Satt og logið, sitt er hvað

Athyglisvert er að allir helstu leiðtogar og sérfræðingar austan hafs og vestan tala opinskátt um evru- og skuldakreppuna og leyna engu um þá erfiðleika sem framundan eru til næstu ára við lausn þeirra erfiðleika.

Þetta á við um alla, sem um vandann ræða, aðra en íslenska Samfylkingingarmenn og þá fáu sem fylgja þeim í tilraunum þeirra til þess að innlima Ísland sem útnárahrepp í væntanlegt stórríki ESB.

Það er mikið hagsmunamál fyrir Íslendinga að vel takist til við úrlausn vandamálanna í Evrópu, sem er helsta markaðssvæði íslenskra útflutningsafurða, þannig að kreppan í nálægum löndum mun fyrr eða síðar koma niður á lífskjörum hér á landi og þar með auka á þá erfiðleika sem við er að etja. Með núverandi ríkisstjórn mega Íslendingar ekki við miklum áföllum þar til viðbótar.

Vegna þess vanda sem við er að glíma í nágrannalöndunum er nauðsynlegt að Íslendingar ræði málin af hreinskilni og að ríkisstjórnin fari að ræða í fullri alvöru um tilganginn með því að halda innlimunaráætluninni til streitu.


mbl.is Segir Evrópu á barmi kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki aðal tilgangur Samfylkingar að skipta á auðævum Íslands fyrir stóla handa sér og sínum í Brussel ?

Það er það eina sem þetta pakk hugsar um.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 4.1.2012 kl. 14:17

2 Smámynd: Páll Blöndal

Birgir, er þetta ekki svolítið langsótt hjá þér.
Ef menn væru svona áfjáðir í stóla og embætti innan ESB eða á áhrifasvæði þess, þá eru margar miklu styttri leiðir til þess arna.
Innlend eða erlend einkavinavæðing hefur aldrei vafist neitt fyrir stjórnmálaflokkum/mönnum.

Páll Blöndal, 4.1.2012 kl. 14:56

3 Smámynd: Elle_

Ég er sammála Birgi og ekkert langsótt: Það er það eina sem þetta pakk hugsar um.

Elle_, 4.1.2012 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband