Eftir hverju er verið að bíða?

Jón Gnnarsson og átta aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um að fela Landsvirkjun að ráðast hið fyrsta í virkjanir í Neðri-Þjórsá, enda um hagkvæma og fljótlega virkjunarkosti að ræða.

Í greinargerð með frumvarpinu segir m.a: "Verði frumvarpið að lögum skal hið fyrsta hefja framkvæmdir við þær þrjár virkjanir sem eru kenndar við Urriðafoss, Holt og Hvamm og nýta orkuna þaðan til uppbyggingar atvinnulífs á sunnanverðu landinu. Þessi áform um virkjanir hafa þegar uppfyllt öll skilyrði umhverfissjónarmiða og hagkvæmnissjónarmiða. Virkjanirnar hafa þegar farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum án athugasemda, verið í tvígang settar í rammaáætlun og komið vel út í bæði skiptin, eru fjárhagslegar hagkvæmar og styrkja íslenskt atvinnulíf."

Það sem bráðvantar er að koma atvinnustarfseminni í landinu í fullan gang og minnka atvinnuleysið.

Eftir hverju er verið að bíða? 


mbl.is Virkjað verði í Neðri-Þjórsá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband