Sanngjörn og heiðarleg stjórnarandstaða

Furðuleg uppákoma varð í þinginu í gær, þegar stjórnarandstaðan bauðst til að flýta afgreiðslu þeirra mála sem fyrir Alþingi liggja og lítill ágreiningur er um, til þess að mögulegt væri að koma þeim til umfjöllunar þingnefnda í næstu viku. Þessa tillögu setti stjórnarandstaðan fram til að liðka fyrir þingstörfum, en þá brá svo undarlega við að þingmenn stjórnarmeirihlutans snerust öndverðir við tillögunni og höfnuðu henni algerlega.

Þessi einkennilega afstaða stjórnarþingmannanna varð til þess að umræður um stórt og mikið deilumál stóðu langt fram á nótt og var langt frá því lokið, þegar þingforseti samþykkti loksins viturlega tillögu minnihlutans um vinnubrögð í þinginu, frestaði umræðum um breytingar á stjórnarráðinu og tók á dagskrá þau mál sem minni ágreiningur er um.

Sem betur fer hafði þingforsetinn ekki neitt samráð við Björn Val Gíslason, þingflokksformann VG, um þessa dagskrárbreytingu enda er nánast fullvíst að hann hefði staðið gegn henni, enda þekktur fyrir flest annað en að vera samvinnuþýður, sanngjarn eða málefnalegur þingmaður.

Þingforseti varð maður að meiri að fara að sanngjarnri og heiðarlegri tillögu stjórnarandstöðunnar um vinnubrögð þingsins, enda hafa þau verið alveg ótæk hingað til.


mbl.is Ekki haft samráð við þingflokksformenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snati geltir þegar Skallarímur stórbóndi sigar honum!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 15:01

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Er þetta ekki fyrsta merkið um uppgjöf SF., Því ekki hefur Ásta tekið þessa ákvörðun án nokkurs samráðs við sína flokksforystu.

Eggert Guðmundsson, 4.5.2012 kl. 15:09

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það mun aldrei verða viðurkennt að Jóhanna Sigurðardóttir hafi samið um nokkurn skapaðan hlut við nokkurn einasta mann.

Axel Jóhann Axelsson, 4.5.2012 kl. 15:14

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Satt segir þú Axel. Hún getur ekki samið við neinn.

Eggert Guðmundsson, 4.5.2012 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband