11.1.2012 | 15:26
Pólitísk réttarhöld eru Alþingi til skammar
Vegna þess að Bjarni Benediktsson hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að hætt skuli við hin pólitísku hefndarréttarhöld gegn Geir H. Haarde, ætlar Hreyfingin að leggja fram gagntillögu um að pólitíska ofstækið skuli útvíkkað og ákærur einnig lagðar fram gegn þeim þrem ráðherrum sem Alþingi ákvað á sínum tíma að sleppa við slíkar ofsóknir.
Pólitíska ofstækið og hefndaræðið gagnvart anstæðingum í stjórnmálum verður síst minni við að fjölga þeim aðilum sem ofsóttir verða með pólitískum sýndarréttarhöldum og afar kjánalegt að halda því fram að með því gefist umræddu fólki kærkomið tækifæri "til að hreinsa nafn sitt", eins og sumir bullustrokkar Samfylkingar og Vinstri grænna hafa látið eftir sér hafa.
Varla eru nokkrar líkur á því að Geir H. Haarde, eða aðrir ráðherrar yrðu sakfelldir fyrir eitt eða neitt fyrir Landsdómi og því ætti ákærandinn í málinu, þ.e. Alþingi sjálft, að fella málið niður og biðja viðkomandi afsökunar á bráðræði sínu og dómgreindarleysi við afgreiðslu málsins.
Það nær ekki nokkurri átt að stefna fólki fyrir dómstóla "af því bara" eða vegna þess að viðkomandi hafi öðruvísi stjórnmálaskoðanir en þingmeirihluti hverju sinni.
Slíkt er Alþingi til minnkunnar, en ekki þeim ofsótta.
Kosið verði um alla ráðherrana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hið eina rétta er að draga alla ráðherra fv. ríkisstjórnar fyrir Landsdóm, menn verða að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Segjum nú sem svo að tillaga sjálfstæðismanna verði samþykkt, hvaða skilaboð er verið að senda til samfélagsins? Að við séum ekki ábyrg gjörða okkar, hvorki í leik né starfi? Þau endalok yrðu landi og þjóð og háborinnar skammar.
Þórður (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 15:52
Þú skalt lesa lög um ráðherraábyrgð eftir Bjarna Ben eldri og Ólaf Jóhannesson áður en ferð að verja menn, sem komu heilli þjóð á vonarvöl.
Allir eiga að bera ábyrgð á gerðum sínum ekki síst þeir, sem fara með mest völd.
65 gr stjórnarskrár Íslenska lyðveldisins seigir orðrétt :allir eru jafnir fyrir lögum.
hafsteinn sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 18:00
Mig langar til að taka undir með þér Axel. Það er eina vitið hjá alþingi að draga til baka þessa ákæru. Þeir mættu meira að segja lofa því að gera svona feilspark aldrei aftur.
Ekki væri það björgulegt ef farið yrði að draga pólitíska andstæðinga fyrir rétt, eftir að nýjir valdhafar með aðrar pólitískar skoðanir væru komnir með meirihluta.
Slíkt myndi einungis kalla á meiri pólitíska óöld hér á landi. Við verðum að fara að koma okkur upp úr þessu endalausa vinnulagi, þar sem einungis er þrefað, í stað þess að vinna sig saman að farsælli niðurstöðu.
VG sem nú ræður ferðinni hefur það sér reyndar til málsbóta, að hafa ekki áður komist að stjórnartaumunum. Flokkurinn þarf því að sýna svo um munar fyrir hvað hann stendur.
Við skulum svo vona að fólk kunni að meta hreinskilni VG og veiti þeim þann trúnað og traust sem þeir hafa unnið til.
Er það ekki sanngjörn lausn á þessu stríðinu endalausa?
Sigurður Herlufsen (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 18:02
Hafsteinn, ákæran snýst ekkert um að Geir H. Haarde hafi komið heilli þjóð á vonarvöl. Hún snýst að mestu um tittlingaskít, enda búið að vísa veigamiklum ákæruatriðum frá dómi. Ef banka- og útrásarhrunið er ríkisstjórninni að kenna, ber hún þá líka ábyrgð á bankahruninu vestan hafs og austan og efnahagskreppunni sem herjar á veröldina núna?
Axel Jóhann Axelsson, 11.1.2012 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.