Styttist í tárvota yfirlýsingu Ólafs Ragnars

Frá því að Ólafur Ragnar hélt áramótaræðu sína hefur verið augljóst að hann muni bjóða sig fram til forseta í fimmta sinn, enda gaf hann sterklega til kynna í ræðunni að hann óskaði eftir formlegum áskorunum á sig til þess að slíkt myndi líta betur út á yfirborðinu, enda enginn forseti setið lengur á Bessastöðum en fjögur kjörtímabi
Samkvæmt óskum Ólafs Ragnars hófu vinir hans og samstarfsmenn að safna áskorunum á hann að bjóða sig fram enn og aftur og nú hafa safnast nálægt þrjátíuþúsund nöfn á listann og mun þessari söfnun ljúka um miðjan mánuðinn.

Þar með styttist óðum í að Ólafur Ragnar, grátklökkur af ást og elsku þjóðarinnar í sinn garð, muni gefa út yfirlýsingu um áframhaldandi setu á forsetastóli, enda ekki nokkur leið að hafna svo eindreginni ósk svo ástríkrar þjóðar á forseta sínum.

Helgislepjan og véfréttastíllinn mun vafalaust ná nýjum hæðum í þessu væntanlega ávarpi.


mbl.is Nálgast 30.000 undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Einhver nefndi Steinunni Ólínu. Fannst það fyndið, en er svolítið skotinn í hugmyndinni. Óli var ágætur undir lokin, en ég vona að hann skilji sinn vitjunartíma.

Villi Asgeirsson, 12.2.2012 kl. 20:08

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Er með vasaklútinn tilbúinn!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 12.2.2012 kl. 21:06

3 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Neeeeeeei...! Ekki Óla aftur... Í allra hamingju bænum... Ekki Óla...

Steinunn Ólína hún er fín það veður enginn yfir hana... Nema "kannski" Stebbi...?

Sævar Óli Helgason, 12.2.2012 kl. 23:34

4 identicon

Æi, er ekki nóg að greiða tvenn forsetalaun, af hverju þarf að greiða þrenn?

Ísland hefur bara ekkert efni á þessu eins og er.

Vona að Óli taki þessum áskorunum og bjóði sig fram.

Johann Kristinsson (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 03:33

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Blessaðir,hann Ólafur er ekkert áfjáður í að gegna stöðunni mikið lengur trúi ég. Hvaða ástæður aðrar, en að hlíða kalli þeirra sem skora á hann,hefur hann til að gegna því áfram. Ef hann er svona snortinn af hamingju yfir ákallinu frá þeim sem honum trysta,skyldi hann þá ekki vera jafn bugaður af niðurrifspistlum um hann. Ólafur er gáfaðri en svo að hann láti blekkjast og trúi að hann sé eilíflega átrúnaðargoð allra. Maður sem getur varla talað eða hreyft sig,án þess að eiga á hættu að stíga á óvinasprengju,kysi örugglega að njóta frelsis með fjölskyldu sinni og eiginkonu. Ég vildi gefa honum grið,skrifaði því fyrst núna í gær eða fyrradag á áskorendalistann. Við sem viljum ekki að þjóðin gangi í ESB.eigum fárra kosta völ,ekki eru þeir svo uppburðarmiklir Sjálfstæðismenn á þingi,þar fara Framsóknarmenn fremstir í flokki,eru aðdáunarverðir.

Helga Kristjánsdóttir, 13.2.2012 kl. 03:47

6 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Ég hef farið framá það við Ómar Ragnarsson að hann taki slaginn og bjóði sig fram til forseta...

Þó það verði ekki nema á meðan ný stjórnarskrá verði komið á... Ég hvorki treysti núverandi forseta né þingi til að fara að vilja þjóðarinnar í því máli, en treysti Ómari sem stjórnlagaþingsfulltrúa til þess að KLÁRA það mál og sameina þjóðina vegna þess...

Hvað sem svo gerist eftir það er þá hans að ákveða, þ.e hvort hann vilji sitja áfram í forsetastól eftir það...

 Og bið ég um ykkar stuðning við þá beðni mína til Ómars... Vinsamlegast látið í ykkur heyrast og hvetið Ómar Ragnarsson til þessa starfs...

Takk... 

Sævar Óli Helgason.

Sævar Óli Helgason, 13.2.2012 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband