14.5.2012 | 23:49
Bankainnistæður notaðar til bjargar skuldavandanum?
Ríkisstjórnin ætlast til þess að inneignir félaga í lífeyrissjóðunum verði nýttar til að niðurgreiða lán einstaklinga sem eiga í skuldavanda, sérstaklega þeirra sem tekið hafa svo mikil lán að eigin veð hafa ekki staðið undir lántökunum, svo fengin hafa verið "lánsveð" hjá ættingjum sem viðbótarveð.
Innistæður í lífeyrissjóðum eru eign sjóðfélaganna og skapa þeim réttindi til lífeyrisgreiðslan á efri árum og jafngilda að því leyti innistæðusöfnun á bankareikningum, sem innistæðueigandinn getur síðan notað sér til framfærslu í ellinni eða eytt í hvað annað sem hann hefur þörf fyrir.
Ennþá virðist ríkisstjórninni ekki hafa dottið það "snjallræði" í hug að taka hluta af uppsöfnuðum innistæðum á bankareikningum einstaklinga til að nýta til niðurgreiðslu á lánum annarra skuldsettra einstaklinga og vekur það nokkra furðu fyrst Steingrími J. og félögum dettur í hug að nýta eignir fólks í lífeyrissjóðunum til þess.
Ef til vill gengur stjórnin einfaldlega alla leið í þessu og þjóðnýtir lífeyrissjóðina til að greiða upp skuldir ríkissjóðs.
Funduðu um lánsveðslán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sæi ekkert að því ef mín innistæða í lífeyrisjóðunum yrði notuð til að minnka mínar húsnæðiskuldir , að öðru leiti er ég sammála þér að flestu leyti .
þú skrifar að að innistæður séu "eign" sjóðsfélaga og skapi þeim rétt til lífeyrisgreiðslna ! en fyrir mér hljómar það vitlaust að eign skapi bara rétt til greiðslna , nema þá að ég geti fengið eign mína greidda upp sem eingreiðslu en ég veit ekki til þess að það sé hægt .
Því miður þá eru þeir peningar sem eru í lífeyrisjóðunum í raun skattur og eða eignarupptaka á meðan réttmætir eigendur geta ekki notið síns eigin fjár þegar þörfin er stærst .
valgarð (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 00:33
Almennu lífeyrissjóðirnir eru í raun tryggingafélög, þar sem þú kaupir þér ákveðin lífeyrisréttindi með iðgjöldum þínum, en séreignarsjóðirnir eru hins vegar eins og hverjar aðrar bankabækur. Aðilar að lífeyrissjóðum, sem verða t.d. öryrkjar á miðjum aldri fá þannig miklu meira greitt út úr lífeyrissjóði en hann hefur nokkurn tíma greitt inn í hann. Sama gildir um þá sem verða mjög langlífir, en á móti fá sumir minna út úr sjóðunum en þeir hafa greitt í þá um ævina.
Þetta er ekkert ósvipað og kaskótrygging á bílana og ekki heyrir maður sífellt nagg um að þau iðgjöld séu bara þjófnaður eingöngu vegna þess að menn fái minna greitt til sín frá tryggingafélgainu en þeir hafi greitt til þeirra í iðgjöldum.
Lífeyrisþegar nýta "eign" sína í sjóðunum einmitt þegar þörfin er stærst, þ.e. þegar þeir þurfa á lífeyri að halda, annað hvort vegna örorku eða elli.
Axel Jóhann Axelsson, 15.5.2012 kl. 01:58
so what? Axel?
Heldur þú að við sem erum fimmtug "njótum" verðtryggingar um 67 ara aldurinn?
Heldur þú að verðtrygging ísl. "krónunnar " muni vara lengur en í 5 til 10 ár?
Heldur þú að kona/karl 20 ára í dag muni fá lÍfeyrinn sinn í íslenskum krónum og verðtryggðum eftir 47 ár?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.5.2012 kl. 02:07
Verðtryggingin er búin að vera í gildi í tæp fjörutíu ár, en hvorki ég eða aðrir geta spáð hvað verður í framtíðinni í þeim efnum, né öðrum. Breyta slíkar bollalengingar einhverju um lög lífeyrissjóðanna eins og þau eru núna?
Axel Jóhann Axelsson, 15.5.2012 kl. 02:12
já, allavega fyrir mig, ég fæ send lífeyrissjóðsréttindi mín send í VERÐTRYGGÐUM krónum og´ég verð 50 ára næsta ár!
í hreinskilni sagt, skil ég þig 100% Axel, en ég sé ekki að veröldin muni verðtryggja mínar krónur í 27 ár lengur, en þú?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.5.2012 kl. 02:31
Vonandi verður ekki búið að eyðileggja lífeyrissjóðina þegar þú kemst á lífeyrisaldur og að þú fáir greiddan lífeyrir í hlutfalli við iðgjöld þín á starfsævinni.
Einnig skulum við vona að þín lífeyrisréttindi og þar með ráðstöfunarfé í ellinni verði ekki skert með því að lífeyrir þinn verði notaður til að niðurgreiða skuldir annarra.
Axel Jóhann Axelsson, 15.5.2012 kl. 04:25
Hvað er í gangi, er ríkisstjórnin að fara fram á ólöglegan gjörning. Fara inn á eignir almennings til að greiða niður skuldir þeirra, sem tóku kannski 120% lán til fasteignakaupa, fólk sem tekur 90% lán og svo einhver prósent í viðbót til að kaupa t.d. húsgögn. Þetta er hrein tilraun til eignaupptöku, kannski eins og Hrói Höttur stundaði en getur ekki verið eðlilegt. Ef ég fengi leyfi til að ganga húsi úr húsi og rukka hvern og einn heimilismeðlim um jafn marga þúsundkalla og hann er gamall, með ríkisstuðningi, lögreglan í fylgd mér, þá er eitthvað að þessu þjóðfélagi. Já nema, ef þú ert ríkisstarfsmaður, þá hefur þú tryggingu komandi kynslóða fyrir endurgreiðslu.
Ef þú tekur 80% lán fyrir fasteign til 40 ára, þá verður fasteignin yfirveðsett árin 6 - 15 ca. þó eignin sé verðtryggð. Þetta er vitað, ef þú tekur 100% lán þá verður fasteignin yfirveðsett fyrstu 28 árin, þrátt fyrir að eignin sé verðtryggð. Síðustu þrjá mánuði hefur verðbólgan á ársgrundvelli verið yfir 12%, það er einmitt á slíkum verðbólgutímum sem reynir á hugkvæmni og hugrekki ríkisstjórnarinnar til að koma með innlegg í samfélagið til að auka arðbærni í atvinnuvegi, en draga jafnframt úr útgjöldum og þennslu ríkisins.
Agnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 07:10
Hvers konar vinnubrögð eru það hjá lánastofnunum að heimta lánsveð?
Af hverju láta þær sér ekki nægja að taka veð í því sem lánað er til, í stað þess að taka veð í fólkinu sjálfu og jafn vel eignum ættingja þess?
Auðvitað á að afnema þessa vitleysu sem lífeyrissjóðirnir eru, þetta krabbamein í íslensku fjármálakerfi,og raunar víðar. Ætla íslenskir lífeyrisþegar t.d. virkilega að láta sig hafa það að arðrán við Afríkustrendur skapi þeim velsæld í ellinni, svona á meðan þeir halda innblásnar ræður um hve mikilvægt var fyrir okkur að ná fiskveiðiauðlindinni úr höndum Breta og Þjóðverja?
Einfaldast og best er að þeir sem vinna haldi uppi þeim sem ekki vinna, í gegn um skattkerfið, að þannig sé fólki tryggður einhver lágmarks lífeyrir en þeir sem vilja leggja fyrir geri það á sinn hátt og á sínum forsendum,. T.d. með því að eignast sitt húsnæði í friði fyrir kerfisvillum eins og verðtryggingunni eða gráðugum fákeppnisfjármálabatteríum eins og lífeyrissjóðunum.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 08:16
Almennu líferyssjóðirnir hafa allflesti ef ekki allir skert réttind um 10 til 15% eftir kreppu en það talar enginn um opinberu sjóðina þá má ekki skerða þeir eru verðtrigðir og hvernig á að standa undir þerra greiðslum ,er það ekki með því að skattleggja almenning og þar með þá sem er að fá skertan lífeyrir Það verður að fara að högva í þessa opinberu sjóði um 5 til 10% í þeim fá ekkjur og eklar himinn háann líferyr meðan almennir sjóðir greiða í mesta lagi 1 til 2 ár til sambærilegra hópa. Þingmenn Helgi Hjörvar og fleiri fá fullar líferisgreiðslur eftir 12 ára setu á þingi er þetta í lagi skerðið þið þetta til að færa niður lánsveðin. Helgi talar digurbarkarlega um að lífeyrisjóðirnir eigi að axla ábyrgð ekki hans sjóður nei.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 15.5.2012 kl. 08:40
Að sjálfsögðu velur þessi guðsvolaða ríkisstjórn þá lausn við frekjuöskrum skuldapésa að íhuga eignaupptöku af aðilum sem málið kemur ekki við. Þægileg aðferð til að veiða atkvæði. En sumar athugasemdirnar sem velta hér inn eru ekki gæfulegar:
"Hvers konar vinnubrögð eru það hjá lánastofnunum að heimta lánsveð?"
Ef veð lántakans duga ekki þarf meira, það er augljóst. Er sá sem segir svona að leggja til að bankar/lífeyrissjóðir láni út peninga án þess að reyna að tryggja endurgreiðslu? Það er hlutverk þeirra að tryggja endurgreiðslu!
"Af hverju láta þær sér ekki nægja að taka veð í því sem lánað er til, í stað þess að taka veð í fólkinu sjálfu og jafn vel eignum ættingja þess?"
Hvað skilur þessi maður ekki? Lánveitendur tóku ekkert frjálsri hendi, þeir sem veittu lánsveðin gerðu það af úsum og frjálsum vilja, voru ekki þvingaðir til neins. Af hverju á að láta einhverja óskylda aðila greiða fyrir það?
"Auðvitað á að afnema þessa vitleysu sem lífeyrissjóðirnir eru, þetta krabbamein í íslensku fjármálakerfi,og raunar víðar. Ætla íslenskir lífeyrisþegar t.d. virkilega að láta sig hafa það að arðrán við Afríkustrendur skapi þeim velsæld í ellinni, svona á meðan þeir halda innblásnar ræður um hve mikilvægt var fyrir okkur að ná fiskveiðiauðlindinni úr höndum Breta og Þjóðverja?"
Akkúrat þessar framangreindu skoðanir eru krabbameinið á Íslandi í dag.
"Einfaldast og best er að þeir sem vinna haldi uppi þeim sem ekki vinna, í gegn um skattkerfið, að þannig sé fólki tryggður einhver lágmarks lífeyrir en þeir sem vilja leggja fyrir geri það á sinn hátt og á sínum forsendum,. T.d. með því að eignast sitt húsnæði í friði fyrir kerfisvillum eins og verðtryggingunni eða gráðugum fákeppnisfjármálabatteríum eins og lífeyrissjóðunum."
Framangreindu kerfi er haldið uppi víða um heim, flestir eru sammála um að það sé mjög lélegt og óskilvirkt.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 11:28
Leiðrétting:
"...Lánveitendur tóku ekkert frjálsri hendi..." Hér átti auðvitað að standa tóku ekkert ófrjálsri hendi.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 11:31
Svokallað "gegnumstreymiskerfi" lífeyrissjóða er víða fyrir hendi, eins og Þorgeir bendir á, og er nú þegar að ganga sér til húðar því þeim sem vinna fer sífellt fækkandi í hlutfalli við þá sem lifa fram á elliár.
Það yrði nú eftir öðru að skipta úr söfnunarkerfi, sem flest lönd öfunda Íslendinga af, yfir í gegnumstreymiskerfi, sem aðrir eru að gefast upp á.
Axel Jóhann Axelsson, 15.5.2012 kl. 11:42
Sem verðandi lífeyrisþegi hlýt ég að mótmæla allri skerðingu á lífeyriseign minni, ekki síst þar sem þegar er búið að skerða mína eign um milli 20 og 30% vegna hrunssins. Það verður uppreisn hér ef þetta verður snert.
Stefán Þ Ingólfsson, 15.5.2012 kl. 14:00
Aths. við nr. 12: Þeim sem vinna fer ekki aðeins fækkandi vegna óhagstæðari aldursskiptingar; á síðustu áratugum hefur í auknum mæli fjölgað í þeirri stétt fólks sem ekki vill vinna og liggur á kerfinu ("kerfisfræðingar"). Þetta á að sjálfsögðu ekki við alla sem þiggja bætur, en þetta er engu að síður hópur sem er nægilega stór til þess að skipta máli. Þetta vill varla nokkur stjórnmálamaður til vinstri við miðju viðurkenna.
Aths. við nr. 13: Stefán, ég vona að þú standir við að gera uppreisn ef þetta nær fram að ganga. En málið er nefnilega það stjórnmálamenn í svona hugleiðingum reikna með því að aldrað fólk sé ekki í standi til þess að gera uppreisnir...
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 16:23
Til að ná fram hefndum á lífeyrisþegum landsins vegna þessa máls eru stjórnarliðar að skipuleggja sérstaka skattlangingu á lífeyrissjóðina, sem að sjálfsögðu hefur sömu áhrif á afkomu elli- og örorkulífeyrisþega, þ.e. skertar ráðstöfunartekjur.
Alveg ótrúlegt að þykjast bera hag almennings fyrir brjósti, en níðast síðan á lífeyrisþegum á allan þann hátt sem hugmyndaflug þessa skattóða fólks sem nú myndar stjórnarmeirihluta í landinu dugar til.
Axel Jóhann Axelsson, 15.5.2012 kl. 17:10
Þorgeir Ragnarsson, þú segir :
"Ef veð lántakans duga ekki þarf meira, það er augljóst. Er sá sem segir svona að leggja til að bankar/lífeyrissjóðir láni út peninga án þess að reyna að tryggja endurgreiðslu? Það er hlutverk þeirra að tryggja endurgreiðslu!" og spyrð enn fremur:
"Hvað skilur þessi maður ekki? Lánveitendur tóku ekkert ófrjálsri hendi, þeir sem veittu lánsveðin gerðu það af fúsum og frjálsum vilja, voru ekki þvingaðir til neins. Af hverju á að láta einhverja óskylda aðila greiða fyrir það? "
Hvers konar vinnubrögð ertu að verja þarna? Bankar/lífeyrissjóðir eru ekki að lána út af ábyrgð ef þeir telja veð í því sem lánað er til ekki duga. Vissulega á fólk ekki að gleypa agnið, það má alveg kalla það kjánaskap þess að ganga að slíkum kjörum, hitt er þá líka siðlaust af hálfu lífeyrissjóðanna/bankanna að nýta sér þennan kjánaskap. Gamla góða varúðarreglan að menn legðu sjálfir til um 1/3 og fengu lánaða 2/3 var lögð til hliðar af m.a. gráðugum stjórnendum lífeyrissjóða. Þetta kæruleysi í útlánastefnu er einmitt ein af ástæðunum fyrir því að ég vil heldur fá að ávaxta minn lífeyri en að láta einhverja mis vel lukkaða lukkuriddara gera það fyrir mig.
Það er svo talsverður misskilningur í því fólginn að bera það á móti gegnumstreymiskerfi að stöðugt fækki þeim sem vinna í hlutfalli við hina sem ekki vinna. Það er nefnilega svo að peningar gera ekkert af sjálfu sér, þeir sem ekki vinna ER haldið uppi af þeim sem vinna, hvaða kerfi sem er annars valið. Hvort sem fjárfestingarnar/lánveitingarnar eru hérlendis eða erlendis.
En kanski eru þið Axel og Þorgeir, að tala fyrir því að láta bláfátæka blámenn halda ykkur uppi í ellinni, er það?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 19:11
Bjarni, veist þú ekki hver er munurinn á söfnunarsjóði og gegnumstreymissjóði? Þeim sem safna í sjóði þarf ekki að halda uppi af öðrum, því safnarinn gerir það sjálfur með söfnunarfé sínu. Þannig komast þeir líka hjá því að láta "bláfátæka blámenn" halda sér uppi í ellinni.
Svo geta menn haft sínar skoðanir á söfnunarsjóðum og gegnumstreymissjóðum og hvort yfirleitt eigi nokkuð að vera með slíka sjóði, en láta hvern og einn sjá um að safna fyrir framfærslu sinni í ellinni og tryggingar vegna örorku væri hægt að kaupa hjá tryggingarfélögum. Það er allt annað mál en hvort ganga eigi á núverandi sjóði til að greiða fyrir skuldir "óreiðumanna", hvort sem þeir létu platast til ofurskuldsetningar vegna eigin heimsku eða gylliboða lánastofnana, sem auðvitað spiluðu á fákunnáttu ýmissa varðandi fjármál.
Axel Jóhann Axelsson, 15.5.2012 kl. 19:30
Stefán í athugasemd 13.
Það er afskaplega skiljanlegt að þú sért sár yfir skerðingum á væntanlegum lífeyri. Beindu bara reiðinni í rétta átt. Klaufaskapur,aulaháttur,kæruleysi og í einhverjum tilfellum mögulega misnotkun, stjórnenda lífeyrissjóðanna eru orsök mikilla skerðinga. Tapið er þó enn ekki að fullu komið í ljós vegna sýndarhækkanna á eignum þeirra erlendis í krónum talið. Einnig er viðspyrna þeirra við því að leiðrétta kerfisvillu vísitölubindingarinnar kolsiðlaus. Verði þeir nú að skila þífinu því og svo líka þegar gengi krónunnar fer að rétta við þá er hætt við að lífeyrir skerðist enn.
Svo má hafa í huga skaðsemi þess að hafa svona stóran fákeppnisfjármagnspott á sveimi í samfélaginu. Lífeyrissjóðirnir geta t.d. ákveðið að lána til stórframkvæmdar sem ekki er arðsöm fyrir samfélagið (t.d. enn eina stórverslunina á Selfossi) en gróði þeirra felst í því að búa til rafkrónur þ.e. í raun að prenta peninga og valda þar með verðbólgu og draga þannig peningana enn einusinni upp úr vösum okkar almennings inn í eignasafnið.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 19:32
Axel í ath.17.
Varðandi mismuninn á söfnunarsjóði og gegnumsteymissjóði, eða öllu heldur eðli söfnunarsjóðs þá mæli ég með eftirfarandi hugartilraun: Hugsaðu þér að allir Íslendingar séu komnir á eftirlaun og engir vinni, til einföldunar að svo séu engar erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna, bara innlendar. Jæja, allir eru með bullandi lífeyrisgreiðslur og ætla nú að fara að kaupa alskyns þjónustu. Hverjir eiga að veita hana? Peningarnir gera ekkert af sjálfu sér.
Ef þeim fækkar stöðugt sem vinna en hinum fjölgar sem ekki vinna þá nálgastu þetta absúrd ástand hugartilraunarinnar og sérð væntanlega að ekki skiftir máli hvort um er að ræða gegnumstreymiskerfi eða uppsöfnunarkerfi hvað þetta varðar, vandinn verður sá sami.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 19:50
Þetta eru svo absúrd rök að þau flokkast undir algera rökleysu og því alls ekki hægt að svara þeim nema með einhverri álíka vitleysu og því er best að láta það vera.
Axel Jóhann Axelsson, 15.5.2012 kl. 20:03
Það er allavega alveg kristaltært hvaða stjórnmálaflokki Bjarni Gunnlaugur fylgir að málum eftir þessar umræður
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 10:12
Uppýstu mig um það Þorgeir, sem ég sjálfur ekki veit?
Er annars þarna úti einhver stjórnmálaflokkur sem hefur á stefnuskrá sinni að afnema þennan bastarð forræðishyggju og pilsfaldakapítalisma sem lífeyrissjóðskerfið er?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.