1.12.2011 | 20:32
Skattaflótti
Þegar skattaæði stjórnvalda gengur út í öfgar, eins og hjá núverandi ríkisstjórn, aukast undanskot, svört vinna, bruggun, smygl og landflótti auðkýfinga, sem hafa mikla tilhneygingu til að koma fjármunum sínum til hinna ýmsu skattaparadísa, enda ekkert háðir þeim biðlistakerfum sem almenningur verður að sætta sig við, t.d. í heilbrigðiskerfinu.
Stórfyrirtæki, sem möguleika eiga á að reka starfsemi sína hvar sem er í heiminum, taka m.a. afstöðu til þess hvar setja skal niður verksmiðjur, eða aðra starfsemi, eftir því hvernig skattamálum er háttað í þeim löndum sem til greina koma til fjárfestinga.
Þetta sannaðist eftirminnilega þegar Steingrímur J. lét sér detta í hug að tvískatta stóriðjufyrirtækin hér á landi með svokölluðum "kolefnissköttum", en umsvifalaust var tilkynnt að hætt yrði við þrjar koltrefjaverksmiðjur, járnblendiverksmiðjan á Grundartanga upplýsti að slíkur skattur myndi setja fyrirtækið á hausinn og álverin létu í það skýna að þau myndu loka sínum verksmiðjum og öll lýstu þau slíkum skatti sem algerum svikum ríkisvaldsins á þeim fjárfestingarsamningum sem fyrirtækin hefðu gert við ríkið á sínum tíma.
Auðmenn í Bandaríkjunum hafa, a.m.k. nokkrir þeirra, lýst yfir vilja til að greiða miklu hærri skatta en þeir gera nú, til þess að leggja sitt af mörkum í þeim fjárhagserfiðleikum sem að efnahagslífinu steðjar nú um stundir.
Íslenskir auðmenn væru menn að meiri ef þeir tækju þá bandarísku sér til fyrirmyndar og sættu sig við háa tímabundna skatta, enda vel aflögufærir eins og fréttir herma af þeim upphæðum sem þeir vilja láta skattleggja í skattaskjólunum.
Auðmenn flýja auðlegðarskattinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nú reyndar dálítið sérstakt að margir þessara auðmanna vilja helst ekki greiða neinn einasta skatt til samfélagsins. Þeir voru ekki einu sinni sáttir við eitt skattþrep og margir þeirra stofnuðu einkahlutafélag um sjálfan sig og greiddu svo sjálfum sér fjármagnstekjur og greiddu þann lága skatt sem var af þeim. Fjármagnstekjuskattur hefur reyndar hækkað en er ekki hálfkvisti á við hefðbundinn tekjuskatt. Samt eru þessir einstaklingar að flýja. Þeim er ekki nokkur vorkunn.
Guðmundur (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 21:42
Þessi umræða er einkennileg um auðlegðarskattinn ef menn næðu að tengja milli A og B. Hver trúir frétt sem er ekki byggð á neinum rökstuðningi eða rökstuddum gögnum. Væri ekki nær að spyrja af hverju byrjar auðlegðarskatturinn svona neðarlega? Fólk þarf varla meira en eitt einbýlishús til þess að lenda í auðlegðarhópnum. Ég þekki blaðburðardreng sem að bar út moggann, tímann og þjóðviljann alla sína skólagöngu og lagði alltaf til hliðar. Blaðburðardrengurinn hélt vel á spilunum og skuldaði aldrei neinum neitt. Þegar hann náði fimmtugu var hann kominn í góðar álnir en einungis vegna eigin fyrirhyggju og nægjusemi.....það sama gildir um eldra fólk sem að á fasteign en hefur litlar sem engar tekjur en það greiðir þennan skatt. Axel, skattaflótti er ekki rétt orðið frekar tekjumissir.
Mummi
Guðmundur (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 01:00
Það sem ég skil ekki í þessu er hvernig í koma auðmennirnir peningunum í gegn um síu seðlabankastjórans. Það hlýtur eitthvað að fara fyrir öllum þessum milljörðum og varla auðvelt að smygla þeim úr landi.
Kjartan Sigurgeirsson, 2.12.2011 kl. 14:25
Væntanlega er fólk skattlagt í því landi þar sem það á lögheimili, að teknu tilliti til tvísköttunarsamninga þar sem það á við. Því getur Íslendingur væntanlega átt miklar eignir á Íslandi, en verið skattlagður samkvæmt þeim lögum sem gilda í því landi sem hann á lögheimili í.
Ef enginn auðlegðarskattur er lagður á í því landi, hlýtur viðkomandi að sleppa undan slíkum skatti hér á landi, jafnvel þó hann greiddi einhverja tekjuskatta hérlendis, t.d. fjármagnstekjuskatt.
Ef einhver á slíkar eignir, skuldlausar, að hann þurfi að greiða af þeim tugi milljóna í auðlegðarskatt, þá er slíkur aðili afar líklegur til að "flýja land", a.m.k. að nafninu til með því að flytja lögheimili til lands sem ekki innheimtir slíka skatta.
Axel Jóhann Axelsson, 2.12.2011 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.