Ekki lækka skuldirnar af húsnæðislánum erlendis

Margir láta eins og hvergi sé við vanda að etja vegna efnahagserfiðleika annarsstaðar en á Íslandi eftir banka- og efnahagskreppuna sem brast yfir heiminn eftir fall Leman bankans haustið 2008 og leiddi m.a. af sér hrun bankanna hér á landi.  

Kreppan sem fylgdi í kjölfar bankahrunsins olli skuldurum hér á landi gífurlegum erfiðleik um, ekki eingöngu skuldurum húsnæðislána, heldur ekki síður hinum sem skulduðu há neyslulán, svo sem bíla-, yfirdráttar- og kreditkortaskuldir.  Lán með gengisviðmiði hafa verið dæmd ólögleg, en þeir sem tóku verðtryggð lán, flest með okurvöxtum, glíma við vandann sem fylgdi lækkun húsnæðisverðs eftir hrunið.

Lækkun á húsnæðisverði er hins vegar fylgifiskur efnahagserfiðleikanna í öllum löndum og lántakendur alls staðar eru í miklum vandræðum vegna þess, þar sem skuldirnar lækka ekki og margir hafa því misst húsnæði sitt vegna þess að það hefur ekki lengur staðið undir veði vegna áhvílandi lána.

Í meðfylgjandi frétt kemur m.a. fram um þessa erfiðleika:  "Samkvæmt tölum sem Seðlabanki Íslands birtir í mánaðarlegum hagvísum sínum lækkaði íbúðaverð um 3,4% að raunvirði í Bretlandi á síðasta ári og á sama tíma lækkaði raunverð íbúða um 7% í Bandaríkjunum. Í Finnlandi lækkaði íbúðaverð um 2,4% á síðasta ári og um 5,3% í Svíþjóð."

Þarna er ekki minnst á lönd eins og Grikkland, Írland og Spán, þar sem íbúðaverð hefur lækkað miklu meira en í þeim löndum sem nefnd eru í fréttinni og erfiðleikar skuldara eru því meiri sem efnahagserfiðleikarnir hafa leikið lönd þeirra grárra.

Nógu erfitt er fyrir íbúalánaskuldara þessara landa að glíma við sín "gengistryggðu lán, þó þeir sleppi við þá erfiðleika sem vaxtaokrið veldur íslenskum skuldurum til viðbótar öðrum erfiðleikum sem þeir glíma við og er reyndar eitt mesta böl sem íslendinga hrjáir.


mbl.is Íbúðaverð hækkaði um 1,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Munurinn er sá að um 80% lána hér eru verðtryggð hér á landi en ekki í þeim löndum sem er verið að bera saman við okkur . Sú staðreynd hefur gert kreppuna enn verri hér fyrir heimilin en í öllum samanburðarlöndunum .Ekki  þekki ég til þess að fólk sé að taka gengistryggð lán í þessum löndum þar sem þau eiga það sameiginlegt að vera með traustari gjaldmiðil en krónuna , laus við verðtrygginguna og yfirleitt með lægri vexti . Síðan eiga samanburðarlöndin það sameiginlegt að þar eru fyrirtæki sem eru ógjaldfær gerð gjaldþrota , samanborið við gjafa afskriftirnar hér á landi til handa fyrirtækjum og kennitöluflökkurum .

Annars væri gaman að vita skoðun þína hvað varðar lífeyrisjóðina en óumdeilt er að heimilin í landinu eiga þá peninga sem eru í þeim sjóðum en heimilin eru jafnframt í fjárhagsvandræðum á sama tíma , væri ekki eðlilegt að heimilin gætu greitt upp sínar húsnæðiskuldir upp að ákveðnu marki með sínu eigin fé og að lögum um þessa sjóði yrði breitt í þessa átt ?

Valgarð (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 16:42

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Lánin erlendis eru flest óverðtryggð, en þar eru laun lækkuð í þeirri kreppu sem nú dynur yfir, t.d. í Grikklandi og á Spáni, enda hefur gífurlegur fjöldi fólks misst húsnæði sitt þar sem það hefur ekki getað greitt af lánunum. Þetta snýst allt um kaupmátt launanna, en ekki gjaldmiðilinn sjálfan, gengis- eða verðtryggingu.

Það væri auðvitað algerlega galið að nota lífeyrissjóðina til að greiða upp húsnæðisskuldir, enda er réttindaeign ungs fólks í sjóðunum afar lítil, því réttindin vaxa í réttu hlutfalli við þann árafjölda sem í sjóðina er greitt. Þrítugt fólk á ekki mikil réttindi í sjóðunum og sú upphæð sem það gæti fengið í sinn hlut dygði ekki fyrir háum skuldum.

Axel Jóhann Axelsson, 2.5.2012 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband