28.7.2012 | 19:23
Biðraðir í búðum - úti og inni
Í morgun opnaði enn ein matvöruverslunin á Reykjavíkursvæðinu og eins og við var að búast, þegar ný verslun opnast, myndaðist talsverð biðröð utan við verslunina áður en hún var opnuð.
Það virðist vera orðið nánast undantekningalaust að þegar ný búð opnar á suðvesturhorni landsins grípi einhvers konar kaupæði um sig hjá stórum hópi fólks og er þá alveg sama hvort um leikfanga-, fata-, byggingavöru-, tölvvöru- eða matvöruverslun er að ræða. Kaupæðið virðist ekki fara í neitt vörugreiningarálit.
Á sama tíma kvartar almenningur um hve allt sé dýrt og kaupmáttur lélegur um þessar mundir, en a.m.k. virðist peningaleysi alls ekki hrjá þá kaupóðustu, sem alltaf eru tilbúnir til þess að leggja á sig mislanga bið í mislöngum biðröðum þegar ný kauptækifæri gefast.
Vonandi verður þetta kaupæði til þess að biðraðamenning nái að skjóta rótum á Íslandi, en til skamms tíma þoldu Íslendingar alls ekki að standa í biðröðum eftir einu eða neinu, heldur reyndu að troðast fram fyrir hvern annan til að ljúka sínum erindum á sem allra skemstum tíma.
Ekkert er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott.
Margmenni við opnun Iceland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll.
Ég hef ekki hugsað mér að versla hjá þessum manni og fyrir því eru ýmsar ástæður.
Mér leikur hugur á að vita hvaðan peningarnir í þessa verslun komu? Á Jóhannes þetta einn eða með öðrum? Hver fjármagnar þetta?
Helgi (IP-tala skráð) 28.7.2012 kl. 23:04
+Eg hef svo sannarlega hugsað mér að versla hjá þessum manni, enda hef ég haldið reikningum heimilisins með Bónuskaupum!
Það sem ég þarf að vita er .... hvar panta ég heimsendingu á netverslunninni hans Jóhannesar?
Hef leitað og finn hvergi netverslunina, vill einhver vera svo væn/n að upplýsa mig? Hef fullan huga á að spara, enda ekki fundið vinnu enn!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.7.2012 kl. 23:36
Auðvitað er um að gera að aðstoða alla sem ollu hruninu við að koma undir sig fótunum á ný. Reyndar þurfti Jóhannes ekki að kvarta þar sem hundruðir milljarða króna voru töpuðust vegna fyrirtækja þeirra feðga, en samt hélt hann eftir nokkur hundruð milljónum sjálfur, sem nú nýtast í þessa fjárfestingu.
Skil vel, eða þannig, að fólk sé áhugasamt um að skipta áfram við fólk "með reynslu".
Axel Jóhann Axelsson, 29.7.2012 kl. 08:02
Anna... Veistþú hvað karfan í fyrrri svindverslun Jóhannesar kostaði þig ?
FLEIRRI TUGI ÞÚSUNDA, þegar búið er að bæta við ránsfé þeirra, SEM VIÐ BORGUM !
Þvílík einfelding !
Axel.. Í alvöru ? Jóhannes var gerður gjldþrota, væntanlega er hann að fá "eigið fé" frá Tortola.
Einsog bent er á í grein Guardian :
http://www.guardian.co.uk/business/2012/jul/29/business-agenda-hsbc-insurance-iceland
Sem allir ættu að lesa !
Þá er höfuðpaur hrunsins kominn aftur : Jón Ásgeir Jóhannson.
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 09:56
Birgir, hvorki Jóhannes eða Jón Ásgeir urðu gjaldþrota, enda pössuðu þeir sig á að vera hvergi í persónulegum ábyrgðum og reyndar gortaði Jón Ásgeir sig af þeirri fyrirhyggju sinni oftar en einu sinni. Tapið lenti því allt á öðrum en þeim sjálfum. Jóhannes fékk t.d. að halda eignarhlut sínum í verslunarkeðjunni í Færeyjum, sem hann var svo að selja nýlega fyrir nokkur hundruð milljónir króna.
Sá hagnaður er væntanlega lagður núna í Icelandverslunina, nema gamla aðferðin sé notuð og engin eigin áhætta tekin.
Axel Jóhann Axelsson, 29.7.2012 kl. 10:31
Þangað sækir hundurinn þangað sem hann er kvaldastur.
Hörður Einarsson, 29.7.2012 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.