24.1.2012 | 19:24
Að greiða skuld eða skatt
Hagfræðistofnun Háskólans hefur komist að þeirri niðurstöðu eftir rannsókn á skuldamálum heimilanna, að svigrúm bankanna sem þeir höfðu eftir millifærslu lánanna úr gömlu bönkunum sé fullnýtt og því sé ekkert svigrúm til frekari niðurfellinga á húsnæðislánum.
Stofnunin finnur tillögum Hagsmunasamtaka heimilanna ýmislegt til foráttu, t.d. að þær gangi gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og verði farið að ráðum samtakanna muni a.m.k. tvöhundruðmilljónir króna lenda á skattgreiðendum, en þessi upphæð nemur hátt í 40% af árlegum útgjöldum ríkissjóðs.
Allir geta séð að ríkissjóður, eða réttara sagt skattgreiðendur, hvorki geta né eiga að taka á sig slíkar álögur og því hlýtur niðurstaðan að vera sú, að hver skuldari verði að leysa úr sínum málum í samvinnu við lánveitendur sína, en líklegt er að margur muni ekki ráða við afborganir lána sinna eftir sem áður.
Ef ríkissjóður ætti að koma frekar að þessum skuldamálum væri líklega eina ráðið að "sérstakar vaxtabætur" yrðu teknar upp fyrir þá skuldara sem tóku húsnæðislán á tímabilinu 2005- 2008 og yrðu þá látnar ganga beint inn á höfuðstól lánanna sem aukaafborgun.
Slíkt fyrirkomulag gæti gilt í tíu til fimmtán ár, enda er fjárfesting í húsnæði langtímafjárfesting og lánin í mörgum tilfellum til allt að fjörutíu ára.
Líklegt að ríkið myndi bera kostnað við niðurfellingu skulda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ástæða til að skila borge með þýfi hrægammasjóðanna? Vonandi er þrælsóttinn ekki svo hrikaalegur!
Almenningur (IP-tala skráð) 24.1.2012 kl. 20:41
þ.e.a.s. borga með...
Almenningur (IP-tala skráð) 24.1.2012 kl. 20:43
Skýrsla Hagfræðistofnunar er pólitískt pantað plagg með fyrirfram ákveðna niðurstöðu. Ríkisstórnin hafði tækifæri til að opna á þessi gögn, fyrirskipa aðgang HHÍ að rauntölum úr bankakerfinu svo þeir gætu átt auðveldara með að meta hvernig farið var með afslættina.Kíktu á okkar athugasemdir við drögin sem við fengum í síðustu viku og var gefinn sólarhringsfrestur til að koma með athugasemdir við.
http://ruv.is/frett/ekki-svigrum-til-frekari-afskrifta
Við bendum á það í okkar athugasemdum að í drögunum (og nú lokaskýrslu HHÍ) að engin tilraun er gerð til þess að rýna í það hvernig yfir 170 milljarða króna hagnaður þríburabankanna frá hruni er fenginn. Þar er hellings upphæð að sækja í leiðréttingu eins og Jóhannes Björn hefur bent á, með "windfall skatti" - það er því bull að þetta þurfi að lenda á ríkissjóði.
Þetta er því ekki spurning um skuld eða skatt, þetta er spurning um pólitískan vilja og forystu til að leiða til lykta réttlætið í þessu máli.
Andrea J.Ólafs. (IP-tala skráð) 24.1.2012 kl. 22:14
Stofnunin finnur tillögum Hagsmunasamtaka heimilanna ýmislegt til foráttu, t.d. að þær gangi gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar
Já finnst þér ekkert skjóta skökku við að meginniðurstaða í svokallaðri rannsókn hagfræðistofnunar, skuli byggja á lögfræðitúlkun hagfræðinganna?
Ertu búinn að finna hvar í skýrslunni þeir velta því svo fyrir sér hvort eignaupptaka frá heimilum standist stjórnarskrá? Nei, slík röksemd er hvergi viðruð.
Myndirðu líka taka mark á þeim ef þeir tækju upp á því að prófa að gutla við jarfræðina og myndu spá Kötlugosi og flóðbylgju í Vestmannaeyjum?
Það var aldrei og hvergi óskað eftir lögfræðiáliti, enda hefði þá verið fram á það við lagastofnun miklu frekar en hagfræðistofnun.
Umgengni skýrsluhöfunda við tölulegar upplýsingar er slík að stærðfræðingurinn í mér þarf að fara þrisvar í sturtu eftir að lesa þennan viðbjóð.
Ef ég ætti að gefa vinnubrögðum skýrsluhöfunda einkunn, þá væru það tvö stk. langatöng í loft upp, en fleiri eru þeir varla færir um að telja rétt.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.1.2012 kl. 05:35
Ekki sýnist mér að lagaleg rök hafi ráðið meginniðurstöðum Hagfræðistofnunar, þó hún bendi á einhverja lagalega annmarka í tillögunum. Það hlýtur að vera nokkuð langt seilst að rakka skýrsluna niður á þeim forsendum einum saman a.m.k. Reyndar vekur það spurningar um hvernig fræðasamfélagið og Háskóli Íslands er á vegi statt þegar því er haldið fram af slíku offorsi að allt sé handónýtt sem frá þessum aðilum kemur og minna en ekkert að marka rannsóknir þeirra og skýrslur.
Það er eitthvað meira en lítið bogið við annað hvort, þ.e. rannsóknirnar eða gagnrýnina.
Axel Jóhann Axelsson, 25.1.2012 kl. 07:52
Axel, ég á að baki rúmlega 2ja ára háskólanám í tölvunarfræði þar sem lykilatriði er að öll reikningsdæmi gangi upp. (Þannig er það víst ekki í Hagfræðinni!) Af þessum sökum kann ég flestar brellur sem til eru við að fikta í tölum og reikniformúlum þannig út komi það sem maður vill. (t.d. Goal Seek.) Í skýrslu Hagfræðistofnunar eru ákveðnar forsendur sem endurspegla engan veruleika, en ráða samt miklu um útkomuna. Með því að meta þessar forsendur nær veruleikanum fæst allt önnur niðurstaða.
Í háskólanámi lærði ég líka nokkuð sem kallast akademískar kröfur um vinnubrögð. Ef ég væri kennari (sem ég hef stundum tekið að mér í aukaverkum fyrir samnemendur og vini við ágætan orðstír) þá gæfi ég vinnubrögðum skýrsluhöfunda falleinkun. Þetta er áhyggjuefni því aðalhöfundur skýrslunnar og ábyrgðarmaður þessarar vinnu er forstöðumaður sérfræðistofnunar sem heyrir undir æðstu menntastofnun landsins og fæst við hagfræði sem er á þessum hagfræðilega erfiðu tímum veigamikill örlagavaldur fyrir land og þjóð. Ef svona vinnubrögð eru einkennandi á þessu "háa stigi" á þessu mikilvæga sviði, þá veldur það mér talsverðum áhyggjum í þessu ástandi.
Það er því ekki að neinni léttúð sem ég set mína gagnrýni fram. Ég hvet fólk eindregið til að skoða athugasemdir hagsmunasamtakanna og mynda sér sjálfstæða skoðun.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.1.2012 kl. 16:13
Engin stofnun getur setið þegjandi undir eins harkalegri gagnrýni og Hagfræðistofnun hefur orðið fyrir vegna þessarar skýrslu. Svör hennar og vörn hljóta að koma fram fljótlega.
Axel Jóhann Axelsson, 25.1.2012 kl. 16:27
Að sjálfsögðu er þeim frjálst að svara fyrir sig. Það verður athyglisvert að sjá hvort þeir gera það og hvernig.
Í millitíðinni ítreka ég hvatningu mína um að fólk lesi þessa skýrslu, sem og athugasemdir HH, til að sannfærast um þann heilaþvott sem reynt er að framkvæma.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.1.2012 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.