1.3.2012 | 19:44
Heimsendingarþjónusta Landsbankans
Tvennt er meira en lítið athugavert við fréttina af njósnum Gunnars Andersen um fjármál Guðlaugs Þórs Þórðarsonar.
Í fyrsta lagi að forstjóri Fjármálaeftirlitsins láti senda slíkar upplýsingar um einstaklinga heim til sín og í öðru lagi að fjármálastofnun skuli senda slíkar upplýsingar heim til fólks.
Hvort tveggja hlýtur að verða rannsakað ofan í kjölinn og reynist þessar upplýsingar réttar hljóta fleiri en Gunnar Andersen að verða látnir taka pokann sinn.
Þetta er ekki bara alvarlegt mál fyrir Guðlaug Þór, heldur verður Landsbankinn að gera hreint fyrir sínum dyrum og láta viðkomandi starfsmenn sæta ábyrgð á gjörðum sínum.
Er brugðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Guðlaugur Þór hefur mikið barist fyrir að endurreisn nýju bankanna og yfirtakan á sparissjóðunum verði rannsakað, en það eru hlutir sem mættu alveg skoða og ef það er í lagi með þá, þá það en hvað ef það er eitthvað í ólagi má þá ekki skoða það. Ég held að Gunnar Anderssen hafi ætlað að koma höggi á Guðlaug sem reyndist síðan vindhögg.
valli (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 20:09
Forvitnilegt verður að sjá hvert þetta leiðir, alla leið upp í Hæstarétt vonandi en það er varla nein tilviljun að Guðlaugur Þór er kominn í spilið með engilbjarta ásjónu. Það er einhver "áhugaverð" flétta bakvið þetta.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 20:13
Þetta er glæpamál. Ein spurning í viðbót, og ekki síst: Af hverju sækir sjálfur Skallargrímur að Andersen? Gæti verið um þverpólitíska mafíu að ræða? Af hverju ættu bæði Laugur og Skallagrímur að sameinast gegn Andersen? Almenningur getur ekki treyst NEINUM af þessum mönnum eins og staðan er í dag!
Hrúturinn (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 20:20
Hvernig svo sem í málinu liggur, þá er það meira en lítið einkennilegt. Ef einhver ástæða er til að rannsaka fjármál einstaklinga eða fyrirtækja, þá hljóta öll slík mál að eiga að fara eðlilega leið í rannsóknakerfinu. Að senda slíkar upplýsingar heim til forstjóra rannsóknarstofnana er meira en lítið einkennilegt og vægast sagt ótrúleg málsmeðferð.
Allt hlýtur og verður þetta að skýrast betur á næstu dögum.
Axel Jóhann Axelsson, 1.3.2012 kl. 20:25
Það ku vera svo að þegar mafían sendir manni fyrst dauðan kanarífugl og gerir honum svo steypuskó er venjan sú að ekkert finnst nema orðrómur. Nú er líkið fyrir hendi. Vandinn er sá að það talar enn!
Almenningur (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 20:33
Sammála Axel, algjörlega sammála þér. Þetta mál er allt með hinum mestu ólíkindum. Sé það rétt, að GA hafi beðið um að fá þessi gögn send heim, þá kann maðurinn minna fyrir sér í þessum málum en ætla mætti, nema eitthvað hafi verið í gangi sem hafi svipt hann dómgreind tímabundið.
Quinteiras (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 20:40
Þetta mál er stöðugt að gerast athyglisverðara, sérstaklega hvað varðar sjálfstæðismenn. Út frá þessu mætti halda að árásir á Gunnar hafi stafað beint frá sjálfstæðismönnum sem halda í taumana á stjórnarformönnum fjármálaeftirlitsins...
Nýjustu fréttir herma að Gunnar var í því að rannsaka Guðlaug Þór Þórðarson, og Guðlaugur segist koma af fjöllum um þetta mál :)
Hérna er stórt hneyksli í afhjúpun og augljóst að ekki er öllum kátt hjá sjálfstæðismönnum og frammsókn. Uppgjör í vændum spái ég - hvað annað gæti útskýrt þetta fars?
J.
Jonsi (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 20:55
eigum við að kalla þetta mál... Gunnargate eða Guðlaugurgate?... á eftir að koma í ljós.
Einsi.
Einsi (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 20:56
Jonsi,
Þú talar um hneyksli í afhjúpun... frá hvaða bæjardyrum? Sjálfstæðismenn, Guðlaugur Þór, hélt í taumana á stjórn FME ?? Holy s**t.
E.
Einsi (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 21:05
Það var ólykt af ráðningu Gunnars Þ. Andersen alveg frá fyrstu tíð. Aldrei átti að koma til mála að ráða nokkurn einasta mann sem hafði verið starfandi í einhverjum hrunbankanum, sér í lagi ekki ef hann var jafn hátt skrifaður og GÞA var í Landsbankanum á sínum tíma. Alveg sama hversu langt var síðan.
Magnús Óskar Ingvarsson, 1.3.2012 kl. 21:53
Æ, hefur Gunnar greyið ekki bara ætlað að gera eins og tíðkast hefur frá hruni; benda á Sjálfstæðisflokkinn og allir tapa sér og froðufella yfir því. Og allt annað gleymist og fyrirgefst. Það plott gekk ekki upp í þetta sinnið.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 22:36
Þetta er greinilega ný tegund þjónustu hjá Landsbankanum og vert að athuga hvort svona heimsendingar til núverandi og fyrrum embættismanna ríkisins hafi tíðkast í þessum banka og kannski öðrum fjármálastofnunum ?
Þetta mál verður undarlegra með hverjum deginum og hverri klukkustund á hverjum degi. Ég verð að segja að ég skil fyrrum lögmann Gunnars vel að hafa sagt sig frá störfum fyrir hann, þegar ljóst var í hvaða farveg málin voru komin í. Fróðlegt verður að sjá hver fyllir það skarð.
Jón Óskarsson, 3.3.2012 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.