Læknar á heimsmælikvarða

Tölvustýrt staðsetningartæki var í dag tekið í notkun á Heila- og taugaskurðlækningadeild Landsspítalans í Fossvogi og var það gjöf frá Arion banka, en slíkt tæki kostar um tuttuguogfimmmilljónir króna.

Fréttin vekur ýmsar hugrenningar um heilbrigðismálin í landinu, en stór hluti hátækninnar á sjúkrahúsunum hefur verið fjármögnuð með gjöfum frá einstaklingum, fyrirtækjum og félagasamtökum, en nánast allt sem ríkið hefur sjálft átt að fjármagna hefur yfirleitt setið á hakanum og nægir þar að benda á viðhald þess húsnæðis sem Landsspítalinn rekur starfsemi sína í vítt og breitt um borgina.

Starfsfólk heilbrigðiskerfisins er hins vegar fyrsta flokks og vinnur sína vinnu vel og samviskusamlega, þrátt fyrir sífelldan niðurskurð og "hagræðingu" í mannahaldi. Hér er hægt að fullyrða að starfsfólk Heila- og taugaskursdeildar Landspítalans er algerlega á heimsmælikvarða og þá ekki síst læknarnir, sem margir hverjir eru meðal þeirra allra bestu á sínu sviði í veröldinni.

Í slíka sérfræðinga verður að halda með öllum ráðum og niðurskurður og "sparnaður" í kerfinu má alls ekki verða til þess að flæma þessa þekkingu, getu og færni úr landi og til þeirra landa sem kunna að meta þetta fólk.


mbl.is Bylting í heilaskurðlækningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: K.H.S.

Hverju orði sannara það sem þú segir hér. Það er tildæmis alveg með ólíkindum að ekki skuli hægt að nota tugmiljóna lækningatæki vegna þess að deildin lokar klukkan fjögur. Ekki hægt vegna svokallaðs sparnaðar að manna tæki allann sólarhringinn til að greina á milli hvaða bráðaaðgerð er sjúklingnum nauðsynleg. Það er enginn sparnaður í því að gera fólk að öryrkjum að nauðsynjalausu.

Þessi sparnaður á sjúkrahúsunum landið um kring er kominn útí algjöra vitleysu og á eftir að verða samfélaginu dýrkeyptur.

K.H.S., 28.12.2011 kl. 08:52

2 identicon

Sagt var í útvarpi að Arionbanki hafi gefið 5 miljónir uppítækið.  Hver greiddi rest?

Af hverju er Arionbanki settur hér sem eini gefandinn.

Emma Holm (IP-tala skráð) 28.12.2011 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband