Svo birtust Kryddpíurnar

Glæsilegum Ólimpíuleikum er nú lokið og hafa verið hreint augnakonfekt allan tímann, þar sem gaman hefur verið að fylgjast með afrekum íþróttafólksins, metunum sem slegin hafa verið og gleði og sorg keppendanna, allt eftir því hvort væntingar þeirra hafa staðiðst eða ekki.

Opnunarhátiðin var glæsileg og lokaathöfnin stórskemmtileg framan af. Þá birtust Kryddpíurnar......


mbl.is Spice Girls í formalíni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefði verið flott að sjá þær detta ha.. sérstaklega Beckham budduna ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 11:45

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég sá seinnihlutan af þessu lokagilli og þótti frekar lítið til koma ef satt skal segja, glamúr utan um ekki neitt.  Allt þetta ljósashow og glans fólk akandi um á bílum, raunarlegasta fannst mér að þeir skyldu láta einhverja barbiedúkku syngja lögin hans Freddie Merkury.  Það bara hljómaði afskaplega ankannalega.  Gátu þeir ekki bara spilað gaurinn af diski með almynd eins og þeir gerðu í upphafi?   Það sem ég hugsaði þegar ég sá þessa dýrð var, þvílíkt bruðl með peninga sem virðast vera af skornum skammti í heiminum í dag. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.8.2012 kl. 15:13

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eða hausatrommu-flokkurinn,grind á öxlum manna hélt uppi trommu fyrir ofan hausa. Jæja,gæti trúað að skrautið eigi betur við í Brasilíu að 4 árum liðnum,enda vanir menn.

Helga Kristjánsdóttir, 13.8.2012 kl. 17:54

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Satt er það, að betra hefði verið að sleppa flutningi lagsins algerlega frekar en að bjóða upp á Barbiesöngkonuna.

Axel Jóhann Axelsson, 13.8.2012 kl. 18:37

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega Axel. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.8.2012 kl. 19:08

6 identicon

Hefðu átt að nota "hologram" Freddie Merkury.. daman var engan veginn að höndla lagið. "Pink Floyd" var líka ekki nægilega gott.. einhver strákpjakkur bara

DoctorE (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 22:34

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Viðurkenni að ég var verulega pirruð þegar ég sá að stelpan átti virkilega að syngja þetta.  Af því þeir byrjuðu með almynd af Freddy,  fannst það brillijant.  Það var rétt eins og þeir eigi ekki lengur frambærilegt fólk, þurftu að leita aftur til Kryddpíanna, Queen án Freddy, Pink Floyd.  Sem sagt framtíðin og nútíðin ekki nógu góð???

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.8.2012 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband