Formannsstyrjöld framundan hjá Samfylkingunni

Flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar hefur ákveðið að landsfundur flokksins skuli fram fara 1.-3. febrúar n.k., enda verða þingkosningar í síðasta lagi í apríl 2013.

Nokkra athygli vekur að Samfylkingin skuli ákveða dagsetningu landsfundar áður en Sjálfstæðisflokkurinn ákveður dagsetningar síns landsfundar, enda hefur Samfylkingin haldið sína landsfundi á sömu dögum undanfarin ár, til þess að reyna að draga úr þeirri athygli sem stærsti flokkur þjóðarinnar fær jafnan fyrir og eftir sín landsþing.

Næsta vetur munu þingstörfin einkennast af kosningaloforðum og öðru glamri flokkanna, sérstaklega stjórnarflokkanna og ekki mun baráttan um formennsku í Samfylkingunni setja svip sinn á stjórnmálin, en nokkrir kandidatar munu þar berast á banaspjót og beita öllum ráðum til að ná að verma þann stól næstu árin, þrátt fyrir að engar líkur verið á að Samfylkingin verði í ríkisstjórn lengur en fram á næsta vor.

Nokkuð margir munu telja sjálfa sig hæfasta til að leiða þennan einsmálsflokk á ESBeyðimerkurgöngunni miklu, en fáir utan Samfylkingarinnar munu láta sig það nokkru skipta hver gegnir hvaða hlutverki í flokknum í framtíðinni, frekar en að fólk hafi látið sig það nokkru skipta til þessa að öðru leyti en því að bíða betri tíma og þreyja þorrann þar til landinn losnar undan þeirri áþján að búa við núverandi ríkisstjórn.

Eftir sem áður verður bara gaman að fylgjast með þeirri upplausn í flokknum, sem óhjákvæmilega mun fylgja styrjöldinni um formannsembættið í Samfylkingunni.


mbl.is Landsfundurinn í byrjun febrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er upplausn í öllum flokkum, VG, Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu. Það virðist ekki mikill áhugi á þessum innri mála flokkanna nema þeirra sem eru innvígðir inn í stjórnmál og eru nánast "frelsaðir" og munu fylgja sínum flokki í blindni sem í raun dauðafylgi flokkanna.

Held að Jóhanna ætli aftur. Væntanlega mun gengi krónunnar tjakkað upp til að auka fólki bjartsýni og brenna upp gjaldeyrisforðanum sem er tekinn að láni. Ennþá er gríðarlegur halli á ríkisútgjöldum og enda virðist þessi ríkisstjórn vera að gefast upp. Það er gargað á opinberar framkvæmdir, skattalækkanir og niðurskurðurinn einning þetta kallas lýðskrumsstjórnmál. Ekki bólar á sparnaðarhugmyndum enda lítið vitrænt í stöðunni.

1. Olíugreiddur erfðaprins Engeyjarættarinnar verður formaður og gjalþrota N1 með fjármálagjörningum með Milestone verður dregið upp í kosningabáráttunni. Raunar virðist Sjálfstæðisflokkurinn vera fremur hagsmunasamtök en stjórnmálaflokkur enda virðist höfuðmarkmiðið að standa vörð um útgerðarmenn. Skuldir afskrifaðar, kvótanum er haldið en hvers vegna eru sum stærstu útgerðarfyrirtækin með meirihluta starfseminar í ESB, gera upp í Evrum og geta staðið straum að kvótaleigu þar? Flokkur sem blés út báknið, já jók ríkisútgjöld um 1/3 á innan við áratug og fjölgaði opinberum starfsmönnum um meira en 25% og eftir 18 ára valdatíma sem endaði með hruni sem var álitið óumflýjanlegt enda bankakerfið gefið fólki með "rétt flokksskírteini". Já menn vilja ekki semja við ESB um aðild en gríðarlega nákvæm greining á öllu bútateppi evrópskra laga sem við (og Norðmenn) hafa samþykkt m.a. fyrsti EES samningurinn sem tók gildi 1994, annar endurskoðaði samningur sem er langtum lakari frá 2004, Schengen, samevrópsk lög um matvæli og dýrahald og fleirri samningar sem við höfum undirritað þá erum við búin að innleiða 2/3 af öllu lagakerfi ESB án þess að fatta það og án þess að vita það, og vilja ekki vita það enda er það ekki lenska að takast á með rökum, einfaldara að nota skítkast og rækta sína fordóma.

Jóhanna, áður "heilög Jóhanna" mun verða formaður Samfylkingar en hún stendur vinstra megin í flokknum. Þeir halda að lausnin sé að ganga inn í ESB og taka upp Evru en það er því miður ekki rétt eins og ótaldæmi sanna.

Framsóknarflokkurinn er í raun báðum megin hryggjar, er það flokkur Vígdísar Hauksdóttir eða Sifjar Friðleifssdóttur? Raunar er stefnan klárlega í átt að Sjálfstæðisflokknum en þeir hafa verið saman í helmingarskiptastjórn sem bera nafn með rentu og þessar þrjár síðustu sem enduðu með hruni og gríðarlegri bóluþennslu þar sem hagkerfið var keyrt fram af hömrunum með dýralækni sem fjármálaráðherra og illa upplýstan sagnfræðing sem viðskiptaráðherra.

VG þar munu þau slíðra sveðrin til að eiga von á þingsæti.

Held að nýju framboðin eigi lítinn séns.

Klárlega tekur við upplausnarástand með veikri stjórn þar sem þarf að gera gríðarlegar og nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir áður en endanlega verður klippt á kredittkortið okkar.

Ragnar (IP-tala skráð) 27.8.2012 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband