Ríkisstjórnin ekki tekin alvarlega hjá ESB

Utanríkismálanefnd ESB þingsins mun vera að undirbúa áskorun á ríkisstjórn Íslands að taka upp sameiginlega innlimunarstefnu að ESB, enda væri hún varla viðræðuhæf eins sundruð og hún er í þessu efni.

Ríkisstjórnin og tilburðir hennar eru greinilega ekki hátt skrifuð af kommisörunum í Brussel og varla að undra.

Líklega er hlegið hátt og mikið á kaffistofum sambandsins þegar íslenska ríkisstjórnin berst þar í tal.


mbl.is Ríkisstjórnin móti sameiginlega ESB-stefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þvílíkt bull! Hangir þú mikið á "kaffistofum sambandsins"?

Páll (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 23:14

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég notaði einmitt orðið "líklega" vegna þess að ég hangi ekki með kommisörunum á kaffistofum ESB. Varla væru þeir að fara fram á samræmda stefnu íslensku ríkisstjórnarinnar í innlimunarmálunum nema þeim þyki sú sem þeir hafa séð vera bæði einkennileg og jafnvel stórfyndin.

Axel Jóhann Axelsson, 9.2.2012 kl. 12:41

3 identicon

Auðvitað finnst forsvarsmönnum sambandsins einkennilegt að stjórnarflokkar ríkis sem hefur komið sér saman um að sækja um aðild skuli ekki getað hunskast til að virða þá ákvörðun. Þó það nú væri! Auðvitað hvetja þeir Íslensk stjórnvöld til að halda sína sátt. Ég vona að ég sé ekki að segja þér neinar fréttir þegar ég segi að það er Ísland sem er að sækja um aðild að ESB. Ekki ESB að sækja um aðild að Íslandi eða "innlima" Ísland.

Páll (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband