Samfylkingin og Landsdómur

Samfylkingin er eitthvert mesta furðufyrirbæri íslenskra stjórnmála og hefur klaufaskapur, stjórnleysi og innanflokksátök verið aðalsmerki flokksins allt þetta kjörtímabil.

Hefur þetta komið fram í hverju málinu á eftir öðru og nægir að benda á Icesave, ráðherrakapla, skuldavanda heimilanna og Landsdómsmálið, rétt til að nefna nokkur mál af handahófi.

Ákæra á hendur ráðherra fyrir Landsdómi á ekki og getur ekki verið flokkspólitískt mál, heldur á það eingöngu að snúast um sannfæringu þingmanna, sem í þessu tilfelli eru ákærendur og saksóknarar, um líklega sekt viðkomandi ráðherra, enda er það mannréttindabrot að ákæra fólk sem engin sannfæring er fyrir að hafi framið refsiverðan verknað.

Samfylkingin og Vinstri grænir hafa hins vegar fallið á þessu einfalda prófi, að örfáum þingmönnum þessara flokka undanteknum, og snúið málinu gegn Geir H. Haarde upp í stórpólitískt stríð, ekki eingöngu gegn Sjálfstæðisflokknum heldur ekki síður þeim þingmönnum innan eigin raða, sem hafa viljað halda málfrelsinu og samvisku hvers og eins þingmanns í hávegum á Alþingi.

Vandræðagangur stjórnarflokkanna ríður ekki við einteyming, enda varla við öðru að búast hjá flokkum sem búa við jafn arfaslaka forystu og þessir tveir.


mbl.is Landsdómsmálið fleygur íhaldsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir góðan pistil Axel. Mér finnst þú hitta naglann þráðbeint á höfuðið í þessum skrifum.

Jón Magnússon, 28.1.2012 kl. 13:20

2 identicon

Hvernig á Samfylkingin að taka á skuldavanda heimilana?

Jonas kr (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 15:12

3 identicon

Samfylkingin hefur nú aldrei haft áhyggjur af skuldavanda heimilanna.

Og þá ekki heldur VG. Einhvern veginn leggst það í mig að fleiri en einn og tveir hafi fengið kúlulán, einhver sem reynir að þagga allt niður. Ekki bara íhaldið, heldur líka þeir sem berja sér á brjóst fyrir "þá sem minna mega sín". En það kemur seinna fram hvort landar mínir séu svo vitgrannir að kjósa þetta liið yfir sig aftur. Því miður trúi ég því.....

Jóhanna (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband