Jóhanna úti á þekju, eins og venjulega

Jóhanna Sigurðardóttir hefur margsýnt að hún lifir í einhverjum allt öðrum heimi en aðrir Íslendingar og er sjaldan með á nótunum í umfjöllun um helstu málefni sem til umræðu eru á hverjum tíma.

Jóhanna heldur t.d. að fólksflóttinn úr landinu undanfarin þrjú ár sé nánast venjubundin ferðalög til sólarlanda og því ekkert til að hafa áhyggjur af, enda komi fólk fljótlega aftur heim úr þessum skemmtiferðum.

Í umræðunni um hvort draga skuli ákæru Alþingis á hendur Geir H. Haarde sýnir Jóhanna enn og aftur hvað hún hefur lítinn skilning á málinu, þar sem hún virðist ekki vita hvenar mál hafa verið dómtekin og hvenær ekki og enn síður virðist hún skilja, að saksóknarinn í þessu máli tók það ekki upp hjá sjálfum sér að ákæra, heldur starfar einungis í umboði Alþingis, sem er ákærandinn fyir Landsdómi.

Sá sem kærir annan aðila fyrir meint brot, sem síðan kemur í ljós að var á misskilningi byggt, getur að sjálfsögðu afturkallað kæruna hvenær sem honum sýnist, ef hann er heiðarlegur og vill ekki gera öðrum rangt til að ósekju.

Alþingi kærði og Alþingi eitt getur dregið kæruna til baka. Viðamiklum atriðum ákærunnar hefur þegar verið vísað frá Landsdómi og engar líkur á öðru en sýknað verði vegna þeirra sem eftir standa.

Við afgreiðslu þingsályktunartillögunnar um að ákæran verði felld niður, kemur enn og aftur í ljós hvaða þingmenn eru óprúttnir og hatursfullir ofsækjendur pólitískra andstæðinga sinna og hverjir eru það ekki.


mbl.is Landsdómsmálið er þingfest en ekki dómtekið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já ég er algjörlega sammála þér, og það er ömurlegt að þetta fólk skuli ekki leggja sig betur fram í vinnu sinni. Að vinna á svona vinnustað kallar á að þetta fólk getur ekki látið eigin geðþótta ráða för...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.12.2011 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband