Mannleg niðurlæging eins og hún gerist verst

Innbrot og þjófnaðir eru hvimleiðar gerðir og ekki síður skaðlegar og kostnaðarsamar fyrir þá sem fyrir þeim verða.

Slíkir glæpir eru oft framdir af fíklum sem leita verðmæta til að fjármagna neysluna, en upp á síðkastið hafa skipulagðir glæpir verið að skjóta æ fastari rótum í þjóðfélaginu, eins og sjá má af raðinnbrotum í íbúðir, fyrirtæki og verslanir, að ekki sé talað um einstaka þrautskipulögð innbrot í skartgripaverslanir og fleiri staði, þar sem mikil verðmæti er að finna.

Innbrotið í höfuðstöðvar Heimilishjálparinnar í Reykjanesbæ ber allan svip af því að fíkill hafi verið þar á ferð, enda litlu stolið öðru en tölvu sem allta finnast kaupendur að og reyndar virðast einhverjir óprúttnir aðilar hreinlega gera pantanir til fíklanna um ákveðna hluti, sem auðvelt er að koma í verð.

Einnig beinir þetta innbrot athyglinni að því, enn einu sinni, hve kæruleysi um afritun tölvugagna virðist vera algengt í þjóðfélaginu, því oftar en ekki er mesta tjónið við tölvustuld hvarf gagnanna sem í henni eru geymd og engin afrit eru til af.

Eins algengir og tölvuþjófnaðir eru orðnir er kæruleysið með afritatökur þeim mun furðulegra.


mbl.is Vonast eftir tölvugögnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sammála þér Axel en það sem mér fannst vera aðal fréttaefnið kom þó ekki fram. Kannski af tillitssemi við þá sjálfboðaliða sem reka fjölskylduhjálpina í Reykjanesbæ.  Í fyrsta lagi,  Höfðu þau leyfi til að safna þessum upplýsingum um skjólstæðinga sína og ef svo var, gilda þá ekki sérstakar reglur um geymslu þessara upplýsinga? til dæmis að dulkóða þær þannig að óviðkomandi geti ekki misnotað þær.  Í öðru lagi þá spyr ég, Hvers vegna í ósköpunum sat þetta fólk á jólagjöfum frá fyrirtækjum sem ætlað var til þurfandi skjólstæðinga og barna þeirra!!  Jólin eru bara þessa ákveðnu daga og gefendurnir, t.d.  66 Norður , hafa örugglega ætlast til að þessum gjöfum yrði úthlutað FYRIR JÓL!

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.12.2011 kl. 14:43

2 Smámynd: Jón Óskarsson

Jafn sorglegt og það er að svona hjálparstofnanir lendi í óprúttnum einstaklingum sem leggjast svo lágt að brjótast inn hjá þeim sem eru að hjálpa þeim sem minnst mega sín þá er kæruleysið hjá viðkomandi forsvarsmönnum algjörlega ófyrirgefanlegt og ólíðandi.

Það er ólíðandi að geyma persónulegar upplýsingar um skjólstæðinga sína á jafn óvörðum miðlum og það að varðveita þá á viðkomandi tölvu.  Mjög eðlilegt er að svona stofnanir hýsi sín gögn í kerfisleigu og á annan slíkan velvarðveittan máta.   Það tryggir tvennt.  Annars vegar að óviðkomandi komist ekki gögnin nema að hafa til þess viðeigandi aðgangsorð og leyniorð, en hins vegar varðveitir það gögnin á öruggan máta hvað sem um tölvuna sjálfa kann að verða síðar.

Tek líka undir með Jóhannesi að það var svolítið sérstakt að ennþá væru eftir 66°N gallar um jólin, en kannski stóð til að úthluta þeim milli jóla og nýárs.   Það er ekkert minni neyð á öðrum tímum árs.

Jón Óskarsson, 26.12.2011 kl. 17:13

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég var einmitt að hugsa það sama og þið, bæði með þessa óvörðu geymslu upplýsinganna og að ekki skyldi vera búið að úthluta því sem ætlað var til jólagjafa. Sjálfsagt er skýring á því hvers vegna hluta "jólagjafanna" hafi átt að úthluta eftir áramót, en geymsla viðkvæmra persónuupplýsinga á einni tölvu, sem skilin er eftir á kvöldin á staðnum, ekki til afrit af þeim og að þau skuli jafnvel óvarin fyrir hverjum sem kemst í tölvuna er algerlega óásættanlegt.

Sjálfsagt ræður bæði fjárskortur og kunnáttuleysi þessu, a.m.k. verður að reikna með því að það sé frekar af þekkingarskorti en kæruleysi að þessu sé svona farið með gagnageymsluna.

Axel Jóhann Axelsson, 26.12.2011 kl. 21:43

4 identicon

Það stendur ekkert um að persónuupplýsingar hafi verið í tölvunni sem var stolið, einungis að um væri að ræða gögn sem væru mikilvæg fyrir starfsemina. (þó auðvitað möguleiki að slíkt hafi komið fram annars staðar en ég ekki séð).

Gulli (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 08:48

5 Smámynd: Jón Óskarsson

@Gulli: "Gögnin skipta þó mestu máli. „Okkur var gefin þessi tölva og í henni eru öll í gögn í sambandi við allar úthlutanir og kennitölur allra," segir hún og tekur fram að gögnin séu mjög persónuleg."  Þetta segir í fréttum um málið eins og þær birtast á vísir.is.

Ég geri ráð fyrir að þetta sé fyrst og fremst þekkingarskortur, en ekki fjárskortur sem valdi því að þetta kæruleysi viðgengst.    Það eru margir góðir hýsingaraðilar (svo sem Skýrr og fleiri) sem hýsa gögn á öruggan máta.   Ég er ekki í vafa um að svona samtök gætu náð góðum samningum við slíka aðila um verð fyrir hýsinguna, auk þess sem það kostar ekki þau ósköp að kaupa svona þjónustu á móti því tjóni sem hlýst af ef harður diskur hrynur eða gögnum er stolið.

Að auki ætti hverjum sæmilega skynsömum manni að vera það ljóst að svona gögn geyma menn ekki á óvörðum stöðum.  

Það er óskandi að þeir sem komust yfir tölvuna sjái að sér og skili henni með öllu sem í henni var, að öðrum kosti gæti málið orðið mjög alvarlegt og valdið fólki óbætanlegu persónulegu tjóni.

Ég legg til að öryggismálin verði skoðuð almennt hjá öllum þeim aðilum sem vinna að sambærilegum málum.

Jón Óskarsson, 27.12.2011 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband