Óháð framboð Guðmundar Besta

Guðmundur góði er þjókunn persóna og allir þekkja söguna um för hans út í Drangey til að hrekja óvætt úr eynni, en skildi þó eftir smápart af berginu, því "einhversstaðar verða vondir að vera".

Á Wikipedia hefst frásögnin af þessum góða manni svo: "Guðmundur Arason hinn góði fæddist á Grjótá í Hörgárdal 1161 en lést á Hólum í Hjaltadal 16. mars 1237. Hann var biskup á Hólum (1203 - 1237). Hann fékk fljótt orð á sig fyrir góðmennsku og þótti hafa til að bera mikla mildi og mýkt. Hann hlaut því viðurnefnið „góði“ sem merkir helgur maður og töldu sumir að í nálægð hans gætu gerst kraftaverk. Hann varð fljótt umdeildur biskup og átti alla sína biskupstíð í deilum við volduga höfðingja."

Þar sem Guðmundur Steingrímsson er að stofna stjórnmálaflokk með "óháðum" og "Besta flokknum" og hefur auglýst eftir nafni á þennan fyrirhugaða nýja flokk, liggur beinast við að stinga upp á að nafn hans verði "Óháður stjórnmálaflokkur Guðmundar Besta" og er það nafn hér með til afnota fyrir nýja flokkinn, sem þó hefur ekki ennþá komist niður á neina stefnuskrá, en lofar þó að gera allt fyrir alla, enda samansafn fólks sem er bæði umhverfisvænt, alþjóðasinnað, vistvænt og óhrætt.

Guðmundur góði átti í miklum erjum við ýmsa "flokksforingja" á sinni tíð og ekki þýðir fyrir Guðmund besta að reikna með nokkurri lognmollu í kringum sinn flokk og verður að reikna með með hörðum slag við alla þá flokka sem nú eiga fulltrúa á Alþingi ásamt þeim nýju flokkum sem væntanlegir eru á næstunni.

Í næstu kosningum munu vafalaust einhverjir kjósa hinn "Óháða stjórnmálaflokk Guðmundar Besta", en flestir munu sjálfsagt halda áfram að kjósa þá flokka sem næstir hugsjónum þeirra standa, enda verða vondir einhversstaðar að vera. 

 


mbl.is Nýtt stjórnmálaafl kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

þegar ég sá viðtalið við Guðmund Steingrímsson í frettum í kvöld, þá fékk ég tylfingu fyrir því að hann yrði að leita sér hjálpar hjá Geðlækni eða Sálfræðings sem allra fyrst...

Vilhjálmur Stefánsson, 8.12.2011 kl. 23:35

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ég komst við.

Helga Kristjánsdóttir, 8.12.2011 kl. 23:51

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jarðarför Guðmundar og "Næst Bezta" flokksins, þar sem eintómir IINNLIMUNARSINNAR verða innanborðs (og undanvillingar úr öðrum flokkum), verður auglýst rétt á eftir "fæðingunni"....................

Jóhann Elíasson, 9.12.2011 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband