21.1.2012 | 02:27
Skömm Þórs Saari mun lengi lifa
Þór Saari eys svívirðingum í allar áttir um þá þingmenn sem greiddu atkvæði gegn tillögu pólitískra ofstækisseggja á Alþingi um frávísun á þingsályktunartillögu Bjarna Benediktssonar um niðurfellingu Landsdómsákærunnar á hendur Geir H. Haarde.
Þór nafngreinir nokkra þingmenn sérstaklega og segir að skömm þeirra muni lifa um aldur og ævi vegna þess að þeir greiddu atkvæði samkvæmt samvisku sinni og vildu ekki setja það fordæmi að tillögum væri vísað frá eingöngu til að losna við óþægilegar umræður á Alþingi.
Ekki er ljóst hvort þessir umræddu þingmenn, sem Þór Saari leyfir sér að atyrða á þennan hátt, munu greiða tillögu Bjarna atkvæði sitt þegar þar að kemur, en þeir hafa það þó fram yfir Þór Saari að virða tillögufrelsi einstakra þingmanna og rétt þeirra til að fá mál sín rædd og afgreidd efnislega á þinginu eftir rökræður og vandlega yfirferð í þingnefnd.
Þór Saari vildi hefta bæði tillögu- og málfrelsi þingmanna með málflutningi sínum á þinginu við afgreiðslu þessa máls og mun skömm hans fyrir þá afstöðu og framkomu við umræðuna lengi lifa í huga þeirra er með því fylgdust.
Hafi þau skömm fyrir um aldur og ævi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:16 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 1146435
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já ég held að hann hafi þarna orðið sér til skammar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2012 kl. 02:48
Vissi ekki til þess að Björn Bjarnason hefði lagt þetta til.
Ólafur Guðbjartsson (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 10:10
Þú mættir nú gjarnan fara rétt með Axel Jóhann. Eins og ég segir í færslunni þá . . ."skiptu þau umskoðun án málefnalegrar ástæðu og afstaða þeirra er partur að pólitískum sóðaskap." Það veit hver maður sem hlustaði á málflutning þeirra. Afstaða þeirra er partur af hefndaraðgerð þeirra gegn forystu VG og Samfylkingar (sem í sjálfu sé á ekkert hrós skilið) en þetta þingmál var ekki góður staður til hefnda, og í raun versti staðurinn ef eitthvað er. Með þessu hafa þau komið í veg fyrir að nokkur stjórnmálamaður verði látinn axla ábyrgð á Hruninu. Hver afstaða þeirra verður í framtíðinni varðandi málið er líka skýrt. Málið er að það verður sennnilega engin framtið með málið því það (þ.e. saksóknin) er búið að vera.
Þór Saari (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 15:19
Að mínu mati er þetta ekki rétt hjá þér Þór Saari. Þarna var einungis fellt frávísunartillaga við frávísunartillögu. Þannig að máli fær allavega aðra umræðu á þinginu. Það er enginn kominn til að segja að frávísunartillaga Bjarna verði samþykkt, það er bara allt annað mál. Ég er sorgmædd og hugsi yfir þessari afstöðu Hreyfingarinnar, að reyna að koma í veg fyrir umræðu um þetta mjög svo umdeilda mál. Þarna hafið þið hrapað að ályktunum að mínu mati.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2012 kl. 15:49
Það hlýtur að vera álitamál hversu oft Alþingi tekur sama málið til umfjöllunar eftir að það hefur fengið þinglega meðferð og afgreiðslu. Það er heldur ekkert einboðið að málið sé tækt til endurupptöku og vísa má þar til álits tveggja látinna risa í stjórnmálum og lögspeki auk þess sem verjandi Geirs hefur lýst sinni skoðun á sama veg.
Sú skoðun í dómsmáli er ekki ævinlega rétt sem hentar okkar pólitísku trúarbrögðum.
Landsdómur á nefnilega enga sögu.
Árni Gunnarsson, 21.1.2012 kl. 17:16
Þór, það var þessi texti þinn sem ég var að leggja út af: „Atli Gíslason, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Jón Bjarnason, Lilja Mósesdóttir og Ögmundur Jónasson bera nú ábyrgð á því að Hrunið verður ekki gert upp. Hafi þau skömm fyrir um aldur og ævi.“
Eins og Ásthildur segir er ekki útséð um hvernig tillögu Bjarna mun reiða af í atkæðagreiðslu í þinginu og það verður að teljast nánast ofbeldi að ætla sér að meina þingmönnum að flytja tillögur, fá þær ræddar og afgreiddar eftir MÁLEFNALEGA umræðu.
Afstaða þeirra tuttuguogníu þingmanna sem vildu beita ofbeldi á Alþingi er þeim til lítils sóma.
Axel Jóhann Axelsson, 21.1.2012 kl. 18:11
Ásthildur Cesil og Axel Jóhann segja allt sem segja þarf um Þór Saari og hans skrifuðu umæli sem eru eftir hann á internetinu.
þetta var atkvæðagreiðsla um frávísunartillögu á máli sem Bjarni Benediktsson lagði fram. og voru lögfróðir menn fengnit til að gefa álit sitt á hvort tillaga hans væri þingtæk. og tillagan stóðst skoðun.
það er nú svo um margan vinnustaðinn, að þar þarf að vinna ýmis störf hvort sem fólkinu sem þar vinna þikir gott aða vont. og eiginlega sama hver skoðun þeirra er. þetta verk varða ð vinna og atkvæðisgreiðslan var partur af okkar lýðræði. og henni lauk með því að þingmálið sem Bjarni b lagði fram, fær þinglega meðferð.
Er það ekki lýðræði Þór Saari?
Hvað varðar skammaryrði þín um vissa þingmenn, ert það þú sem situr uppi með skömmina en ekki þeir.
Árni, hvað varðar látna menn þá ætti ekki að draga þá inní nútímann og það sem hefur gerst síðan þeir létust. Það veit enginn hað þeim mundi finnast um stjórn Íslands eftir að þeir gáfu upp andann. Og lélegt að þurfa að blanda látnum mönnum í þessar umræður.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 19:25
Það er ekki annað hægt en að vera sammála Axel, Ásthildi og Sigrúnu hér. Því miður virðist mér sem Þór Saari hafi hér hlaupið á sig og haft uppi árhíningarorð sem hitta hann sjáfan fyrir. Það þykir mér miður því hann hefur oft átt góða spretti.
Árni, þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem alþingi tekur sama mál til umfjöllunar. Það er því miður alls ekki óalgengt að alþingi þurfi að taka mál upp aftur vegna mistaka í fyrri afgreiðslu. Þeta hefur gerst oftar en einu sinni og oftar en tvisvar við lagasetningar. Þessi vinnubrögð sem tíðkast á þessum vinnustað eru ekki til fyrirmyndar
Landfari, 21.1.2012 kl. 23:51
Sæll.
Þór Saari meinar sjálfsagt vel en með orðum sínum um gera þurfi hrunið upp undirstrikar maðurinn hve lítinn skilining hann hefur á hruninu og orsökum þess. Átti Geir eða einhver í hans ríkisstjórn að skipta sér að rekstri bankanna? Mega stjórnmálamenn skipta sér að rekstri einkafyrirtækja? Er það hlutverk stjórnmálamanna að bjarga illa reknum einkafyrirtækjum frá stjórnendum og eigendum sínum? Ef stjórnmálamenn mega skipta sér að rekstri einkafyrirtækja hvers vegna er núverandi ríkisstjórn ekki að láta bankana hjálpa fólkinu í landinu?
Nauðsynlegt er að gera upp hrunið en það er hlutverk dómstóla og sérstaks saksóknara að gera það. Að mínu mati er Geir H. lélegur stjórnmálamaður en hann olli hruninu ekki og gat ekki komið í veg fyrir það. Er fólk annars búið að gleyma því að hrun varð líka annars staðar í heiminum? Er það hrun íslenskum stjórnmálamönnum að kenna? Hvað með þátt FME? Hvað með þátt SÍ? Hvað með þátt löggiltra endurskoðenda? Eiga endurskoðendur algerlega að sleppa? Er ekki eitthvað bogið við ársreikninga fyrirtækis sem fer bara allt í einu á hausinn? Finnst hæstvirtum þingmanni Þór S. þetta ekki skipta máli?
Þór Saari ætti að spyrja sjálfan sig að því hvaðan peningarnir komu sem hér voru lánaðir um alla koppa og grundir. Þeir komu að verulegu leyti erlendis frá, frá erlendum bönkum. En hvaðan fengu erlendu bankarnir sitt fé? Slóðin endar á einum stað. Gaman væri að vita hvort hæstvirtur þingmaður Þór S. veit það? Orsaka hrunins er að leita á öðrum stöðum en hann grunar.
Annars skilst mér að umræðan hérlendis um að hrunið sé einstökum stjórnmálamönnum eða flokkum að kenna sé einsdæmi í heiminum. Leiðrétti mig einhver ef ég fer með fleypur.
Helgi (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.