Þingmenn Hreyfingarinnar í leynimakki með ríkisstjórninni

Ríkisstjórnin hefur fyrir allnokkru misst meirihluta sinn á Alþingi og þegar það var jafnvel orðið stjórninni sjálfri ljóst, gerði hún leynisamning við Hreyfinguna um stuðning gegn loforði um að setja stjórnarskrárfrumvarpið í þjóðaratkvæði þrátt fyrir að málið væri ennþá í vinnslu og eftir væri að aðlaga það að raunveruleikanum.

Þingmenn Hreyfingarinnar hafa ávallt þrætt fyrir allt samstarf við ríkisstjórnina og segja að slitnað hafi upp úr öllum viðræðum milli aðila fyrir áramótin síðustu og þar með væru engin sérstök tengsl milli Hreyfingarinnar og ríkisstjórnarinnar.

Ríkisstjórnarfundurinn í Ráherrabústaðnum í dag, með þátttöku þingmanna Hreyfingarinnar, sýnir og sannar að þingmenn Hreyfingarinnar ástunda alls kyns pukur og leynimakk í sínu pólitíska starfi, þrátt fyrir að hneykslast sífellt á öllu slíku í annarra garði og spara ekki stóru orðin í árásum sínum á samþingmenn sína, þegar þeir ásaka þá um "spillt" vinnubrögð.

Þingmenn Hreyfingarinnar hafa loksins opinberað sitt rétta innræti.


mbl.is Funduðu í Ráðherrabústaðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hreyfingin er einfaldlega að gera einsog Jón Bjarnason orðað það.

"stiðja öll góð mál"

Sleggjan og Hvellurinn, 13.5.2012 kl. 19:59

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hvaða "góðu" mál ætli að það séu? Jafnvel nauðsynleg mál hafa verið svo illa unnin og undirbúin að varla nokkurt þeirra hefur verið þingtækt og hvað þá boðlegt til endanlegrar samþykktar.

Axel Jóhann Axelsson, 13.5.2012 kl. 20:09

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Tveir þjóðfundir voru haldnir í Laugardalshöll.

Það var tekið slembiúrtak úr þjóðskrá ... þ.e öll þjóðin var spurð álits

http://thjodfundur2009.is/

http://www.thjodfundur2010.is/

Niðurstaða þjóðfundana endurspeiglast í þessu stjórnarskrá frumvarpi.

Sleggjan og Hvellurinn, 13.5.2012 kl. 20:23

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Aðkoma Hreyfingarinnar að nýja framboðinu: DÖGUN, er svívirðilegt vegna falsks málflutnings og lyga Þórs Saari um hvernig samvinnan við ríkisstjórnina átti sér stað um áramótin síðustu. Það nægði ekki Þór Saari að þræta fyrir og ljúga um stuðning við ríkisstjórnina þá, heldur úthúðaði hann þeim sem sögðu satt og rétt frá hvað væri í gangi bak við tjöldin.

Ég sagði mig úr Dögun, vegna aðkomu lygaliðsins úr Hreyfingunni/Borgarahreyfingunni í nýju samtökunum Dögun.

Það er viðbjóðslegt að horfa á þessa 3 þingmenn/konur Hreyfingarinnar taka þátt í lygum og undirferli alþingis-leikhússins svikula, og ætla  samtímis að stofna nýjan ESB-flokk í nafni heiðarlegs fólks í stjórnmálasamtökunum Dögun. Samtímis þykjast þau vera á móti ríkisstjórninni, sem þau ætla að bjóða fram gegn, í samtökum Dögunar!

Ég hef þá skoðun á fólkinu í Hreyfingunni og Borgara-hreyfingunni, að þau ættu að skammast sín til að fara beint í Samfylkinguna, þar sem þau eiga pólitískt heima.

Þau ættu að skammast sín til að hætta að ljúga og blekkja kjósendur, á þann hátt sem þau gera nú, með því að þykjast tilheyra nýju framboði Dögunar, þegar þau eru í stuðningshópi Samfylkingarinnar.

Þetta fólk hefur misskilið réttlætið og nýja Ísland hrikalega.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.5.2012 kl. 20:33

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hreyfingin var kosin vegna þeirra afstöðu til stjórnlagaþingsins

"Meðal annara stefnumála er andstaða við verðtryggð lán, þjóðaratkvæðagreiðslur óski 7% þjóðarinnar þess og stjórnlagaþing haustið 2009.[5]"

http://is.wikipedia.org/wiki/Borgarahreyfingin

Það er því krafa kjósendur Borgarahreyfingarnar að þau fari eftir sínum stefnumálum. Þess vegna er þessi stuðningur Hreyfingarinnar ósköp eðlileg

En ef Hreyfingin færi í eitthvað karp og málþóf bara vegna þess að hún er í stjórnarandstöðu þá hefur hún misskilið nýja Ísland hrikalega.... því þau vinnubrögð tilheyrir gamla íslandi.

Sleggjan og Hvellurinn, 13.5.2012 kl. 20:38

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ýmsum furðufyrirbærum hefur skolað inn fyrir dyr Alþingis í áranna rás og svo sannarlega er Hreyfingin eitt þeirra.

Axel Jóhann Axelsson, 13.5.2012 kl. 22:52

7 Smámynd: Sólbjörg

Besti flokkurinn er afsprengi Samfylkingarinnar, Heyfingin eru flugumenn í Dögun, Björt framtíð er ESB flokkur með engin stefnumál. Öll vita þau að þjóðarkosning um ESB er bara skoðunarkönnun um vilja þjóðarinnar. Því samþykkt var á alþingi að þjóðarkosningin yrði eingöngu ráðgefandi fyrir alþingi - það er úrslitin munu fara beint í ruslið! Stjórnininn er svo innilega, nákvæmlega sama hvað kemur út úr þessari þjóðar skoðunarkönnun. Jóhanna margendurtekur í verki og orðum að lögum og öllu verður snúið á haus til að koma vilja hennar fram um inngöngu í ESB. Engin getur treyst Jóhönnu, hún er margföld og undirförull.

Sólbjörg, 14.5.2012 kl. 07:26

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sólbjörg. Hvaðan hefur þú það dómsdagskjaftæði að það hafi verið gerð um það sérstök samþykkt á Alþingi að þjóðaratkvæðagreiðslan um aðildarsamning að ESB eigi bara að vera ráðgefandi?

Staðreyndin er sú að stjórnarskráin heimilar ekki bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur og hefur aldrei gert. Til að breyta stjórnarskránni þarf Alþingi að samþykkja breytinguna tvisvar með þingkosningar á milli þeirra tveggja samþykkta. Það var gerð tilraun til þess af minnihlutstjórn Samfylkingar og VG á vordögum 2009 að fá samþykkta breytingu á stjórnarskránni þannig að hún heimilaði bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu þannig að hægt væri að samþykkja það aftur eftir kosningarnar í apríl 2009 og ná þannig fram bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning að ESB. Það voru þingmenn Sjálfstæðiflkokksins sem komu í veg fyrir þá samþykkt með málþófi.

Það er því alfarið sök þingmanna Sjálfstæðisflokksins að ekki verður bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarsamning við ESB.

Það er einnig gjörsamlega út í hött að halda því fram að úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar fari í ruslið. Hvenær hefur það gerst hér á landi?

Fullyrðingin um að stjórnvöld ætli að koma okkur inn í ESB sama hver úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar verða er svo fáránlegur hræðsluáróður að það hálfa væri nóg.

Í fyrsta lagi þá þarf að breyta stjórnarskránni til að við getum gengið í ESB. Það er því ekki hægt að breyta stjórnarskránni þannig að við getum gengið í ESB nema með tveimur samþykktum Alþingis með þingkosningum inni á milli. Eftir þingkosningarnar getur þá nýkjörið Alþingi stöðvar aðildarferlið með því að samþykkja ekki nauðsynlegar stjórnarskrárbreytingar.

Í öðru lagi þá þurfa öll 27 eða reyndar þá 28 ríki ESB að samþykkja aðildarsamning okkar. Mörg þessara ríkja eru rótgróun lýpræðisríki og það er útilokað að ekkert þeirra muni hafna aðild okkar gegn vilja meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í þriðja lagi er það svo að jafnvel þó svo ólíllega vildi til að það tækist að koma okkur inn í ESB gagn vilja meirihluta kjósenda þá er alltaf hægt að ganga aftur úr ESB eftir næstu þingkosnigar þar á eftir. Það eitt og sér ætti líka að vera næg ástæða til að einhver ESB ríki hafni inngöngu okkar gegn vilja meirihluta þjóðarinnar. Það felst einfaldlega mjög mikill kostnaður í því fyrir ESB að vera að taka inn nýtt aðildarríki sem gengur síðan fljótlega aftur úr ESB.

Sigurður M Grétarsson, 14.5.2012 kl. 14:47

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Axel. Hvað er athugavert við það að flokkur Hreyfingarinnar ræði mögulegt samstarf við ríkisstjórnina án þess að útskýra það fyrir öðrum meðan á samningaferlinu stendur? Hversu mörg dæmi hefur þú um að slíkar viðræður hafi verið fyrir opnum tjöldum þegar á þeim stóð?

Ef svo fer að Hreyfingin nær samningum við stjórnvöld þá mun væntanlega verða skýrt frá því. Annað hefur ekkert upp á sig því atkvæði þingmanna eru ekki leynileg og því sjá allir í hvaða málum Hreyfingin styður stefnu ríkisstjórnarinnar. Það er því ekki neitt óheiðarlegt né neitt sem kallast getur leynimakk að þræta fyrir það að hafa gert samning við stjórnvöld meðan samningaviðræður standa yfir og samningum hefur ekki verið náð.

Við skulum ekki gleyma því að það er ekki einhugur meðal þingmanna stjórnarlfokkanna um frumvarp um breytingar á lögum um fiskveðistjórnun. Stjórnföld hafa aðeins eins manns meirihluta og því þurfa þau að semja við stjórnarandstöðuþingmenn sem eru á sömu skoðun og meirihluti þingmanna stjórnarflokkanna í því máli. Þingmenn Hreyfingarinnar eru nokkurn veginn á sömu línu og ríksstjórnin í því máli og því eðlilegt að þeir semju við stjórnvöl um að klára það mál. Annars næst ekki í gegn sú nauðsynlega breyting á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem stjórnvöld eru að reyna að koma í gegn og þingmenn Hreyfinarinnar eru sammála um að þurfi að komast í gegn. Ef næstu kosningar fara eins og skoiðanakannanir gefa til kynna þá verður væntanlega löng bið á því að þær nauðsynlegu og sanngjörnu breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu náist í gegn ef þær gera það þá nokkurn tíman. Það verður því að klára þetta mál fyrir kosninar ef ekki á að festa í sessi til langrar framtíðar hið mjög svo óréttláta fiskveiðistjórnunarkerfi sem við búum við í dag og færir þröngri klíku að mestu leyti arðinn af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar.

Sigurður M Grétarsson, 14.5.2012 kl. 14:57

10 Smámynd: Sólbjörg

Blessaður góði Sigurður, slétt sama á hvern veginn það er með þjóðaratkvæðagreiðslunna, má eða má ekki vera bindandi, niðurstaðan og staðreyndin er að henni verður hent í ruslið ef útkoman er ekki þóknanleg.

Dæmi um slíkt er stærsta NEI íslandssögunnar í þjóðarkosningum um Icesavesamninganna -ríkisstjórnin henti þeirri niðurstöðu í ruslið og skundaði til Bessastaða með skömmina til undirskriftar og gaf þjóðinni fingurinn. Þess vegna hatar Jóhanna og Samfó Ólaf Ragnar.

Það er ekki allt i lagi með minnið hjá þér Sigurður að muna ekki eftir þessu.

Sólbjörg, 14.5.2012 kl. 19:27

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður, það hefur aldrei tíðkast að stjórnarmyndunarviðræður væru leynilegar. Ef ríkisstjórn hefur ekki meirihluta á þingi og þarf að taka upp viðræður um stuðning viðbótarflokks til þess að koma málum í gegn um þingið, þá eru það ekkert annað en nýjar stjórnarmyndunarviðræður og stjórninni og Hreyfingunni væri réttast að viðurkenna það og kalla hlutina sínum réttu nöfnum.

Axel Jóhann Axelsson, 14.5.2012 kl. 19:51

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já það væri kannski gaman að fá Hreyfinguna inn.

Þór Saari sem fjármálaráðherra.

Margrét Tryggva sem menntamálaráðherra og Birgittu sem forsætisráðherra

Sleggjan og Hvellurinn, 14.5.2012 kl. 21:28

13 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sólbjörg. Ég man alveg eftir Icesave samningunum. Þjóðin hafnaði einum samningi vegna þess að það lá þá þegar fyrir tilboð um betri samning. Það var samið upp á nýtt og fengin betri samningur. Það var því ekki verið að fara í gegn með sama samning og var hafnað. Nú er þetta mál fyrir dómstólum af því að samningaleiðinni var hafnað og það á eftir að koma í ljós hvort úr því kemur betri eða verri niðurstaða heldur en samningurinn hljóðaði upp á.

Það er hins vegar alveg á tæru að það var ekki niðurstaða neinnar þjóðaratkvæðagreiðslu hent í ruslið.

Það er einnig á tæru að við göngum ekki í ESB á grunvellli aðildarsamnins sem felldur verður í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hittt er annað mál og ekkert að því að ef aðildarsamningurinn verður felldur að semja upp á nýtt við ESB og laga þá þau atriði samninsins sem þjóðin var helst á móti ef ESB ljáir máls á því og láta nýjan og breyttan samning fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þetta er sambærilegt við það að ef þú gerir tilboð í til dæmis íbúð eða bíl og því tilboði er hafnað þá þarf það ekki endilega að vera lok málsins. Þú getur alltaf gert annað og betra tilboð. Kannski verður það samþykkt.

En eins og ég hef sagt þá þarf að breyta stjórnarskránni til að við getum gengið í ESB og til þess þarf tvær samþykktir Alþingis með þingkosningum á milli. Eins getur Alþingi alltaf sagt upp aðildarsamninum og við gengið aftur úr ESB þannig að ákvörðun um inngöngu er ekki endanleg nema við ákveðum það. Það eitt mun leiða til þess að það munu aldrei allar aðildarþjóðirnar samþykkja inngöngu okkar í ESB gegn vilja meirihluta þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Því eru fullyrðingar um það að nauðsynlegt sé að kjósa forseta sem muni atryggja að ekki sé samþykktur aðildarsamningur án vilja meirihluta þjóðarinnar út í hött. Það sama á við um fullyrðinguna um það að það verði að stöðva aðildarviðræður til að koma í veg fyrir að okkur verði laumað inn í ESB gegn vilja þjóðarinnar.

Sigurður M Grétarsson, 15.5.2012 kl. 00:02

14 identicon

Rétt S&H allt betra er Jóhanna sem forsætisráðherra, gætum til dæmis sett teskeið í embættið og hún mundi valda minni skaða en Jóhanna.

Björn (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 00:05

15 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Axel. Hreyfingin er ekki í stjórnarmyndnarviðræðum við ríkisstjórnina heldur í viðræðum um stuðning við tiltekin mál gegn stuðningi frá stjórnvöldum við mál sem Hreyfingin vill ná fram. Þetta er ekki meira leynimakk en það að Hreyfingin hefur nú þegar útskýrt fyrir blaðamönnum hvað er hér á ferðinni. Það er nákvæmlega ekkert óeðlilegt við þetta og þetta getur ekki á nokkurn hátt talist leynimakk. Þetta eru bara eðlilegar samningaviðræður.

Hvað stjórnarmyndunarviðræður áhrærir þá er yfirleitt ekki sagt frá því um hvað þær snúast fyrr en samkomulag er í höfn og búið að samþykkja það í þeim flokkum sem að stjórnarmynduinni standa.

Sigurður M Grétarsson, 15.5.2012 kl. 00:05

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hreyfingunni datt nú ekki í hug að skýra þessar viðræður fyrr en eftir heilan sólarhring og þá eftir að hafa legið undir mikilli gagnrýni fyrir leynimakkið og pukrið í kringum þessi hrossakaup. Þá kom reyndar Jóhanna fram og sagði að "viðræðurnar" hefðu verið að frumkvæði Hreyfingarinnar en ekki ríkisstjórnarinnar og stjórnin væri afar þakklát fyrir þessa ósk Hreyfingarinnar um að fá náðasamlegast að styrkja ríkisstjórnina.

Ekki má gleyma því að þetta er sama ríkisstjórnin og Þór Saari hefur marg sagt að sé handónýt og ætti að fara frá umsvifalaust.

Axel Jóhann Axelsson, 15.5.2012 kl. 04:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband