Inn í hvernig stórríki vill Össur innlimast?

ESB stendur á miklum tímamótum núna og allir málsmetandi menn eru sammála um að nú sé orðið bráðnauðsynlegt að ganga skrefið til fulls og stofna formlegt stórríki Evrópu, með einni yfirstjórn og breyta núverandi ríkisstjórnum aðildarlandanna í héraðsstjórnir.

Takist ekki að ná fram nauðsynlegum breytingum á "stjórnarskrá" ESB verður a.m.k. að stofna nýtt efnahagsbandalag evruríkjanna með einum fjármálaráðherra og einum samræmdum fjárlögum fyrir þau öll og náist ekki heldur samkomulag um slíkt yrði þrautalendingin að skipta myntbandalaginu í tvennt, þ.e. í sambandsríki fjárhagslega sterkra og ábyrgra ríkja og svo hinna veiku og óábyrgu.

Allir virðast vera sammál um að evran muni ekki standast sem gjaldmiðill til framtíðar nema miklar breytingar verði á efnahagsstjórn myntbandalagsins og vonandi tekst að bjarga henni fyrir horn, enda hefði það alvarlegar afleiðingar fyrir fjármálakerfi heimsins ef evran springi í frumeindir sínar og ríkin neyddust til að taka upp sína gömlu gjaldmiðla.

Þar sem allt er í lausu lofti með framtíð ESB og ekki síður evrunnar, er algerlega óskiljanlegt að áformum um innlimun Íslands í þennan veikburða þurs, sem ESB er nú um stundir, skuli ekki hætt eða a.m.k. slegið á frest þangað til séð verður hvernig úr rætist fyrir ESB og myntsamstarfinu.

Angela Merkel og Nicolas Sarkozy, sem raunverulega eru allsráðandi í ESB munu ákveða sín á milli eftir helgi hvað aðrir verða látnir samþykkja varðandi björgunaraðgerðirnar.

Afar ólíklegt er að þau muni ráðfæra sig við Jóhönnu, Össur eða Steingrím J. áður en þau ákveða hvað gera skuli.


mbl.is Delors gagnrýnir evrusamstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Miðað við hvernig ESB sinnar tala/töluðu um ESB þá er ég farinn að hallast að því að þeir séu með tímavél og ætli að ganga í stál og kolabandalagið árið 1950. En þar sem ég er raunsær maður þá held ég að þetta hjá þeim stafi af því að ESB sinnarnir hafi ekki kynnt sér ESB.

Ég vona bara að Össur átti sig á því út í hvað hann er að fara, því það væri heillavænlegra að ganga í þriðja ríki Þýskalands árið 1944 en ESB 2012 og sitja undir árásum Breta, Bandaríkjanmanna og Sovétmanna en þann óskapnað sem nú ríkir í Brussel.

Og Já, ég veit, það er til mikils að ætlast til þess að Össur vakni en það skyldi ekki geta skeð. Ef ekki þarf að koma þessu fólki frá áður en það stefnir landi vorru og þjóð í voða

Brynjar Þór Guðmundsson, 3.12.2011 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband