Glæsilegt framtak á Siglufirði

Undanfarin ár hefur Róbert Guðfinnsson, fyrrum aðaleigandi og forstjóri Þormóðs ramma hf., staðið fyrir fádæma vel heppnaðri uppbyggingu gamalla húsa á Siglufirði, sem fengið hafa ný hlutverk sem veitinga-, samkomu- og sýningasalir. Húsin hafa gjörbreytt allri ásýnd hafnarsvæðisins í bænum og eru þar til mikillar prýði.

Róbert er langt frá því hættur, því hann áformar að endurbæta bæði golfvöll bæjarins og skíðasvæði og þegar þær áætlanir verða komnar í framkvæmd munu þau svæði standa því besta á landinu fyllilega á sporði.

Til að kóróna uppbygginguna mun svo bætast við fallegt, lágreist, hótel á uppfyllingu við höfnina, beint framan við Síldarminjasafnið heimsfræga og skammt frá húsunum sem þegar heifur verið breytt til mikils sóma fyrir alla sem að því hafa komið.

Það er mikið fagnaðarefni að samningar skuli hafa tekist við bæjaryfirvöld um þessa uppbyggingu alla, því með þeim mun Siglufjörður skipa sér í raðir fallegustu, skemmtilegustu og eftirsóttustu ferðamannastaða á landinu.

Allt er þetta glæsilegur vitnisburður um væntumþykju Róberts Guðfinnssonar fyrir heimabæ sínum.


mbl.is 1,2 milljarða fjárfesting á Siglufirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Axel Jóhann.

Já satt segirðu, það er alveg magnað að sjá hvað þarna hefur verið unnið gott starf og til mikils sóma fyrir Siglufjörð og alla bæjarbúa.

Róbert Guðfinnsson á alla mína aðdáun fyrir þetta gríðarlega framtak.

Hvet alla sem áhuga hafa á að skoða þetta á vef Siglufjarðarkaupstaðar sem er:siglo.is - en þar á forsíðunni er líka linkur efst til vinstri á rauðka.is fyrirtæki Róberts og fjölskyldu hans sem stendur fyrir þessari vel heppnuðu uppbyggingu. Áfram Sigló !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 13:26

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála

Sigurður Þórðarson, 19.5.2012 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband