarsson

Miklir nöldrarar þarna í athugasemdum nr. 1 og 2 og afskaplega ómálefnalegir.  Ég gæti talið upp milli 40 og 50 núverandi þingmenn sem hefðu betur mátt hætt en Ólöf.   Hennar ástæður eru persónulegar og vel skiljanlegar, enda ekki gott fyrir neitt hjónabanda að standa í erfiðum og krefjandi störfum og vera jafnframt í jafnmikilli fjarbúð.   Í mínum huga er mikil eftirsjá af Ólöfu af þingi og vona að hún snúi þangað aftur þó síðar verði.

Jón Óskarsson, 8.9.2012 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband