Að finna sjálfan sig

Leitarflokkar voru kallaðir út til að leita að asískri konu sem álitinn var týnd og tröllum gefin eftir að hún hafði skipt um föt og greitt sér á einum áfangastað ferðar sinnar í skipulagðri hópferð um landið.

Konan tók samviskusamlega þátt í leitinni að sjálfri sér, án þess þó að gera sér nokkra grein fyrir því að vera sjálf sú sem leitað var að og ekki virðast aðrir hafa vitað það heldur, hvorki samferðamenn hennar, fararstjóri, bílstjóri eða hjálparsveitirnar sem kallaðar voru út til leitarinnar.

Sem betur fer fann blessuð konan sjálfa sig að lokum og er það meira en hægt er að segja um margan annan, sem leitar að sjálfum sér allt sitt líf án þess að finna nokkurn tíma nokkuð bitastætt.

Í fæstum tilfellum þarf þó að kalla út hjálparsveitir til að hjálpa fólki að finna sjálft sig.


mbl.is Tók þátt í leitinni að sjálfri sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru ekki allir sem fá svona mikla hjálp við að finna sjálfan sig.Enn þessi frét er snild

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 26.8.2012 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband