4.12.2011 | 21:56
Hryllingsfélagið Vantrú
Meðfylgjandi fréttaskýring um félagsskapinn Vantrú afhjúpar ótrúlega óheiðarleg vinnubrögð meðlimanna, einelti gagnvart þeim sem þeir telja andsnúna ógeðfelldum málstað sínum og hveint viðbjóðslegt orðbragð í skrifum sínum um menn og málefni.
Að sálfræðingur og fleiri háskólaborgar skuli viðhafa slíkt orðbragð og vinnubrögð er með svo miklum ólíkindum að því hefði ekki verið trúað, nema vegna þess að hægt er að lesa texta þeirra milliliðalaust og þó var ógeðslegasta orðbragðinu sleppt úr fréttaskýringunni af siðferðisástæðum.
Þetta er sami félagsskapur og nú rekur gengdarlausan áróður gegn hvers kyns umfjöllun um trú og trúariðkun í landinu og alveg sérstaklega í skólum landsins. Fram að þessu hafa ýmsir tekið þetta fólk alvarlega, enda ekki á almannavitorði fyrr hvers lags viðbjóður viðgengst innan þessa félagsskapar.
Óþverrinn sem vellur út úr þessum mönnum og skipulag óhróðursherferða þeirra minnir helst á svæsnustu glæpasamtök og gjörsamlega með ólíkindum að yfirvöld og lögfræðingur Háskóla Íslands skuli hafa ánetjast ruglinu og lyginni sem Vantrú setti fram í "ákæru" á hendur einum kennara skólans.
Vonandi verður þessi uppljóstrun til þess að aldrei verði aftur tekið alvarlega nokkuð sem frá félaginu Vantrú, eða einstökum félagsmönnum þess keumur.
Heilagt stríð Vantrúar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Axel, að hvaða leyti voru vinnubrögð Vantrúar óheiðarleg?
Hvaða lygi var það?
Svo finnst mér það ótrúlegt ef þú heldur að Vantrú hafi einhverja stjórn yfir siðanefnd HÍ. Mikill er máttur okkar!
Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.12.2011 kl. 22:06
Ég veit ekki betur en að allt þetta mál sé byggt á glærum frá sjálfum kennarnum. Eitthvað sem Morgunblaðið minnist ekkert á í þessari "fréttaskýringu" sinni.
Jón Frímann Jónsson, 4.12.2011 kl. 22:09
Það þarf ekki að lesa annað en beinu tilvitnanirnar í texta félagsmanna til að sjá hvers konar hugarfar býr að baki skrifunum. Allt sem kemur fram í þessari fréttaskýringu er með ólíkindum og í framhaldi af þessari afhjúpun ættu meðlimir þessa félagsskapar að skammast sín í stað þess að vera með hortugheit við þá sem hneykslast á hugarfari þeirra og vinnubrögðum.
Reyndar er það alveg í takt við þá baráttuaðferð sem þeir hafa orðið berir að í örðum eineltis- og ófræingarherferðum, sem vel er lýst í fréttaskýringunni.
Axel Jóhann Axelsson, 4.12.2011 kl. 22:17
Enn og aftur Alex. Hvað var svona óheiðarlegt? Og hvaða lygar voru í ákærunni?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.12.2011 kl. 22:20
Raðlygar kristinna manna í garð Vantrú eru reyndar eitthvað sem þarf að skoða sérstaklega. Þetta er ennfremur staðreynd sem að þú minnist ekki á Alex, enda greinilega öfgatrúmaður sjálfur. Þú hefur ennfremur ekki ennþá svarað Hjalta þeim spurningum sem hann hefur langt fram hérna.
Jón Frímann Jónsson, 4.12.2011 kl. 22:24
Hjalti, ég nenni ekki að elta ólar við svona lið, eins og það sem styður annan eins viðbjóð og fram kemur í tilvitnunum í skrif félagsmanna Vantrúar. Greinilegt er að fólk getur sótt ýmsa menntun í skólakerfið, þar með talda háskólana, en siðmennt lærist þar greinilega ekki.
Axel Jóhann Axelsson, 4.12.2011 kl. 22:25
Axel, allt í lagi. Ekki undarlegt að þú getir ekki rökstutt þessar fullyrðingar þínar. Enda eru þær rangar, og ekkert í þessari (að mínu mati lélegu) fréttaumfjöllun styður þessar fullyrðingar þínar.
Og hvaða viðbjóð sem er talað um í fréttinni á ég að vera að styðja sem meðlimur í Vantrú?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.12.2011 kl. 22:36
Er þetta fréttaskýring Axel? Þetta er grein eftir Börk Gunnarsson og hefur ekkert með hlutlausa umfjöllun að gera. Kynntu þér málið áður en þú hoppar á móðursýkisvagninn með honum.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.12.2011 kl. 22:38
Í gegnum tíðina hefur maður séð verstu Vantrúarseggina uppnefnda sem veika á geði vegna ógeðsskrifa sinna. Það er hér með staðfest svo landslýður fái að sjá. Til hamingju Ísland......
Haukur Guðna (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 22:44
Það er auðvitað ágætt að sem flestir viti um hverslags sorafélagskap er að ræða þar sem Vantrú er, en hræddur er ég um að þessir sjálfhverfu einstaklingar sem eru í miðjum soranum eins og t.d. þeir þrír sem skrifa hér fyrir ofan, láti ekki segjast, hvað þá að þeir skammist sín hætis hót fyrir framferði sitt í gegnum árin.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 23:33
Mér finnst skrif sumra Vantrúarmanna mjög ógeðfelld. Þeir telja sig þess umkomna að dæma aðra og kalla trúað fólk ýmis konar ónefnum. Hins vegar er spurning hvort þeir trúuðu séu nokkru betri,ef þeir beita sömu aðferðum. Ég tel það vera val hvers og eins hvort hann trúir eða ekki,og ef hann trúir,á hvað hann trúir. Þó að ég kjósi að trúa á Guð,þá hafa einhverjir kallar úti í bæ,sem þekkja mig ekkert,ekki leyfi til að kalla mig einhverjum ónefnum. Þetta er mitt val,og það kemur engum öðrum við.
Óskar Aðalgeir Óskarsson, 4.12.2011 kl. 23:45
Axel skrif þín minna oftar en ekki á ritstíl umræddra pistla sem birst hafa frá einstaklingum innan félags Vantrúar, EN EKKI UNDIR NAFNI VANTRÚAR, og taka þeir ábyrgð á sínum skrifum. Þú afturámóti gefur þér oftar en ekki tíma fyrir margskonar níðskrif ásamt öðru og missir ekki af tækifæri til þess að sverta mannorð manna með þínum þekktu soraskrifum. Það gleður þó mitt litla hjarta að vita til þess að flestum sé kunnugt um það hverslags maður þú ert gefa þér lítinn gaum. Reyndu nú að hysja upp um þig buxurnar og hefja þig á æðra plan, gerast til dæmis meiri maður en svo að sneiða framhjá öllum svörum og svara aðeins með skætingi.
MBK. Sigurður
Sigurður Heiðar Elíasson, 4.12.2011 kl. 23:49
Ég veit ekkert um það hvernig Axel skrifar, en ég hef fylgst með Vantrúarmönnum. Þeir eru reyndar mjög misjafnir, en þeir gefa sig út fyrir að vera afar klárir og að hafa öll svör á hreinu, og reyndar eru þeir sumir klárir. En þessi umfjöllun þykir mér hafa sýnt eðli þeirra margra.
Það er einn frontur þar sem allt á að vera hreint og fágað (þó það takist misvel), en svo er annað að sjá fyrir innan. Það er líka áhugavert að lesa um þessar skipulögðu aðferðir sem þeir nota. Þeir mega eiga það að þeir hafa náð árangri, sem má líklegast rekja til þessa skipulags þeirra, en ég vona að þessar uppljóstranir eigi eftir að brjóta niður starf þeirra og gera að engu.
Ég veit nú ekki hvort að Siðmennt starfi á svipaðan hátt, en það væri áhugavert að komast að því.
Merkilegt t.d. að þeir skuli nefna þennan Overton glugga. Það er kannski ekki svo merkilegt að þeir skuli notast við þessa aðferð, þar sem hún er svosem þekkt í pólitík og víðar, en það er merkilegt að aðferðin sé markvisst notuð, undir þessu hugtaki, frekar en að þetta sé bara einhver brjóstvitsaðferð. Þetta er greinilega mjög skipulagt.
Við sjáum líka hvernig viðhorfið til kristni hefur breyst frá því þessi tvö samtök fóru að láta bera á sér. Þeim hefur algerlega tekist að breyta viðhorfi fólks á því sem telst eðlilegt og leyfilegt þegar kemur að trú.
Þrátt fyrir það þá eiga þeir í vök að verjast því þeir berjast gegn Drottni almáttugum og hann mun eiga síðasta orðið.
AD (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 00:25
Bara svo það sé á hreinu, þá er ég ekkert sérstaklega að tala um það að Vantrú skuli kæra til siðanefndar, þeir hafa að sjálfsögðu rétt til þess. Þó það sé svo margt umdeilanlegt í því ferli sem þá fór af stað, en ég ætla svo sem ekki að þræta um það.
En skrif Vantrúarmanna af innri vef félagsins eru ekki til sóma, ef einhver minnsti sannleikur er í umræddri fréttaskýringu og það sem þar var ritað, og það ætti hver maður að geta séð.
AD (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 00:38
Og hvernær ætlar þú að þurrka ruddalegar athugasemdir eða gilda þau bara fyrir fólki sem er ósammála þér?
Arnar Magnússon (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 00:56
Þessi félagsskapur "Vantrú" hefur alla tíð virkað á mig sem öfgafullur sértrúarsöfnuður. Mér er sléttsama hvort menn séu trúaðir eða heiðnir, en þegar hópur heiðingja tekur sig saman, stofnar samtök til að berjast gegn trú, hvað gengur þessum bjálfum til?
Geta þeir ekki verið með sitt trúleysi og látið aðra í friði með sína trú? Nei, ekki vantrú. Þeir boða sitt trúleysi með margfalt meira ofstæki en trúarnöttarnir.
Vantar þessa aula ekki bara eitthvað uppbyggilegt áhugamál, spila bridge eða golf?
Hvort sem þessum görmum líkar betur eða verr, þá er kristin trú hluti af okkar menningu, og sem slík á hún fullan rétt á sér í leikskólum og grunnskólum. Íslensk menning alveg eins og Snorri Sturluson og Halldór Laxnes.
Brjánn (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 01:05
Nei Ásatrú er okkur menning bjálfi. Það er greinilegt að Vantrú fer í taugarnar á þér væri sama Brjánn þá myndirðu ekki tjá þig svona. Og vantrú er líka á móti hómopötum og margt fleiri enn sumir eru of latir til að kynna sér málið.
Arnar Magnússon (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 01:32
Hárrétt hjá þér Arnar elsku kallinn, ásatrú var og er okkar menning, alveg eins og kristin trú hefur verið í 1000 ár. Ef þú villt vera ásatrúar þá máttu vera það mín vegna, þú mátt líka vera hómópatti, kemur mér ekki rassgat við. Ég er svo lánsamur að hafa annað og þarfara að gera við minn frítíma en að skipta mér af þinni trú eða annarra.
Brjánn (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 01:42
Víst ertu að skipta þér af í frítíma þínum að trú annarra annars værir þú ekki að tjá þig og vilt að hún fari í leikskólum og grunnskólum. Kristnir hafa þegar sunnudagsskólann. Ekki er trúleysingjar að boða sínum boðskap í skólananna.
Arnar Magnússon (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 02:01
Víst er það að boða sinn boðskap í skólanum að banna allt trúarstarf. Það er einmitt ykkar boðskapur.
Barnið: "Af hverju biður presturinn ekki lengur þegar við förum í kirkjuna með skólanum?"
Foreldrið: "Af því sumt fólk trúir ekki á Guð og vill ekki að börnin sín heyri prestinn biðja."
Boðskapur ykkar kominn til skila og þið vitið það vel.
AD (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 09:30
Mér finnst að mbl skuldi afsökun til vantrúarmanna.. að mbl þurfi líka að skoða augað í sér og sjá bjálfann.. úps bjálkann sem þar er á bólakafi.
krossD hefur ekki efni á því að ganga erindagjörða ofurkrissa og annarra lygalaupa kristni á íslandi... þó svo að jesú sé búinn að fyrirgefa krossD.
mbl/sjálfstæðisflokkur stimplar sig nú inn sem flokkur klerkaveldis.. þið munið, heilög skifborð guðs í menntastofnunum.
Ekki kjósa krossD...
DoctorE (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 10:31
AD merkilegt hvað þig kristnir eru slappir að rökstyðja hlutina það er kjaftæði að það sé búið að banna allt trúarstarf. Það er en kennt trúarbragðafræði og það er en að vera að ferma börn. AD stofnaðu þinn eiginn trúarskóla. Ríkið á ekki að sjá um það og það er fáránlegt að börn eiga að fara í kirkju á skólatíma.
Arnar Magnússon (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 10:54
Er Vantrú trú? Og jafnvel trúarbrögð?
Hver er munurinn á Vantrú og Kristinni trú?
Eru það ekki bara sín hvor trúarbrögðin?
Eiga þessi trúarbrögð ekki bæði rétt á sér, svo framarlega sem þau standa ekki fyrir öfgum, vanvirðingu og ó-umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum og lífssýn, og meiða engan?
Er það ekki grunnurinn að trúnni á því góða í umhverfinu og fólki, að trúa á náungakærleikann, og lifa eftir því af bestu getu, og virðingu? Þurfum við trúarbrögð til að lifa eftir þessum lífsnauðsynlegu góðu grunngildum?
Ef við trúum ekki á neitt, þá trúum við ekki heldur á neitt gott í umhverfinu og okkur sjálfum, og það eru alvarleg svik hvers og eins við sjálfan sig. Ef fólk trúir ekki á það góða í sjálfum sér, hvernig á fólk þá að geta trúað á það góða í öðrum?
Allar öfgar eru af hinu illa, og laða ekki fram það góða hjá nokkrum manni, því öfgum fylgja skoðanakúganir, einræði og ó-umburðarlyndi/vanvirðing fyrir ólíkum skoðunum og lífssýn.
Ég ætla að halda áfram að syngja Heims um ból þegar mig langar til og án þess að skammast mín, og engin tegund trúarbragða mun stoppa mig í því.
Um hvað snýst þessi umræða í raun?
Á að leggja jólin niður (margir yrðu skiljanlega fegnir því af ýmsum ástæðum)? Og leggja niður Faðirvorið kannski líka? Ráðum við ekki sjálf hvað við höfum sem átrúnaðargoð (föður) í bæninni? Það er góður máttur í góðri bæn, og ekki veitir af á þessum umbrotatímum í veröldinni að kalla fram það besta í sjálfum sér, umhverfinu og hverjum og einum.
Það vita allir að það situr ekki gráhærður og skeggjaður karl á himnum og dæmir lifandi og dauða. Það góða dæmir ekki nokkurn mann, heldur umber af kærleika og virðingu.
Trú á það góða í umhverfinu og fólki má enginn reyna að taka frá nokkrum manni nokkursstaðar í heiminum. Það er mín skoðun (það er ekki búið að banna skoðanafrelsi), og aðrir eru frjálsir af að hafa sínar skoðanir, svo framarlega sem þær meiða engan.
Hvar eru mörkin í þessum umdeildu málum, spyr sá sem ekki veit?
Ég bið alla góða vætti að hjálpa öllu fólki í allri veröldinni að lifa og starfa af umburðarlyndi, réttlæti og náungakærleika.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.12.2011 kl. 11:55
Þessi þórður er á pari við Gillzenegger, þvílíkur sauryrðaflaumur og níð, vona bara að hann hafi ekki verið dópaður þegar hann gerði það http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=E201002971&Domur=2&type=1&Serial=1
EinarB (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 18:14
Skemmtileg lýsing af meðlim Vantrúar sem Einar benti á en ég hef nú þann grun að þeir séu fleiri fíklarnir í Vantrúargenginu. Amk er vefumræðuþroski þeirra akkúrat á plani dópista og ég held að þeir ættu nokkrir að íhuga méðferð.
Fannar (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 20:33
Þrátt fyrir fáein innlegg hér að framan þar sem reynt er að verja gerðir og orðbragð siðvillinganna er algerlega ljóst, af netskrifum, hringingum í útvarpsþætti og af samtölum við fólk á förnum vegi, að Vantrú hefur ekki lengur neina tiltrú. Félagið er nú greinilega fyrirlitið meðal þorra landsmanna og má mikið breytast í vinnubrögðum meðlimanna til þess að mark verði tekið á trúleysistrúboði þess framar.
Axel Jóhann Axelsson, 5.12.2011 kl. 20:58
Athyglisvert sem fram er komið hér sem annars staðar um þennan félagsskap.
Guðmundur St Ragnarsson, 5.12.2011 kl. 22:09
Já Anna þessir fjórir síðistu eru gríðalega umburðarlyndir :-) Einar þú hefur sem sagt aldrei smakkað áfengi. Fannar veistu hvað margir eru vantrú eða telur þú þá alla eins og fara í meðferð þroskað svar. Líttu í spegil.
Og Anna ég legg til að þú flettir orðinu trúarbrögð.
Arnar Magnússon (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 23:55
Arnar. Ég hef það fyrir reglu að fletta ekki upp hvað mér finnst, hvorki um trúarbrögð né annað, en kannski þarf ég að siða mig dálítið til í þessum málum eins og öðrum?
Alla vega er ég skyldug til að taka tillit til allra sjónarmiða, ef ég á að vera réttlát og sanngjörn. Mér gengur það ekki alltaf vel, og þá er gott að fá heiðarlegar og velviljaðar ábendingar
Vinur er sá er til vamms segir.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.12.2011 kl. 00:23
Bjálfi. Kjaftæði. Líttu í spegil. Mjög þroskuð umræða hjá þér Arnar Magnússon. Þið snillingarnir haldið áfram að sýna ykkar innri mann með vönduðu orðavali í garð náungans. Endilega haltu áfram að tjá þig.
Guðmundur St Ragnarsson, 6.12.2011 kl. 08:52
Herra Guðmundur lögfræðingur að mennt...
Skoðum aðeins færslurnar hérna.
Brjánn ritar að Vantrú sé öfgafullur sértrúarsöfnuður af heiðingjum og spyr "hvað gengur þessum bjálfum til?" Hann heldur síðan áfram að kalla þá alla aula og garma.
Við þessu svarar Arnar í sömu mynt að hann sé bjálfi.
Ég skil ekki alveg af hverju þú kemur fram með orðið "kjaftæði" þar sem Arnar sagði aðeins að "það er kjaftæði að það sé búið að banna allt trúarstarf" sem er alveg rétt.
Skoðum núna Fannar þar sem hann ritar "Amk er vefumræðuþroski þeirra akkúrat á plani dópista og ég held að þeir ættu nokkrir að íhuga méðferð."
Hérna líkir Fannar öllum meðlimum Vantrúar við dópista vegna hvernig sumar færslur líta út hjá þeim og þar sem hann var nú að tala um vefumræðuþroska þá tel ég "Líttu í spegil" passa mjög vel við.
Samt sem áður skrifar þú síðan "Þið snillingarnir haldið áfram að sýna ykkar innri mann með vönduðu orðavali í garð náungans." og veit ég ekki hvort þú sért að sannfæra sjálfan þig um eitthvað en ég held þú ættir að lesa yfir allar færslurnar hérna aftur.
Ég er ekkert að taka neina afstöðu í þessu máli en mér finnst þessi umræða sama á hvora hlið maður lítur óþroskuð í alla staði, reiðin og heiftin í íslensku netsamfélagi þessa dagana er með öllum ólíkindum.
Hrói (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 09:48
Axel, siðvillingar?????? Axel hefur aldrei lesið biblíu, ef hann hefði gert það þá væri hann löngu búinn að segja sig úr ríkiskirkju.. því siðleysi biblí er svo yfirþyrmandi að jafnvel hörðustu menn fyllast viðbjóði
DoctorE (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 10:38
Hrói hneykslast ákaflega yfir orðalagi í nokkrum athugasemdum hér að ofan en þó er það eins og í barnagælum miðað við viðbjóðinn sem birtist í fréttaskýringunni af skrifum Vantrúarmanna og er þó því ógeðslegasta sleppt þar, enda tekið fram að margt af því sé ekki birtingarhæft í opinberri umræðu. Nóg er birt samt til að allir geta séð hverskonar hugarfar býr að baki hjá þessum siðvillta félagsskap.
Axel Jóhann Axelsson, 6.12.2011 kl. 11:44
Segjir Guðmundur sem kallaði mig einu sinni hálfvita og ég er ekki vantrú. Og þú Guðmundur tekur ekki einu sinni eftir því sem aðrir eru að segja hræsnari.
Arnar Magnússon (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 11:49
Axel minn kæri.
Já ég er að hneykslast yfir orðalaginu þar sem það er einmitt það sem sumir hér eru að gagnrýna þ.e.a.s. gagnrýna slæmt orðalag með slæmu orðalagi.
Þú skrifar sjálfur að Vantrú sé "siðvilltur félagsskapur" og þar með setur alla félaga Vantrú undir sama hatt, ég er ekki félagi í Vantrú en ég myndi ekki dæma heildina út frá skoðunum/skrifum sumra eða aðgerðum, alveg eins og ég myndi ekki dæma alla kristna fyrir ógeðisskrif sumra þeirra.
Mundu bara þegar þú ert að dæma alla meðlimi Vantrúar sem siðvillinga út frá skrifum þeirra mundu þá "Let He Who Is Without Sin Cast The First Stone."
Hrói (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 12:20
Orðfæri Vantrúarmanna kemur beint af innra neti félagsins og þar fer fram skipulagning ofsóknanna gegn einstaklingum og stofnunum og félag sem iðkar slíkt getur varla kallast mjög siðlegt eða vant að virðingu sinni.
Það verður hver að meta fyrir sig í félagsskap hvers konar manna hann vill vera.
Axel Jóhann Axelsson, 6.12.2011 kl. 13:20
Mér finnst það reyndar sæta furðu að þessir menn hafi ekki verið kærðir fyrir meiðyrði!!! :(
Aron (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 15:07
Kæri Axel.
Enda var ég ekkert að verja skrifin hjá þessum littla hóp Vantrúarmanna alveg eins og ég ætla ekkert að verja skrifin hjá þeim sem eru að leggjast jafn lágt og þeir í þessari umræðu.
Hrói (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 15:22
Herra "Hrói" sem ég veit ekki hvort er rétt nafn eða dulnefni en þú vilt greinilega ekki koma fram undir fullu nafni sem lýsir nú litlu hugrekki. Ég þarf ekki að sannfæra sjálfan mig um neitt. Ég hef í amk 2-3 ár fylgst með orðfærum þessara manna í þessu félagi bæði hér á moggablogginu og annars staðar. Það er oft á tíðum ekki fallegur lestur í garð þeirra sem þeim eru ósammála. Það eru margir algerlega búnir að fá nóg af skítkastinu frá þeim. En það er rétt hjá að það er ekkert skárra að nota sömu orð og þeir eða sömu aðferðir. Ég hef þó ekki líkt neinum við dópista enda væri það fáránleg alhæfing að líkja öllum trúleysingjum við dópista þótt einum hefði orðið á. Svona svipað og halda því fram að allir prestar séu kynferðisafbrotamenn. Þú myndir nú gagnrýna svoleiðis afhæfingu, ekki satt? Hrói?
Guðmundur St Ragnarsson, 6.12.2011 kl. 19:49
Kæri Guðmundur.
Þú hittir naglann beint á höfuðið, ég hef sjálfur líka lesið skrif presta og kristinna manna sem maður gæti flokkað undir lélegt skítkast og jafnvel ógeðisskrif. Það kom samt nú fram hjá mér í færslu 35 að ég myndi ekki dæma alla kristna fyrir skrif sumra þeirra og ég stend enn við þá fullyrðingu, þannig að alhæfingin um að allir prestar séu kynferðisafbrotamenn vegna þess að mjög fáir hafi gerst sekir um það er alhæfing af verstu sort. Þannig já ég myndi gagnrýna það.
Þú bendir líka réttilega á að þú sjálfur hefur ekki líkt neinum við dópista eða neitt þvíumlíkt enda hélt ég aldrei neinu öðru fram, bara smá uppbyggileg gagnrýni á hvernig þessi þroskaða umræða svokallaða var orðin, samt sem áður skilur maður að menn getað orðað hluti misvel þegar manni er heitt í hamsi, sem gerist oft þegar trú/vantrúarmál eiga í hlut.
Varðandi nafnið mitt þá er ekkert furðulegt í gangi þar, ég heiti Hróðmar og er kallaður Hrói og ég reyni alltaf að vera kurteis og sýna náunganum skilning með athugasemdum mínum. (sem eru fáar) Vonandi kemur það fram í skrifum mínum, ef ekki þá biðst ég velvirðingar. Hvort maður getur bendlað þetta svo við skort á hugrekki ætla ég nú ekkert að kryfja nánar, fólk má alveg hafa sína skoðun á því. :)
Hrói (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 03:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.