Obama er hræddur- Jóhanna og Össur ekki

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, er hræddur við evrukrísuna og þau neikvæðu áhrif sem hún hefur og getur haft á bandaríkst efnahagslíf.

Bandaríkin eru eitt mesta efnahagsveldi veraldarinnar, en samt líst Obama ekkert á blikuna vegna vandamálanna sem evruríkin eru að glíma við og telur að þau séu svo smitandi að efnahagur Bandaríkjanna muni bera stórskaða af sjúkdómnum.

Íslenskir ráðamenn, með Jóhönnu og Össur í fararbroddi, hafa hins vegar ekki minnstu áhyggjur af þeim áhrifum sem evruvandinn kynni að hafa á veikburða efnahag Íslands, sem þó má ekki við miklu enda langt frá því búið að jafa sig eftir bankahrunið í október 2008.

Íslensku ráðherrarnir þrá ekkert heitara en að komast á sjúkrabeðið með evruríkjunum og virðast halda að með því að veikjast af enn illvígari sjúkdómi þá muni sá sem nú herjar á íslenskt fjármálalíf a.m.k. læknast.

Hvort skyldi nú ótti Obama eða óttaleysi íslensku ráðherranna vera skynsamlegri viðbrögð við þessu stóralvarlega vandamáli?


mbl.is Obama óttast evrukreppuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú meira bullið í þér Axel Jóhann. Við sitjum uppi með ónýtan gjaldmiðil, hér varð hrun, við urðum tæknilega gjaldþrota, gátum ekki staðið við skuldbindingar. Hvorki meira né minna. Kalla þurfti á AGS. Því er það eðlilegt að ræða við ESB um inngöngu á sambandið. 27 Evrópuþjóðir eru þegar í sambandinu, þar á meðal nágrannar okkar, Danmörk, Svíþjóð og Finland. Við skussarnir þurfum á aðstoð að halda, keyrðum allt í þrot, fámennt samfélag með miklar auðlindir. Ónýt stjórnsýsla og innbyggjarar, svo uppfullir af þjóðrembu og monti, að nálgast að vera pathological. Og auðvitað verður það ákvörðum kjörgengra Íslendinga, hvort  við göngum í Evrópusambandið eða verðum utan þess eins og Noregur og Sviss.

Höfum í huga að við afnemum ekkert stjórnmál með því að ganga í ESB, en það verða færri tækifæri fyrir fávísa innbyggjara að klúðra málum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.6.2012 kl. 17:21

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hefur þú ekki heyrt um skuldavanda margra evruríkjanna og að þau hafa leitað á náðir bæði annarra Evrópuríkja og AGS um fjárhagsaðstoð. Er það þá vegna ónýts gjaldmiðils þessara ríkja, eða hvað veldur? Danmörk, Svíþjóð og Finnland hafa öll gengið í gegn um efnahagskrísur á undanförnum áratugum og ekki var það íslensku krónunni að kenna, eða hvað?

Haukur, finnst þér ekki að þú ættir að reyna að hugsa svolítið áður en þú skrifar?

Axel Jóhann Axelsson, 10.6.2012 kl. 20:04

3 identicon

Haukur Kristinsson er lifandi sönnun um ógnarvald fjölmiðlaheilaþvotts þess sem Herdís forsetaframbjóðandi talar svo mikið um,....en nær hvergi er eignarhald fjölmiðla á jafn fáum höndum, og það jafn beintengdum auðvaldinu, og á Íslandi...Hann er 100% heilaþveginn maður laus við eina einustu sjálfstæðuskoðun, en hann hefur skipt út heilabúi sínu fyrir forrit sem er móttækilegt fyrir bein download af ýmsu tagi frá strengjabrúðu-stjórendum Jóhönnu Sigurðardóttur og hinna zombie þræla brúðuleikhússhaldaranna...Það verður sárt að vakna af dásvefninum væni, en þó verra að eyða æfinni sofandi...

Nah... (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband