25.1.2012 | 19:38
"Glæsileg niðurstaða" fljótlega
Loksins geta ESBaðdáendur tekið gleði sína því Steingrímur J. ætlar að drífa í því að klára að ganga frá innlimunarskilmálum stórríkisins væntanlega, enda "nennir hann ekki að hanga yfir þessu lengur" frekar en að hann og senditík hans þegar hin "glæsilega niðurstaða" fékkst í fyrsta og langversta uppgjafaskilmála Breta, Hollendinga, ESB og AG vegna Icesave.
Þá sagði Steingrímur J. að enginn samningur lægi fyrir og ekkert væri hægt að segja til um hvenær hann myndi liggja fyrir, en mætti síðan til Alþingis þrem dögum síðar og krafðist þess að þingmenn samþykktu uppgjafaskilmálana óséða og það ekki seinna en strax.
Nú segir Steingrímur J. að ekkert sé hægt að segja um það hvenær ESB verði búið að semja innlimunarskilmála Íslands, en miðað við "fyrri störf" Steingríms og félaga við móttöku afarkosta erlendra ríkja, kæmi ekkert á óvart þó hann birtist á Alþingi í næstu viku með leyniplagg til samþykktar, óséð og til hraðafgreiðslu.
Steingrímur J. vill klára málið sem allra fyrst, enda mikill stuðningsmaður innlimunarinnar, þó hann viðurkenni það auðvitað aldrei sjálfur opinberlega.
Alvöruviðræður að hefjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ESB aðild og upptaka evrunnar losar fólkið í landinu við löglegt rán bankanna í skjóli "VERÐBÓTA" og stöðvar spillinguna sem um vefur sjávarútveginn. Hér á Spáni sem er nánast gjaldþrota á fólkið ennþá húsin sín, borgar enn 3,5% vexti af lánum sínum og kaupir íslensk lambalæri á 4,5 evrur kg? Lyf á þriðjungs verði benzín á hálfvirði.
Hvernig fyndist fólki að kaupa íbúð á 18 mill og borga 5 mill út og 60 þus á mánuði í 30 þus fixed á mánuði í 30 ár?
ESB fyrir Íslendinga
Ólafur Örn Jónsson, 25.1.2012 kl. 20:15
fyrirgefðu Axel 60 þús á mánuði fixed í 30ár
Ólafur Örn Jónsson, 25.1.2012 kl. 20:17
Er ekki fínt að klára ferlið sem fyrst og kjósa um samninginn?
JÁ og NEi sinnar ættu að vera sammála um það.
Eða eru NEI sinnar orðnir of hræddir við góðan samning?
Sleggjan og Hvellurinn, 25.1.2012 kl. 20:25
Ólafur, þetta er dálítið fegurri mynd af efnahagsástaninu á Spáni en kemur fram í yfir 20% atvinnuleysi, hruni fasteignamarkaðarins, lækkun lánshæfismats landsins og spænskra banka, yfirvofandi þörf á "björgunarpakka" frá ESB og AG, svo fátt eitt sé nefnt.
Ef bensín er á hálfvirði á Spáni, miðað við Ísland, þá hlýtur þar að vera eitthvert ódýrasta bensín á vesturlöndum, því á síðasta ári ók ég um Danmörku og Þýskaland og í báðum löndum kostaði bensínið fleiri krónur en það kostaði þá á Íslandi. Það segir auðvitað ekki alla söguna því mið verður að taka af kaupmætti launa, sem nú er talsvert lægri hérna heima en hann var fyrir nokkrum árum. Kaupmáttur Spánverja hefur a.m.k. til skamms tíma verið minni en Íslendinga, þannig að breytingarnar hljóta að hafa verið gífurlegar, miðað við hvernig þú lýsis ástandinu.
Axel Jóhann Axelsson, 25.1.2012 kl. 20:35
Ég er komin á þá skoðun,horfandi daglega á ósvífni aðildarsinna,að Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og þjóðhollir V.G. eru þeir einu sem geta bjargað þessu landi frá glötun. Smá flokkar mæna upp í Jóku og bjóða sig. Vonandi verða kosningar í vor.
Helga Kristjánsdóttir, 26.1.2012 kl. 00:09
ESB aðild og upptaka evrunnar losar fólkið í landinu við löglegt rán bankanna í skjóli "VERÐBÓTA" og stöðvar spillinguna sem um vefur sjávarútveginn.
Verðtrygging umfram uppgefið hámark á lánaskjölum er nú þegar bönnuð og hefur verið það síðan árið 2000. Nákvæmlega eins og gengistryggingin frá 2001.
Vandamálið er bara að eftir þessum lögum er ekki farið, nákvæmlega eins og í tilfelli gengistryggingar sem hefur ennþá ekki verið lagfærð rétt samkvæmt lögum.
Verðtrygging hefur verið bönnuð á Íslandi frá 2000, umfram það hámark sem fram kemur á lánaskjölum, eða ef það er ekki tilgreint þá að hámarki 150.000 krónur.
Hefur einhver séð slíkan lánasamning, eða sem sýnir hlutfallstölu kostnaðar? Ef ekki þá er um að ræða lánasamninga með ólögleg verðtryggingarákvæði.
Hvers vegna heldurðu að þetta hafi eitthvað með ESB-aðild og evruna að gera? Því fer fjarri að verðtrygging sé bönnuð í öllum evrulöndunum!
-- Sleggja/Hvellur Eða eru NEI sinnar orðnir of hræddir við góðan samning?
Alls ekki. Það er ekki samningurinn sem skiptir máli, því það verður ekki eftir honum farið hvort sem er, eins og dæmin sanna.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.1.2012 kl. 03:32
Við erum þá að tala um að Þýskaland, Svíþjóð, Finnland, Danmörk, Frakkland og svo framvegis séu ekki lengur til sem sjálfstæð ríki fyrst að þau hafa verið "Innlimuð í stórríkið" Er ekki að verða tími til að hætta svona bulli! Hætti þá Króatía um daginn að vera sjáfstætt ríki? Svona málflutningur er hugsandi mönnu til skammar!
Magnús Helgi Björgvinsson, 26.1.2012 kl. 12:52
Og bendi á að ég skoðaði um daginn ummæli manna t.d. eins og Ragnars Arnalds varðandi EFTA og EES og þetta var nákæmlega eins og hér að ofan er sagt.
Magnús Helgi Björgvinsson, 26.1.2012 kl. 12:53
Magnús, er ekki kominn tími til að áhangendur ESB fari að viðurkenna fullveldisafsalið sem fellst í innlimuninni í stórríkið væntanlega. Um hvað eru menn að ræða innan ESB þessa dagana, annað en enn frekari fullveldisyfirráð ESB yfir löndunum innan stórríkisins væntanlega, t.d. með því að gera þau nánast algerlega ófjárráða og flytja fjárlagagerðina alfarið til kommisaranna í Brussel.
Menn, sem þykjast geta hugsað, ættu að fara að ræða um ESB af raunsæi og vera ekki að bulla um málið endalaust.
Axel Jóhann Axelsson, 26.1.2012 kl. 18:39
Með því að ganga í ESB munum við deila fullveldinu með öðrum þjóðum.
Sleggjan og Hvellurinn, 27.1.2012 kl. 00:10
Í síðari heimsstyrjöldinni deildu margar þjóðir fullveldi sínu með Þjóðverjum. Engin þeirra var mjög ánægð með það og í flestum löndunum störfuðu neðanjarðarhreyfingar sem börðust fyrir því að endurheimta það fullveldi. Athugasemdin nr. 10 hér að framan er ein sú allra aumasta sem undirlægjur ESB láta frá sér fara til réttlætingar á afsali fullveldisins til Þjóðverja og Frakka.
Axel Jóhann Axelsson, 27.1.2012 kl. 00:33
http://en.wikipedia.org/wiki/Godwin%27s_law
Sleggjan og Hvellurinn, 27.1.2012 kl. 09:53
Með því að ganga í ESB munum við deila fullveldinu með öðrum þjóðum.
Er ég einn um að skilja í hversu mikla mótsögn slík fullyrðing felur í sér?
Fullveldi er óskipt vald til sjálfsákvörðunar, en sé því skipt niður og deilt með öðrum er ekki lengur um að ræða fullveldi.
Ekki frekar en það er um að ræða ísmola með hitastig yfir frostmarki. Það er ekki lengur ísmoli heldur vatn.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.1.2012 kl. 19:58
Skilgreindu fullveldi Guðmundur.
Sleggjan og Hvellurinn, 27.1.2012 kl. 22:47
og erum við fullvalda núna?
Tek Schengen og EES sem dæmi.
Sleggjan og Hvellurinn, 27.1.2012 kl. 22:47
Fullveldi þýði einfaldlega fullt vald. Ef þjóð framselur, eða "deilir" fullveldi sínu, þá hefur hún að sjálfsögðu ekki fullt vald á sínum málum lengur. Þetta er ekki flókið.
Axel Jóhann Axelsson, 27.1.2012 kl. 22:55
Ok þá er Ísland ekki fullvalda þjóð.
Við skuldbindum okkur t.d að fara eftir EES lögum.
Sleggjan og Hvellurinn, 27.1.2012 kl. 23:00
Á sínum tíma var talið að samningurinn um EES fæli ekki í sér fullveldisafsal. Síðan hefur reyndar ýmislegt breyst hjá ýmsum varðandi þá túlkun og ef sú afstaða verður endurskoðuð og komist að þeirri niðurstöðu að EESþátttakan feli í sér fullveldisafsal, þá ber að sjálfsögðu að segja þeim samningi upp umsvifalaust.
Axel Jóhann Axelsson, 27.1.2012 kl. 23:45
NATO, WTO,EFTA,SÞ... þetta eru allt samtök sem krefjast valdaafsal að einhverju leyti.
Eigum við að segja okkur úr þessu öllu svo við getum látið eins og hálvitar hérna.
Er það sem þú kallar fullveldi?
Sleggjan og Hvellurinn, 28.1.2012 kl. 02:48
Axel ég er ekki sérstakur talsmaður ESB eða Evrunnar ég segi bara frá kostunum við að sameinast til að stoppa eyðilegginguna og siðblinduna sem birtist allstaðar á okkar ágæta landi. Varðandi krónuna er ráðamönnum alls ekki treystandi til að stjórna gjaldmiðlinum né bönkunum að halda uppi eðlilegum lánaviðskiptum. Það er ekki bjóðandi fólki að hneppa menn í þrældóm bara af því það vill búa á Íslandi. VERÐBÆTUR ERU EKKERT ANNAÐ EN ÞRÆLDÓMUR LÁNTAKANDA!
Víst er hrikalegt að ungafólkið fái ekki í vinnu hvar í veröldinni sem er en ekki er ESB sem slíkt ábyrgt fyrir hruni bankanna. Ég efast um að Íslendingar i dag hefðu það verra innan ESB heldur en utan eða er hægt að hafa það verra á Íslandi en eftir þann fjárdrátt og einokun sem viðgengst á landinu í dag? Ungu fólki er ekki hleypt í undirstöðu atvinnu greinina þar sem búið er að úthluta "yfirstéttinni " einkarétt á veiðunum.
Ég er hræddur um að spillingin og græðgin sem upphófst 1993 reki okkur inní ESB til að geta eignast aftur mannsæmandi líf á landinu bláa.
Ólafur Örn Jónsson, 31.1.2012 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.