Bókhaldsóreiða hjá Framsókn?

Ríkisendurskoðandi hefur farið fram á að ríkisstyrk til Framsóknarflokksins, að upphæð sextíumilljónum króna, verði haldið eftir og hann ekki afhentur flokknum fyrr en hann skilar ársreikningi fyrir árið 2010, en frestur til þess rann út fyrir rúmum þrem mánuðum.

Það verður að teljast nokkuð hart, að flokkar sem taka þátt í því að setja lög á Alþingi um allt milli himins og jarðar og setja borgurunum hinar og þessar skorður á ýmsum sviðum og leggur á þá skyldur á öðrum skuli ekki fara að lögum sjálfir.

Alþingi setur lög um bókhald og ársuppgjör og setur fólki og fyrirtækjum fresti til að skila slíkum gögnum til viðkomandi yfirvalda að viðlögðum hörðum viðurlögum og sektum verði misbrestur á slíku, t.d. hörðum refsingum við að skila ekki ársreikningum og framtölum til skattayfirvalda, að ekki sé minnst á þær gríðarlegu álögur sem lagðar eru á rekstraraðila sem ekki skila staðgreiðsluskatti eða virðisaukaskatti á réttum tíma.

Það getur varla talist mikil kröfuharka að ætlast til þess að þeir sem setja öðrum lög og reyndar lög um sjálfa sig líka, fari eftir þeim lögum sem um þá sjálfa gilda og þá jafnt um bókhald, ársreikningaskil sem annað.

Varla liggur skýringin á þessum drætti í bókhaldsóreiðu flokksins. Eða hvað?


mbl.is Fá ekki styrk fyrr en uppgjöri er skilað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dexter Morgan

Hehe, er ekki flest í óreiðu hjá Framsókn, það sýnist mér nú.

Þessum fjármunum væri miklu betur komið hjá öryrkjum þessa lands. Þeir myndu þá eflaust snúa frá þeirri ósvinnu að taka eigið líf, frekar en að skrympta á þeim kjörum sem þeim er boðið upp á í þessu Norræna HELferðarlandi.

Dexter Morgan, 5.1.2012 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband