Kaupæðið bregst ekki frekar en fyrri daginn

Í hvert sinn sem ný verslun opnar, a.m.k. á Reykjavíkursvæðinu, brýst út mikið kaupæði og þúsundir manna flykkjast í viðkomandi verslun og valda nánast vöruskorti verslunarinnar næstu vikur á eftir og skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða leikfanga-, fata-, eða byggingavöruverslanir.

Í dag opnaði Bauhaus risaverslun og samkvæmt venju myndaðist örtröð þúsunda viðskiptavina sem virtust halda að verslunin ætti einungis að vera opin einn dag, eða jafnvel aðeins í örfáa klukkutíma.

Bauhaus er hér með óskað til hamingju með þessa verslun sína og kaupgleðina sem ekki brást þeim, frekar en öðrum sem opnað hafa nýjar verslanir á undanförunum árum.


mbl.is 8.000 komu í Bauhaus í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn eitt dæmi um hverskonar músasamfélag við lifum í.  Að hægt sé að ginna 8000 til að mæta í verkfærabúð er ákveðin gæðastimpill fyrir íslenskt samfélag.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 19:22

2 identicon

tjah, fólk er búið að bíða eftirvæntingar í 4 ár og orðið skiljanlega frekar spennt.

Arnþór (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 19:38

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Músa-viðskiptavinir aðeins ef Bauhaus tekst að fá 8000 manns til þess að mæta og eiga viðskipti á hverjum degi næstu 5 árin.

Músa-fyrirtæki ef Bauhaus hefur látið blekkjast af tækifærismennsku músasamfélagsins.

Kolbrún Hilmars, 5.5.2012 kl. 19:39

4 identicon

Íslendingar eru vanir því að krónan sé minna virði á morgun.

Þetta eru fullkomlega eðlileg viðbrögð í klikkuðu samfélagi.

Nóg hefur nú verið okrað á landanum í gegn um áratugina.

Til hamingju íslendingar, að fá heilbrigða útlendinga í samkeppni við íslensku okrarana .

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 19:41

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Samkeppni er alltaf af hinu góða, en hins vegar er maður hræddur um að "verðverndin" sem Bauhaus, Byko og Húsasmiðjan hafa verið að auglýsa, leiði til þess að verðin jafnist hjá þeim og að lokum verði allir með sama verðið á vörunum. Hvar verður samkeppnin þá?

Axel Jóhann Axelsson, 5.5.2012 kl. 20:43

6 identicon

Sæll,

Ég get í raun ekki ímyndað mér að íslenskar byggingavöruverslanir geti í alvöru stundað samkeppni við þýska risann Bauhaus. Þeir hafa kramið langtum stærri flugur og fugla en þessar íslensku mýflugur.

Raunar sýnir þessi Bauhaus saga okkur nokkuð um íslenskt samfélag. Forsagan sýnir í raunar í hnotskurn eðli og viðskiptalögmál á Íslandi. Þessu fyrirtæki var neitað um lóð í Garðabænum af pólitískum raunar eiginhagsmunatengslum en þessu er oftast og iðulega blandað saman á Íslandi men í tilfelli Bauhaus voru þessi tengsl augljós. Í alvöru löndum er spurt om hagsmunatengsl stjórnálamanna en á Íslandi er öllum brögðum beitt. Þetta virðist hafa farið afar illa í eigendur Bauhaus.

Raunar mun þetta ekki einungis lenda á byggingarvöruverslunum þetta mun flest öll smásöluverslun, raftækjaverslunum og síðan ekki minst fyrirtækjum í garðyrkju enda er Bauhaus með áburð, mold, garðplöntur og annað.

Ég hef í gegnum árin verslað við Bauhaus enda eru þeirra verslanir reknar af þýskri vandvirkni og fagmennsku. Þeir hafa verið með námskeið fyrir starfsfólkið í fleirri vikur að mér skilst. Bauhaus kemur augsýnilega til að vera og mun væntanlega taka um 80% af markaðshlutdeild med verkfæri, byggingarvörur og hugsanlega eitthvað svipað í sölu á garðyrkjuvörum, sölu á garðhúsgögnum, sláttuvélum, og hugsanlega fleirri raftækjum.

Gunnr (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband