27.7.2012 | 12:03
Þar sem eru fréttamenn - þar er ÓRG
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti vor, er sérfræðingur í að koma sjálfum sér á framfæri við fjölmiðla og má hvergi vita af fjölmiðlamönnum án þess að mæta á staðinn.
Nú eru Ólimpíuleikar að hefjast í London og þó ÓRG hafi ekki náð Ólimpíulágmarki í nokkurri einustu íþróttagrein er Ólafur mættur á svæðið og byrjaður að koma sér á framfæri við fjölmiðlaliðið og þá alveg sérstaklega ljósmyndarana íslensku og fréttamenn sem að venju falla í áróðursgryfjuna og hefja hann á hærri stall en íþróttamennina sem þó eru tilnefndir fulltrúar landsins á leikunum.
Það eina sem kemur í veg fyrir að ÓRG geti baðað sig í sviðsljósinu í London næstu daga er að hann "neyðist" til að eyða tíma í að láta setja sig í forsetaembættið, enn einu sinni, um mánaðamótin en vonir standa þó til að fjölmiðlarnir verði viðstaddir athöfnina, birti af honum myndir þaðan og birti eitt eða tvö viðtöl við hann í tilefni dagsins.
Vonir standa þó til að ÓRG geti brugðið sér til London að innsetningunni lokinni þannig að hann geti áfram baðað sig í sviðsljósinu á kostnað íþróttafólksins, sem unnið hefur sér rétt til keppni á leikunum með mikilli fyrirhöfn og eljusemi.
Einstæð reynsla í Peking | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En hvað þetta lyktar í bland af öfund og hatri.Ég veit ekki betur en fjölmiðlar elti hann á röndum. Við sem treystum á hann vonum að hann komi sem víða við,því betri talsmann fáum við ekki á erlendri grundu.
Helga Kristjánsdóttir, 27.7.2012 kl. 12:54
Ég er ekki frá því að þetta sé að mörgu leyti rétt hjá þér, Axel...
Skúli (IP-tala skráð) 27.7.2012 kl. 13:10
Ætli frétta menn séu ekki þarna útaf Ólympíuleikunum ?
Eru menn ekki aðeins að teygja og tosa í samfylkingarteyjuna ?
Forseti lands sem tekur þátt í að hvetja íþrótta menn lands síns, er auðvitað vinsæll til viðtala, og einsog bent er á hér að ofan, þá haf fjölmiðlamenn mikinn áhuga á að tala við hann.
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 27.7.2012 kl. 14:44
Axel Jóhann,
Það er langt síðan ÓRG var kosinn, tími til að hætta þessum leiðindar pistlum sem eru vegna þess að frambjóðendur þessara pitilskrifara náðu ekki kjðri.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 27.7.2012 kl. 15:07
Álit mitt á ÓRG kemur forsetakosningunum síðustu nákvæmlega ekkert við. Það hefur byggst upp eftir að hafa fylgst með honum pota sér í sviðsljósið áratugum saman og láta eins og hann sjálfur sé nafli alheimsins.
Axel Jóhann Axelsson, 27.7.2012 kl. 15:14
Já, merkilegt hvað fólk verður fúlt og pirrað þegar einhver gagnrýnir manninn, sem er samt eflaust mjög fínn kall...
Skúli (IP-tala skráð) 27.7.2012 kl. 15:20
Ok þá bara skrifar þú áfram þessa leiðindar pistla um ÓRG
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 27.7.2012 kl. 15:21
Ólafur og frú rétt fólk á réttum stað þjóð til heilla
Jón Sveinsson, 27.7.2012 kl. 15:31
Það má segja um Ólaf að hann er sómi Íslands sverð og skjöldur.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.7.2012 kl. 16:13
Sæll Axel Jóhann.
Þú skrifar oft ágætar greinar.
En þetta er alveg komið nóg af ónotum þínum út í ÓRG.
Staðreyndirnar eru þær að hann var enn á ný kjörinn forseti Íslands og þar með allra þjóðarinnar með yfirburðum og það meira að segja með meirihluta greiddra atkvæða.
Gunnlaugur I., 27.7.2012 kl. 16:27
Þeir sem endalaust nenna að draga forsetann niður á eitthvað lágt plan, eru bara sjálfum sér og kjósendum hans til vansa. Getum við ekki bara reynt að sætta okkur við að Ólafur Ragnar var kosinn með meirihluta atkvæða og að forsetaembættið er embætti okkar þjóðarinnar, hver sá sem niðurlægir forsetann niðurlægir um leið þjóðina.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2012 kl. 19:07
Er það nú ekki einum of mikil helgislepja að segja að "hver sá sem niðurlægir forsetann niðurlægir um leið þjóðina"? Fyrir nú utan það að opinber persóna verður að sætta sig við að fólk hafi skoðun á viðkomandi og gerðum hans.
Axel Jóhann Axelsson, 27.7.2012 kl. 19:12
Þú ert að ruglast Axel, eina starf þessa manns er að vera fréttamatur.
Þá er Ísland í fréttunum.
Það er ekki verið að segja fréttir af hans persónu, heldur forsetanum, forseta Íslands.
Teitur Haraldsson, 27.7.2012 kl. 19:43
Þú hlýtur þá að hata Gnarr sem reimir ekki skó án þess að það sé fréttaöngþveiti (sem enn og aftur kemur sér bara vel fyrir Reykjavík).
Teitur Haraldsson, 27.7.2012 kl. 19:46
Teitur, ekki hata ég Jón Gnarr en myndi samt sem áður aldrei nefna hann á nafn í sömu setningu og ÓRG, sem er þó ekkert sérstaklega hátt á vinsældarlista hjá mér.
Axel Jóhann Axelsson, 27.7.2012 kl. 21:04
Axel mikið helvíti ertu góður, ég er viss um að þú hefur unnið mörg og ég meina mjög mörg atkvæði fyrir ÓRG í síðustu kosningum, því meiri málafylgjumaður en þú ert vandfundinn. LOL
Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 27.7.2012 kl. 21:50
Þótt ekki væri nema það eitt að London hefur verið heimaborg forsetafrúarinnar væri fullkomlega óeðlilegt að hún sniðgengi Ólympíuleikana. Hvers konar nöldur er þetta? Hvers vegna ætti hún að sniðganga Ólympíuleikana og Ólafur Ragnar að taka sig út úr hópi allra þeirra þjóðhöfðingja, sem þarna eru sem fulltrúar þjóða sinna?
Ómar Ragnarsson, 27.7.2012 kl. 22:07
Til hamingju Axel Jóhann, það er greinilegt að þú getur endalaust toppað þig í bullinu. So keep on.
Steddi, 27.7.2012 kl. 22:34
Alveg er sprenghlægilegt að sjá þá pólitísku rétthugsun og allt að því norðurkóresku persónudýrkun sem fram kemur í mörgum athugasemdum hér að framan.
Axel Jóhann Axelsson, 27.7.2012 kl. 23:18
Kjánaskapur í þér Axel,það voru þjóðhöfðingjar fleirri,fleirri landa þarna. Kjánapistill hjá þér.
Númi (IP-tala skráð) 28.7.2012 kl. 00:18
Það er álíka furðulegt og einkennilegt að Ólafur skuli láta sjá sig á Ólympíuleikunum og að þar skuli fjölmiðlamenn tala við hann,..........eins og ef Jón Jónsson skrifstofublók lætur sjá sig á árshátíð fyrirtækisins og þar skuli varaforstjórinn taka hann á tal. Maðurinn vinnur, að hluta til, við að vera í sviðsljósinu. Og þarna er mikilvægt tækifæri til að standa fyrir sínu fólki, enda Ólympíuleikarnir hápólítískir, þó ekki allir skilji það (Lesið bara smá ef þið eruð ekki að ná því). Þarna fer víst fram "bræðralag mannkyns" og það allt saman.
Vinnumaður (IP-tala skráð) 28.7.2012 kl. 00:24
Áhersla fjölmiðla ætti að vera á íþróttafólkinu, en ekki pólitíkusunum sem nota þetta tækifæri til að vekja athygli á sjálfum sér og sínum eigin mikilleika (að eigin áliti og reyndar sumra annarra, eins og sjá má).
Axel Jóhann Axelsson, 28.7.2012 kl. 00:29
Axel, er ekki óþarfi að hata forsetann? Forseta fólksins og lýðræðisins? Manninn sem setti ICESAVE ógeðið í dóm þjóðarinnar, 2svar. Manninn sem nánast einn varði ísl. þjóðina erlendis. Skúli, sættu þig við það.
Elle_, 28.7.2012 kl. 00:52
Elle, ég hata ekki ÓRG og reyndar ekki nokkurn mann. ÓRG á sér hins vegar þá sögu á opinberum vettvangi undanfarna áratugi byggjast á sjálfsdýrkun og stórmennsku. Núna elska hann þeir sömu og hötuðu hann mest fyrst eftir hrun, en samkvæmt meðfæddum og áunnum slóttugheitum tókst honum að snúa almenningsálitinu sér í hag í Icesavemálinu, en ekki má þó gleyma því að tugir þúsunda höfðu þá skorað á hann að vísa málinu í þjóðaratkvæði. Ekki skal því heldu gleymt að hann staðfesti fyrstu og allra verstu Icesavelögin, sem byggðust á Svavarssamningnum illræmda, þrátt fyrir áskoranir um að gera það ekki. Hollendingar og Bretar björguðu okkur hins vegar í það sinnið með því að samþykkja ekki þá fyrirvara sem Pétur Blöndal og fleiri góðir þingmenn fengu samþykkta á Alþingi við þá lagasetningu.
Ólafur Ragnar er eins kamelljón íslenskra stjórnmála og auðvitað hefur honum tekist það sem hann hefur áorkað vegna þess að hann er afar gáfaður, slóttugur og sérgóður.
Axel Jóhann Axelsson, 28.7.2012 kl. 19:01
Forsetakosningarnar eru afstaðnar svo þú verður að sætta þig við þann sem var kjörinn þú virðist vera með hann á heilanum og ættir að leita þér lækninga sem fyrst virðist ekki hafa áhuga á neinu öðru enn forsetanum enda sennilega samfés
Þorsteinn Sigfússon (IP-tala skráð) 28.7.2012 kl. 20:27
Sumir greinilega kveljast nótt sem dag fyir úrslitum kosninganna og geta ekki með nokkru móti sætt sig við misheppnaða tilraun til að losa sig við óþægan Forseta.....
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 10:07
Sigurður, það er aldrei gott þegar fólk kvelst, hverjar sem orsakirnar eru. Sjálfur er ég nokkuð heppinn að þessu leyti, alveg kvalalaus og ekki er líðanin slæm vegna forsetakosninganna, því úrslitin voru algerlega fyrirséð og um það hafði verið bloggað á þessa síðu oftar en einu sinni fyrir kosninarnar.
Álitið á persónugerð þess sem kosin var hefur hins vegar ekki breyst mikið áratugum saman, en það hefur verið algerlega kvalalaust allan tímann og ekki truflað svefn eina einustu nótt.
Vonandi liður fleirum jafn vel vegna þessa alls.
Axel Jóhann Axelsson, 29.7.2012 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.