Kosningabaráttan ekki lengur eftir handritinu?

Sagt er að kosningabarátta Þóru fari fram í samræmi við kvikmyndahandrit Gauks Úlfarssonar, en samkvæmt handritinu átti kvikmyndin að enda á innsetningu hennar í embætti forseta.

Handritið mun vera lítillega breytt frá því að það var notað þegar búinn var til borgarstjóri úr Jóni Gnarr, en sú sviðsetning var beint framhald af sköpun Silvíu Nætur og fíflaganginum í kringum hana, sem auðvitað var fest á kvikmynd, sem reyndar náði minni hylli en kvikmyndagengið hafði gert sér vonir um.

Snilldin við þetta er að nota almenning í landinu sem "stadista" við framleiðsluna, fyrst þegar Silvía Nótt var send fyrir hönd þjóðarinnar í Eurovision, næst þegar kjósendur gerðu Jón Gnarr að borgarstjóra og nú átti að nýta þá til að koma aðalleikaranum í síðustu mynd "þríleiksins" í forsetaembættið.

Allt gekk samkvæmt vel skrifuðu handritinu og þaulskipulagðri vinnu eftir því framan af en nú er örvænting að grípa um sig í framleiðendahópnum, þar sem endirinn virðist ekki ætla að verða eins og handritið gerði ráð fyrir.

Kannski nennir þjóðin ekki lengur að leika aukahlutverk í bíómyndum Gauks Úlfarssonar.


mbl.is Hvöttu Ara til að hætta við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverju orði sannara hjá þér Axel,svona nákvæmlega er málið.

Númi (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 21:39

2 Smámynd: Benedikta E

Þetta er rétt sem þið segið en ég fattaði ekki fyrr en Númi benti mér á samhengið hvað er verið að gera - spila með lýðinn - Bestiflokkurinn ætti að vera nægjanlegt víti til varnaðar - Þátturinn á Stöð 2 var inni í handritinu  - erlendu fjölmiðlarnir sem fylgdu þeim alstaðar og samlíkingin við nýju frönsku forsetafrúna Obama og eiginmann Þýska kanslarans - Silvía Nótt hafði það þó fram yfir Þóru að hún gat leikið sitt hlutverk sem Þóra gerir ömurlega - Það er nóg að Reykjavíkurborg er nánast í rúst eftir flagarana í Bestaflokknum og Samfylkinguna þó að þetta bilaða lið fái ekki tækifæri til að rústa forsetaembættinu og Bessastöðum með framlengingararmi Jóhönnu Sigurðardóttur - Þóruframboðinu. Það þarf að koma þessum sannindum upp á borðið.

Benedikta E, 26.6.2012 kl. 00:12

3 identicon

..og þetta segirðu þegar hinn eini sanni "master of puppets" er að tryggja sér 20 árin á Bessastöðum. Já, kaldhæðnislegt svo ekki sé meira sagt...;-)

Sérstaklega þegar maður rifjar upp kosningarnar 1996, og síðan 2004. Það er nánast hægt að snúa handritinu við, og við erum komninn með sömu persónur og leikendur.

Maður veit eiginlega ekki hvort maður á að hlægja eða gráta yfir þessu!

Ég er engin aðdáandi Þóru, en að vera saka hana um sýndarmennsku á meðan Ólafur hefur verið eins og hann er, með sinn endalausa flottræfilshátt, og fleira. .

.....sorgleg þjóð.

Haukur hurðdal (IP-tala skráð) 26.6.2012 kl. 01:52

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er sannarlega sorglegt að þjóðinni skuli vera boðið upp á svona skrípaleik í kringum forsetakosningar. Þær ættu að vera hafnar yfir alla sýndarmennsku og alger synd að Þóra skuli sett inn í handrit sem áður hefur verið notað til að koma skemmtifígúrum í fremstu röð meðal þjóðarinnar. Annað tilfellið var algerlega skálduð "poppstjarna" og hitt tilfellið skálduð fígúra í borgarstjóraembætti.

Það er sorglegt að gæðakona eins Þóra skuli sett inn í slíkt handrit. Hún hefði verið miklu trúverðugri án þess "greiða" kvikmyndagerðarmannanna.

Axel Jóhann Axelsson, 26.6.2012 kl. 06:29

5 identicon

Það er síðan ennþá sorglegra, en reyndar spaugilegt, hvað svarnir andstæðingar Ólafs Ragnars eru byrjaðir að kyssa rassgatið á honum...;-)

  ...reyndar alveg sprenghlægilegt.

Hakur hurdal (IP-tala skráð) 26.6.2012 kl. 18:51

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekkki veit ég hvaða rassgöt þú kyssir Haukur, en alltaf er jafn sprenghlægilegt þegar menn eru að ausa skít yfir aðra úr launsátri.

Aldrei hef ég kosið Ólaf Ragnar til eins eða neins um dagana og ekki verður breyting þar á í þessum kosningum, þannig að ekki tek ég þetta skens til mín a.m.k.

Axel Jóhann Axelsson, 26.6.2012 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband