Hæstiréttur dæmdur af Mannréttindadómstóli Evrópu

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur í raun ómerkt tvo dóma Hæstaréttar vegna meiðyrða sem kveðnir höfðu verið upp gegn blaðamönnum sem fjallað höfðu um tvo nektarstaði, vændisstarfsemi og aðra ólöglega iðju sem hugsanlega tengdust starfsemi þeirra.

Þetta verður að teljast mikill áfellisdómur yfir Hæstarétti, ekki síst í því ljósi að dómana kváðu upp nokkrir af elstu og virtustu dómurum réttarins. Í máli Erlu voru það þau Ingibjörg Benediktsdóttir, Garðar Gíslason og Markús Sigurbjörnsson og í máli Bjarkar þau Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson.

Hæstiréttur á að vera útvörður laga og réttar í landinu og gæta til hins ítrasta að mannréttindum og tjáningarfrelsi borgaranna og í því ljósi hlýtur hann að þurfa að endurskoða vinnubrögð sín og viðhorf vegna meiðyrðamála og jafnvel verður í framhaldi af þessum úrskurði að endurskoða öll lög um mannréttindi og tjáningarfrelsi í landinu.

Mannréttindi og tjáningarfrelsi eru dýrmætustu réttindi fólks í lýðræðisríkjum og um þann rétt á ekki að ríkja nokkur ágreiningur.


mbl.is Unnu mál gegn ríkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Mannréttindadómstóll Evrópu er ekki gerður fyrir mannréttindi, frekar en pólitíska dómskerfið á Íslandi. Þetta er allt sami spillingargrauturinn í sömu hripleku spillingar-skálinni.

Ég minni á orð þýska útsendarans, sem var sendur til Íslands til að bjarga ríkisstjórn Íslands, þegar verið vara að pynta og þjarma að Sævari Marinó, Erlu Bollad. og fleiri ungmennum. Ungmennum sem notuð voru sem blórabögglar hvítflibbanna, og voru saklaus af verknaðinum, en dæmd og útskúfuð úr snobbsamfélagi siðvillinganna í stjórnsýslunni og íslensku samfélagi.

Sagan má aldrei gleymast, ef uppræta á mannréttindabrot stjórnvalda og hvítflibbaglæpamanna heimsins.

Enginn veit hverra börn/unglingar verða næst pyntuð til að taka á sig sök hvítflibba-dópsalanna sem hafa lögregluyfirvöld í vasanum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.7.2012 kl. 11:14

2 identicon

Það sem einkennir ísenska stjórnsýslu og stofnanir hennar má lýsa með einu orði; vanhæfni.

 

Nú síðast Isavia, Hæstiréttur + aðrir dómstólar, flestar ef ekki allar eftirlitsstofnanir ríkisins.

Þetta er svo sannarlega rannsóknarefni.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 11:42

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Það er nú ekki eins og að guð hefði lokið upp raust sinni þótt Mannréttindadómstóll Evrópu hafi komist að rangri niðurstöðu. Hann er að verða tískudómstóll smátt og smátt, en hægt og örugglega.

Gústaf Níelsson, 10.7.2012 kl. 23:20

4 identicon

Sæll.

Tekur undir með síðasta ræðumanni, GN.

Helgi (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband