3.7.2012 | 21:58
Einstæð yfirlýsing Gilzeneggers
Egill "Gilzenegger" Einarsson hefur sent frá sér algerlega einstæða yfirlýsingu vegna kæru sem lögð var fram gegn honum vegna meints kynferðisbrots, sem hann hefur allaf hafnað algerlega og hefur nú verið vísað frá af ríkissaksóknara.
Þetta er orðið hið furðulegasta mál þar sem málsaðilar birta til skiptis yfirlýsingar í fjölmiðlum um málið, það sem á að hafa gerst og túlkanir hvors aðila um sig á málavöxtum.
Það hlýtur að vera algert einsdæmi að slíkt mál sé rekið fyrir opnum tjöldum og nú hefur Egill kært kærandann fyrir upphaflegu kæruna, þannig að málið mun enn velkjast í réttarkerfinu einhverja mánuði til viðbótar.
Þetta er alvarlegt mál hvernig sem á það er litið og erfitt öllum sem að því koma.
Egill kærir stúlkuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Málið er bara komið á það stig að nú dugir ekkert nema sannleikurinn. Hann verður að koma upp á yfirborðið í heild sinni því enn eru margir sem beinlínis gera ráð fyrir sekt Egils og vilja meina að þótt hann hafi ekki verið kærður þá sé hann samt ekki saklaus. Svo kemur réttargæslumaður stúlkunnar fram og hellir olíu á þann eld, m.a. með beinum ósannindum eða í besta falli afar ónákvæmum lýsingum á málsatvikum. Svona getur þetta ekki gengið og ég skil það vel að Egill vilji nú gera út um málið í eitt skipti fyrir öll.
Hanna (IP-tala skráð) 4.7.2012 kl. 00:53
,,.....og ég skil það vel að Egill vilji...."
Hér er það sem skrifin á vefnum sanna. Vinur eins segir og svo framvegis ...............
Varst það þú sem ........ ?
JR (IP-tala skráð) 4.7.2012 kl. 01:41
Hvernig sem fer þá vona ég að fólk fari að skilja að perraskapur, samfarir við fólk sem hefur ekki sama vitræna þroska og þú sjálfur (18 ára hefur ekki fullmótaða heilastarfsemi) og önnur afbrigðileg heit og brotthvarf frá tímalausum gildum og raunverulegu lífi með djúpt eintak og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum BORGAR SIG EKKI!
Spyrjið um gömlu göturnar...
Leiðarstjarnan (IP-tala skráð) 4.7.2012 kl. 02:08
@JR: Þú þekkir ekki alla málavöxtu frekar en margir aðrir. Hvernig væri að vera málefnalegur? Af hverju svarar þú Hönnu ekki málefnalega, hennar athugasemd er mjög málefnaleg. Hvernig væri að þú settir þig í fótspor Gillz?
Ég man að þegar þetta kom fyrst í fréttum, þá var ekki búið að nefna nafn hans, sá ég í hendi mér að þetta væri tilbúniningur vegna þess að nauðganir gerast nánast aldrei þannig að par framkvæmi þær saman. Líkurnar á sekt þessa aðila, sem seinna kom í ljós að var Gillz, fundust mér því vera stjarnfræðilega litlar.
Annars finnst mér óþarfi hjá honum að vera með svona yfirlýsingar, hins vegar er alveg rétt hjá honum að kæra. Það kæmi mér ekki á óvart að þessi stelpa sem sakaði hann um nauðgun fengi dóm fyrir þetta uppátæki - hún yrði þá ekki sú fyrsta og sennilega ekki sú síðasta sem fengi dóm fyrir svona lagað. Svo er spurning hvort einhverjir hafi ekki espað hana upp í þetta? Hvernig ætli þeim líði ef/þegar hún fær dóm?
Helgi (IP-tala skráð) 4.7.2012 kl. 11:29
að mínu mati er þessi maður einn heljarinnar brandari frá upphafi til enda. ég veit ekkert hvað gerðist þetta kvöld en maður Á FERTUGSALDRI ætti að skammast sín fyrir að græta óharðnaða unglingsstúlku, burtséð frá öllu öðru.
Hvað varðar kæru hans fyrir rangar sakargiftir, þá væri hægt að hlæja að henni ef hún væri ekki svona sorgleg. málið var látið niður falla. það þýðir ekki að hann sé saklaus. á að refsa stúlkunni fyrir að leita réttar síns í kerfi sem telur sæði ekki vera nógu haldbært sönnunargagn til að ætla að nauðgun hafi átt sér stað??
ef hann hefði snefil af heillri hugsun í kúlunni og vott af manndómi til að bera þá myndi hann halda sig til hlés og læra að skammast sín í staðinn fyrir að básúna digurbarkalegar yfirlýsingar eins og hann er búinn að gera frá upphafi.
Hulda Brynja (IP-tala skráð) 4.7.2012 kl. 19:50
18 ára kona er lögum samkvæmt fullorðin og einfær um að taka ábyrgð á lífi sínu. Þ.m.t. að kjósa, stofna til sambúðar, ala upp barn og taka ákvarðanir um kynlíf sitt. Það er ekkert nýtt að ungar konur laðist að eldri mönnum og fullorðnir menn að ungum konum, ungar konur eru ekki greindarskertar og það hvaða smekk einhverjir aðrir hafa í kynferðismálum kemur þessu máli ekki hið minnsta við. Það gefur fjölmiðlum og almenningi ekkert leyfi til að níða æruna af manni þótt hann hafi smekk fyrir stóðlífi og ungar konur.
Bréf lögmannsins var foráttu heimsulegt útspil því hann hlýtur að átta sig á því að maðurinn hlýtur að beita öllum ráðum til að hreinsa sig af þessum áburði. Niðurstaða saksóknara hefði hugsanlega dugað en þegar lögmaður konunnar tínir til "sönnunargögn" sem sanna alls ekki neitt, svosem áverka sem staðfest er af læknum að bendi ekki til nauðgunar, þá er ekkert annað en rökrétt að leggja spilin á borðið. Nú veit alþjóð að stúlkan og vinkonur hennar sögðu ósatt um símtöl sem áttu að renna stoðum undir söguna en líklega var það ekki ætlun lögmannsins að ögra Agli til að segja frá því. Líklega væri skynsamlegt af henni að óska eftir verjanda með greindarvísitölu yfir frostmarki.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 4.7.2012 kl. 21:34
Æ, Eva greyið, það er búið að sanna fyrir löngu að áveðnir þættir hugsunarinnar, svo sem að geta lagt rétt mat á áhættu, eru ekki fullþróaðir fyrr en um 25 ára aldurinn. Og gömul og virðuleg samfélög eins og gyðingar líta ekki á neinn mann sem fullorðinn sem ekki er orðinn 40 ára, Sókrates gekk lengra og vildi banna mönnum undir 50 ára að fara með neina ábyrgð, og voru fjöldamargir forn-grískir heimspekingar sammála honum. Þetta vissu hinar eldri og vitrari þjóðir. Boðberar hnignunar og menningarlegs dauða upphefja aftur á móti ungdóminn og vilja fela honum óhóflega ábyrgð og völd. Þannig stuðla þeir að dauða allrar sannrar menningar. En manneskja sem hefur dómgreind og skynsemi, en ekki bara annarlegt "agenda", veit vel muninn á 40 ára manneskju og 18 ára. Samfélag okkar er sjúkt. Í öllum eðlilegum samfélögum eru fyrirmennin af skárra tagi en Gilz. Sorglegt þegar greindar, en hálfmenntaðar manneskjur, fyllast alvitringshætti og nota sína eðlislægu vitsmuni bara til að grafa undan samfélaginu eins og þú Eva, með afmennskun manneskjunnar, vanhelgun lífs hennar og óvirðingu á öllu sem mannlegt er yfirhöfuð, og vilja færa okkur niður á lægra plan en þegar er raunin.
Pétur (IP-tala skráð) 5.7.2012 kl. 21:38
Það er annars umhugsunarefni að ef þú trúir á karma og endurholdgun og allt það, þá fæðist sá ekki greindur aftur sem misnotar vitsmuni sína og notar þá til ills. Og þú þarft ekki að trúa á slíkt til að sjá að sá sem notar huga sinn til ills, á hann bara ekki skilið. Þú þarft alltaf að verja þá sem nýðast á minnimáttar, það sýnir bara það er eitthvað mikið að þér, Eva góð. Það hefur einhver farið illa með þig, og þú ert að styðja staðgengla þeirra sem það gerðu, af tómu sjálfshatri. Farðu til læknis frekar en gera ungum stúlkum frekara ógagn ólæknuð.
Pétur (IP-tala skráð) 5.7.2012 kl. 21:40
Guð blessi þessa veslings stúlku. Ég fordæmi alla þá sem smjatta á þessum kjaftasögum. Egill er siðlaus, hvort sem hann nauðgaði eða ekki, því alvöru maður sefur hjá jafningjum sínum í þroska og enda þau kynmök ekki með gráti.
Pétur (IP-tala skráð) 5.7.2012 kl. 21:42
Þetta mál er með ólíkindum eins og þú bendir á Axel og undarlegur óþefur af því öllu. Að par skuli fá kornunga stúlku til liðs við sig til kynmaka segir svo sem ekkert, en ef það er verið að notfæra sér að hún hafi verið drukkin eða útúrdópuð, og þar af leiðandi ósjálfbjarga, horfir málið öðru vísi við. Ég vona svo sannarlega að sannleikurinn komi í ljós því það er óþolandi fyrir þann sem er saklaus að bíða lægri hlut fyrir lygum og óþverraskap. Það eitt er nóg, og þarf ekki nauðgun til, jafnvel þó svo að nauðgun ætti að kosta ævilangt fangelsi.
Bergljót Gunnarsdóttir, 6.7.2012 kl. 02:00
Það er talað um að kærasti stúlkunnar hafi komist á snoðir um hlutina og það sem átti sér stað hafi ekki verið gegn vilja stúlkunnar en hann hafi "stjórnað" henni í þessu máli. En það er þvílíkt klúður hjá Gillzenegger að fara að gera eitthvað í þessu núna. Sannleikurinn er hann ekki aðallega eftir því hvernig hver og einn horfir á málið??????
Jóhann Elíasson, 6.7.2012 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.