22.2.2012 | 15:32
Fortíðardraugar vakna upp einn af öðrum
Undanfarnar vikur hafa ýmsir fortíðardraugar farið á kreik og engin leið að gera sér grein fyrir því hvers konar reimleikar munu skekja þjóðfélagið næst.
Nýjasti mórinn sem nú virðist vera að ganga aftur eru hátt í tuttugu ára gamlar bréfaskriftir Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem skilja má af fréttinni að nýlega hafi verið kærðar vegna kynferðislegra skýrskotana sem í þeim hafi verið.
Fréttin segir ekki margt um innihald þessara bréfa, en þó má telja öruggt að draugur þessi eigi eftir að láta mikið að sér kveða á næstunni.
Hver sá sem ekki á sér engilbjarta fortíð má fara að hugsa sinn gang og búa sig undir átök við sínar fortíðarvofur.
Fjallað um bréf Jóns Baldvins til unglingsstúlku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við skulum bara vona að þessi Þóra Tómasdóttir hafi svo flekklausan feril að enginn vekji upp draug úr hennar fortíð.
Hrúturinn (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 16:38
Kellingin á Vikunni fór á hausinn út af ósönnuðum dylgjum. Þóra ríður ekki feitum hesti frá þessu nærbuxnasniffi spái ég....
Nostradamus (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 17:55
Ítalska wikipedia virðist vita eitthvað: „ Nel 1995 , Hannibalsson è stato nominato cittadino onorario di Vilnius , insieme a Ronald Reagan . Nel 2003, Hannibalsson è stato inquisito per sottrazione di minore e traffico internazionale di minore. La figlia Aldis lo accusa di molestie. “
Heimild: http://it.wikipedia.org/wiki/J%C3%B3n_Baldvin_Hannibalsson
Baldur Fjölnisson, 22.2.2012 kl. 18:41
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/107428/
Baldur Fjölnisson, 22.2.2012 kl. 19:20
Konan er núna um þritugt og skv kæru sem lögð var fram til lögregluyfirvalda stóð þetta yfir um nokkurra ára skeið til 15 ára aldurs hennar.
Af vef Wikipedia:
"In 2003, Hannibalsson was prosecuted for child abduction and international child trafficking. The daughter Aldis accuses him of harassment".
S.S. (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 20:46
S.S., á reyndar ekki beint við um þetta mál.
Ég talaði við rétta manninn og fékk ágætis yfirlit á tíu mínútum. Jón Baldvin er náttúrlega besserwisser andskotans og kemur svo sem ekki á óvart að hann fái þetta fjölskyldumál framan í sig. Þetta er tímasprengja frá 90s sem hlaut að springa fyrr eða síðar.
Eins og venjulega á Íslandi vita margir hvernig málin eru en eru afar duglegir að þegja um þau.
Baldur Fjölnisson, 22.2.2012 kl. 21:27
Það eru mikið og margt i gangi i þessu landi af ymsum toga ...það er oft þannig þegar fólk hefur um fátt að hugsa nema það sem þvælisti eigin haus og bæta svo riflega við að úr verða skáldsögur ...svona Krimma sögur!! ..þvi margir vildu ARNALDUR vera !! ............. það er eiginlega komið nóg af GRÓU á LEITI og hún mætti min vegna fara koma ser úr landi ..og það virkileg langt i burtu !!!
rh (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 21:50
Er ekki upplagt að senda hana Gróu bara til Noregs til að fara að gramsa í fortíð þeirra sem þangað hafa flutt síðustu misserin. Örugglega eitthvað bitastætt þar að finna.
Viðar Friðgeirsson, 22.2.2012 kl. 23:14
Þetta er gamalt mál sem lengi hefur legið undir og margir hafa vitað af, sem leiðir hugann að hugtakinu yfirhylming. Það er nú ekki beint alveg nýtt fyrirbæri á Sikiley norðursins. Skv. heimildamanni mínum, sem ég tel mjög öruggan, þá kom það í veg fyrir að Jón Baldvin yrði í heiðurssæti Samfylkingarinnar í ákveðnum kosningum. En auðvitað mun mafían ekki láta rannsaka þá hlið málsins.
Baldur Fjölnisson, 22.2.2012 kl. 23:49
Á þetta erindi til okkar? Þetta kemur mér ekki við, hef engan áhuga á einhverjum bréfum sem Jón Baldvin krotaði fyrir mörgum árum, líklega fullur. Hefði meiri áhuga á frekari upplýsingum um brask Ástráðs Haraldssonar, mágs hans Karls Finnbogasonar og fjölskyldu. Þar var verið að braska með fé þjóðarinnar, sem fær að borga reikninginn. Græðgin hjá vissum hópum í höfuðborginni, þá ekki síst hjá fólki með pungapróf í lögfræði, var svo sannarlega epidemic.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.2.2012 kl. 09:59
Viðbrögð Jóns Baldvins í þessu máli eru nokkuð einkennileg. Fyrst hótar hann lögbanni á útgáfu blaðsins, en biðst svo afsökunar á bréfaskriftunum og segir að sér hafi orðið á mistök með þeim á sínum tíma eins og sjá má í þessari frétt: http://mbl.is/frettir/innlent/2012/02/23/jon_baldvin_bidst_afsokunar_a_brefi/
Kannski lærir Jón Baldvin svolitla hæversku af þessu öllu saman og verður ekki eins dómharður og kjaftfor vegna gerða annarra.
Axel Jóhann Axelsson, 23.2.2012 kl. 10:01
Jón Baldvin var kærður árið 2003. Málinu var vísað frá á þeim forsendum að stúlkan sem enn var undir lögaldri var í öðru landi vegna námsdvalar. Bréfin sem hann skrifaði til hennar misstu sem sagt saknæmi sitt með því að ferðast með flugpósti yfir hafið.
Hver var dómsmálaráðherra á þessum tíma?
http://is.wikipedia.org/wiki/Flokkur:D%C3%B3msm%C3%A1lar%C3%A1%C3%B0herrar_%C3%8Dslands
S.S. (IP-tala skráð) 23.2.2012 kl. 11:08
Ráðherrar hvorki reka mál fyrir dómstólum, né dæma í kærumálum. Hvers vegna skiptir þá máli hver var dómsmálaráðherra?
Axel Jóhann Axelsson, 23.2.2012 kl. 11:15
Siðblindan er algjör. Maðurinn er að bregðast trausti barnsins.
Í fyrsta lagi sem "mikils metinn" einstaklingur í okkar samfélagi, fyrrverandi ráðherra og sendiherra fyrir Ísland erlendis.
Í öðru lagi sem fullorðinn maður og fjölskyldumeðlimur í fjölskyldunni hennar. Börn eiga að geta treyst fullorðnu fólki fyrir velferð sinni, ekki síst þeim sem tilheyra fjölskyldunni.
Ef hann áliti sjálfan sig saklausan og bréfin þar sömuleiðis, þá hefði hann ekki verið að senda þau til hennar í grunnskólann, til að forðast að foreldrar hennar sæju þau.
S.S. (IP-tala skráð) 23.2.2012 kl. 11:19
Málið/kæran er þess eðlis:
1. þar sem stúlkan var undir lögaldri þegar þessi framkoma átti sér stað
2. og staða Jóns Baldvins var sú á þeim tíma sem sendiherra
að enginn þarf að efast um að ráðherrum bæði utanríkis og dómsmála væri gert viðvart um að slík kæra hefði borist á hendur einum af sendiherrum þjóðarinnar.
Annað væri í hæsta máta óeðlilegt.
S.S. (IP-tala skráð) 23.2.2012 kl. 13:38
Augljóslega vissu yfirvöld af kærunni, sendiherrar eru jú ekki almenningur:
http://www.ruv.is/frett/skrifad-a-brefsefni-sendiradsins
S.S. (IP-tala skráð) 23.2.2012 kl. 14:38
S.S., hvað ertu að gefa í skyn með tilvísunum þínum til ráðherra þessara tíma? Ertu að fullyrða að dómsmálaráðherrann hafi skipt sér af rannsókn málsins og niðurstöðu þeirrar rannsóknar? Ertu að gefa í skyn að ráðherrann hafi beitt sér fyrir því að málið hafi verið látið niður falla?
Vinsamlega talaðu skýrt um þessar aðdróttanir þínar. Það er gífurlegur ábyrgðarhluti að bera slíkt á ráðherra og ekki síður að gefa í skyn að rannsóknarlögreglan og dómstólar taki við skipunum ráðherra.
Axel Jóhann Axelsson, 23.2.2012 kl. 16:47
Það sem er kvimleitt, hættulegt og fasískt við þetta mál, er að japlað er á því að þetta sé "fjölskyldumál". Frjálst samfélag gengur út á að vernda einstaklinginn, rétt hans og mannhelgi fyrir stofnunum af hvaða tagi sem er, skiptir engu hvort það er sú smæsta; fjölskyldan (sem er einnig mesti kúgari einstaklingsins gengum aldirnar, eins og sést á mannréttindabrotum svo sem ærumorðum, sem voru tíð víða um heim, og oftast fórnarlömbin ungar stúlkur sem áttu að hafa skaðað "mannorð" sitt og annarra með að hafa látið menn "fífla" sig...en þessir "fjölskylduharmleikir" eiga sér stað á hverjum degi út um allan heim, og unga stúlkan borgar oftast fyrir með lífi sínu....eða sú stærsta, ríkið sjálft, en þekktasta misbeiting ríkisins gegn einstaklingum er þriðja ríkið. Einstaklingurinn er heilagur og réttur hans og hann stendur ofar öllum stofnunum, og aðeins fyrir hann hafi neinar stofnanir neitt gildi yfirhöfuð, og þegar þær skaða hann en hjálpa honum ekki teljast stofnanir réttlausar og verðlausar, hvort sem eru ríkisstjórnir sem skulu tafarlaust uppleystar, eins og sú sem við sáum í Þýskalandi, eða fjölskyldur sem skulu tafarlaust uppleystar og fangelsaðar, eins og þær sem fremja "heiðursmorð" á dætrum sínum til að varðveita "heiður" fjölskyldunnar.
Rand (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 09:50
Rand:
Ert þú að halda því fram að "öll fjölskyldan" sé sek í þessu máli? Hvaða lagaúrræði landsins leyfa að fjölskyldur séu leystar upp? Hvað koma manndráp þessu máli við?
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.