Ótrúleg viðbrögð stjórnarliða við endurkjöri Ólafs Ragnars

Ótrúlegt er að sjá fýluviðbrögð stjórnarþingmanna við endurkjöri Ólafs Ragnars í forsetaembættið og nægir þar að benda á pistla Björns Vals Gíslasonar, þingmanns VG og Ólínar Þorvarðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem bæði láta óænægju sína í ljósi með því að gera lítið úr úrslitunum og segja þau niðurlægingu fyrir sitjandi forseta.

Þrátt fyrir að hafa aldrei verið stuðningsmaður Ólafs Ragnars, hvorki í pólitík eða að hafa nokkurn tíma kosið hann í forsetakosningum, er ekki með nokkru móti hægt að taka undir þessi fýluskrif stjórnarþingmannanna, sem ekki eru bara óviðeigandi heldur beinlínis ruddaleg og árás á lýðræðið í landinu.

Viðbrögðin sýna ótvírætt að stjórnarliðar vildu nýjan aðila á Bessastaði og þau staðfesta það sem fram var haldið fyrir kosningar að Þóra væri í raun frambjóðandi ríkisstjórnarflokkanna og þá alveg sérstaklega Samfylkingarinnar.

Í því ljósi verður að túlka úrslit kosninganna, svo framarlega sem hægt er að tala um ósigur nokkurs, að um algera niðurlægingu ríkisstjórnarinnar hafi verið að ræða og þá alveg sérstaklega Samfylkingarinnar.


mbl.is Segir kosningu Ólafs ekki sannfærandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó er verst að þau átta sig ekki á kjarna málsins, þe. sigur þjóðarinnar gegn pólitíkusunum, væri ekki tímbært fyrir pólitíkusana að að fara að huga til næstu þingkosninga sem verða eftir tæpt ár og íhuga það hvernig þessi sama þjóð muni taka á þeim þegar þar að kemur. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 12:15

2 identicon

Það kemur engum á óvart að lesa þetta frá hættulegustu þingmönnum þjóðarinnar (Ólínu og Birni Vali). Það eina sem þau virðast kunna er að hunsa og afbaka staðreyndir. Þessi tveir einstaklingar ættu að leita sér sálfræðilegrar aðstoðar.

Björn (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 12:35

3 Smámynd: Jón Sveinsson

Ólína og Björn valur það falskasta sem til er.

Jón Sveinsson, 1.7.2012 kl. 13:56

4 identicon

Sigur Ólafs er glæsilegur, yfir 50% þrátt fyrir allar auglýsingar, Þórudaga og Guð má vita hvað sem Samfylkingin lagði á sig til að losa sig við hann.

Þeir sem ekki fóru á kjörstað er mjög hlýtt til Ólafs, þeir fylgdust með og vissu sem var að hann ynni hvort sem þeir kæmu eða ekki, sem er nokkuð slæmt því að ef þeir hefðu komið og kosið þá hefði sigur hans orðið enn glæsilegri og niðulæging stjórnarinnar enn meiri.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 14:19

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Steingrímur J. bættist í hóp fýlupokanna í hádegisfréttum og gerði lítið úr kosningunum og úrslitum þeirra og talaði um að Ólafur Ragnar hefði ekki nema 37% kosningabærra manna á bak við sig, fyrir utan að kosningaþátttakan ætti að vera honum áhyggjuefni.

Þetta er líka sama fólkið og taldi sáralitla kosningaþátttöku í stjórnlagaþingskosningum algerlega viðunandi og niðurstöðu hennar svo skýra að ástæða væri til að skipa þá sem flest atkvæði fengu í stjórnlagaráð, enda væri það vilji þjóðarinnar þrátt fyrir að kosningin sjálf væri dæmd ólögleg af Hæstarétti.

Það er með ólíkindum að fylgjast með stjórnmálamönnum lítilsvirða lýðræðislegar kosningar, sem þeir dásama svo hvenær sem þeir eiga sjálfir hlut að máli.

Þessi viðbrögð eru alger lítisvirðing við kjósendur í landinu. Þó maður sé ekki sáttur við niðurstöður kosninga verður maður að sætta sig við vilja meirihlutans. Um það snýst lýðræði.

Axel Jóhann Axelsson, 1.7.2012 kl. 15:09

6 identicon

Sigur ÓRG er auðvitað ekki glæsilegur, því sitjandi forseti hefur aldrei fengið útreið eins og þessa. En sigur hans er ótvíræður engu að síður. Síðan er undarlegt að heyra stuðningsmenn ÓRG hneykslast á því að andstæðingar ÓRG (sem eru nær því jafnamargir og stuðningsmenn hans) séu ekkert hrópandi glaðir, eins og þeir sjálfir tala um ríkisstjórnina. ÓRG rak kosningabaráttu sína þannig að hann yrði forseti ákveðinna skoðana, og þeir sem eru honum sammála eru eðlilega glaðir með kjör hans en hinir ekki. Það er eðli átakastjórnmála. Að síðustu hef ég engan heyrt tala um að lítil kosningaþátttaka nú, í stjórnlagakosningum eða hvenær sem er sé algerlega viðunandi, þótt fólk sætti sig við þær. Auðvitað hljóta allir að hafa áhyggjur af lítilli kosningaþátttöku því að hún ber vott um að fólki finnist það ekki hafa um neitt að velja.

Pétur (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 17:22

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Lítil kosningaþátttaka getur líka táknað að fólki finnist úrslitin nánast ráðin fyrirfram og því sé óþarfi að mæta á kjörstað og enn frekar þegar veðrið er eins og það var og fólk mikið á ferðinni um landið og í sumarbústöðum.

Steingrímur J. gerir lítið úr fylgi ÓRG en hefur aldrei sjálfur náð helmingi af því í kosningum, en nánast alltaf látið eins og hann og flokkur hans hafi unnið stórsigur.

Ekki kaus ég ÓRG en sætti mig við niðurstöðuna, enda fengin í lýðræðislegum kosningum og við hana verður að una, jafnvel þó maður sé í sjálfu sér ekkert of ánægður, eða muni styðja þann eða þá sem meirihluta fengu í viðkomandi kosningum. Það á jafnt við um forseta og þingmenn.

Axel Jóhann Axelsson, 1.7.2012 kl. 17:37

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála því að fólk hefur hætt við að mæta á kjörstað vegna þess að það taldi úrslitin ráðin þegar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2012 kl. 20:02

9 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Er ekki alveg jafn ruddalegt að halda áfram að bera það uppá Þóru að hún hafi verið eitthvert þý stjórnarinnar, og jafnvel árás í lýðræðið í landinu eins og að vera ekki ánægður með kjör Ólafs.

Það er eins og ekki megi bjóða sig fram án þess að liggja undir allskyns ávirðingum, sem ómögulegt er að bera af sér, og þeir sem að þeim standa halda bara áfram fram í rauðan dauðann, jafnvel eftir að kosningarnar eru búnar og niðurstaða fengin.

Mér finnst persónulega að daginn eftir kosningar sé komið nóg, og nóg nægir.

Bergljót Gunnarsdóttir, 1.7.2012 kl. 22:21

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Bergljót þetta er komið nóg. Enda er ekki verið að tala um Þóru heldur það fólk sem stóð að framboðinu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2012 kl. 22:23

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hér er ekkert verið að fjalla um Þóru, sem kemur algerlega heil frá þessum kosningum og stóð sig alveg með prýði, heldur viðbrögð þeirra stjórnmálamanna og ýmissa annarra stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar sem hafa verið hreint út sagt óviðeigandi og ógeðfelld.

Eftir því sem sagt var í fréttum í dag og haft eftir ÓRG hafði ekki einn einasti stjórnarþingmaður eða ráðherra sent heillaóskir í tilefni endurkjörsins og það lýsir best andlegu ástandi þessa fólks eftir kosningarnar.

Ekki studdi ég ÓRG en óska honum samt sem áður velfarnaðar í starfi næstu árin og vona að að þeim liðnum auðnist þjóðinni að kjósa sér óumdeildari manneskju til að gegna embættinu. Þangað til verður fólk einfaldlega að sætta sig við lýðræðislega niðurstöðu þessara kosninga.

Axel Jóhann Axelsson, 1.7.2012 kl. 23:59

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef það er rétt sem þú segir Axel að engir af ráðamönnum hafi sent honum heillaóskir þá er það toppur lágkúrunna hjá þessu fólki svo sannarlega.  Þvílíkur barnaskapur og eymdarmennska.  Say no more.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.7.2012 kl. 00:18

13 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Einhversstaðar las ég að Jóhanna hefði verið fyrst manna til að senda honum árnaðaróskir.

Bergljót Gunnarsdóttir, 2.7.2012 kl. 05:18

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ef það er rétt, þá hef ég tekið óvenjulega og ótrúlega vitlaust eftir við hlustun á þennan fréttatíma, sem ég reyndar man ekki á hvaða stöð var. Annaðhvort var það þó á Rás1 eða Bylgjunni.

Axel Jóhann Axelsson, 2.7.2012 kl. 06:42

15 identicon

Að halda því fram að Ólafur hafi eingöngu fengið athvæði 37% kosningabærra manna ber vott um vanþekkingu á tölfræði. þeir sem ekki mæta og sleppa því að kjósa eru einfaldlega að lýsa því yfir að þeir séu sammála því sem upp úr kjörkössunum kemur. Væru þeirra rök notuð við gerð skoðana kannana á fylgi stjórnmálflokkanna þá myndi skor ríkisstjórnarflokkanna vera ákaflega lítið í skoðanakönnum ef gengið væri út frá því að þeir sem eru óákveðnir eða neita að svara séu á móti ríkisstjórninni.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 10:59

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Einmitt Kristján, þessi rök halda engu vatni og eru Steingrími J. til vansa.

Axel Jóhann Axelsson, 2.7.2012 kl. 18:22

17 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Þetta bull um 37 prósentin er svo fráleitt að það tekur engu tali, sérstaklega þegar sú ályktun er svo dregin að þá séu 67% á móti ÓRG. Hugsið ykkur hvað yrði sagt í Bandaríkjunum, þar sem kjörsókn er yfirleitt um 40% og þykir gott og mögulegt er að forseti sé kjörinn með minnihluta atkvæða, vegna hins fáránlega kjörmannakerfis þeirra. Ef einhver gæfi sér að forseti sem væri kjörinn með 20% fylgi allra kosningabærra manna hefði þar með 80% þjóðarinnar á móti sér væri hann ekki talinn bara skrítinn heldur vitlaus.

Þegar sex eru í framboði og einn þeirra fær fleiri atkvæði en allir hinir samanlagt og líka þó að auð og ógild séu talin á móti honum, þá er skrítið að telja það afspyrnu lélegt. 

Magnús Óskar Ingvarsson, 2.7.2012 kl. 20:06

18 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Úbbs... 67% hér að ofan lesist sem 63%, auðvitað...

Magnús Óskar Ingvarsson, 2.7.2012 kl. 20:07

19 identicon

Síðan hvenær er Ólína sannfærandi? Hún kvartar og kveinar og öskar og æpir ef einhver andar á foryngja hennar og Herra Össur-ei-svo-skarpan, en segir ekki neitt ef ráðist er ranglega að neinum sem hefur ekki "réttar skoðanir". Hún stendur bara með "sínu fólki", líkt og aðrir mafíumeðlimir, svo og annað hugsjóna- og prinsipplaust fólk, sem skilur enga heimspeki, bara blinda foryngjahlýðni. Hún er svokallaður FLOKKSHUNDUR (afsakið hundaeigendur og hundar, en þið skiljið hvað ég meina, glæpur að líkja hundum við slíka, ég veit), og þeir gelta bara þegar ráðist er á húsbóndann. Hún kann bara að hlýða, vera þæg og segja "HEIL!" á réttum stundum, rétt eins og Þóra hennar átti að gera, en það er ENGINN séns hún fá nokkurn tíman jafn stórt tækifæri og Þóra á neinu sviði lífsins, því sá heimur er að rísa þar sem FLOKKSHUNDAR, sama í hvaða flokki, fá ENGIN tækifæri meir, heldur bara ALVÖRU FÓLK!

Anti-Flokks-Hundismi (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband