Seldi sálina og sannfæringuna fyrir ráðherrastól

Steingrímur J. heldur áfram að gráta krókódílatárum yfir innlimunarferlinu í væntanlegt stórríki Evrópu og þykist ennþá vera á móti því að landið verði innlimað í það sem áhrifalaus útnárahreppur, en til að hanga á ráðherrastólnum sínum, neyðist hann til að dansa þann Hrunadans með Samfylkingunni.

Í viðtali við Bændablaðið áréttar Steingrímur þetta, t.d. með þessari setningu:  "Ég reiknaði ekki með því að þetta yrði svona hart sótt en það var einfaldlega niðurstaðan að grundvöllurinn fyrir því að af þessari ríkisstjórn gæti orðið var einhvers konar lending í þessu máli á þeim nótum sem varð."

Þetta getur ekki heitið neitt annað en sala á sálu sinni og sannfæringu.  Nema Steingrímur J. segi allt annað en hann meinar um þetta mál, eins og svo mörg önnur. 


mbl.is Ekki skynsamlegt að draga umsókn til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...sala á sálu sinni.....rangt, Axel Jóhann. Þetta er rétt hjá Steingrími, það varð að gera marga og stóra kompromissa, til að koma í veg fyrir valdatöku Hrunflokkanna. 90% þjóðarinnar vill ekki spillingaröfl sjallanna + hækjunnar aftur í valdastóla. "No way".

En að mínu mati er hin inngróna spilling fyrrnefndra flokka ekki það versta, heldur þeirra hrikalegi "incompetence", eða vanhæfni. Til lengri tíma litið er það einkum það sem gerir Hrunflokkana óhæfa með öllu. Mannskapurinn er ónýtur.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 11:54

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Haukur, stór hluti þjóðarinnar er algerlega ósammála þér, enda mælist Sjálfstæðisflokkurinn stærstur stjórnmálaflokka og sístækkandi í hverri skoðanakönnunninni á fætur annarri.

Ekki er verkalýðshreyfingin heldur eins ánægð með núverandi ríkisstjórn og þú virðist vera. Reyndar eru afar fáir ánægðir með hana.

Axel Jóhann Axelsson, 19.1.2012 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband