Skattlaus ESBáróður?

Steingrímur J. hefur lagt fram frumvarp um að IPA-styrkir ESB skuli undanþegnir öllum sköttum og öðrum opinberum gjöldum hér á landi enda krafa ESB að ekki megi ein króna af slíkum styrkjum renna í sameiginlega sjóði viðtkökulandsins.

Í fréttinni segir um þetta mál m.a:  "Einnig kemur fram að í samningnum frá júlí sl. sé gerð krafa um að IPA-aðstoð renni óskipt til þeirra verkefna sem henni er ætlað að styðja en ekki til greiðslu skatta, tolla eða annarra gjalda af sambærilegum toga."

Ekki kemur skýrt fram í fréttinni hvort starfsfólk, sem vinna mun að ESB-áróðri hér á landi og fá laun sín greidd af þessu styrktarfé, verði undanþegið tekjuskatti og tryggingagjaldi sem standa verður skil á til ríkissjóðs af allri annarri vinnu í landinu.

Þó þetta skattleysi IPA-styrkþega komi ekki skýrt fram í þessari frétt, herma aðrar fréttir að þetta starfsfólk eigi að vera undanþegið öllum tekjusköttum og verði því eins og hver annar aðall á miðöldum, sem leit á sig sem æðri stétt og algerlega yfir almenning hafinn.  Á þann almenning leit þessi yfirstétt sem vinnudýr sem fullgóð væru til að greiða skatta og gjöld til þess að halda uppi þessum "æðri" stéttum.

Sé eitthvað til í því að hálaunaðir ESB-áróðursmeistarar eigi að vera undanþegnir opinberum gjöldum vegna vinnu í þágu erlendrar yfirstéttar hlýtur almennur skattgreiðandi á Íslandi að senda "norrænu velferðarstjórninni" skýr skilaboð um að slík mismunun verði aldrei þoluð. 


mbl.is Frumvarp um IPA-skattleysi lagt fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Styrkinnir renna skattlaust til landsins. En fólkið sem notar styrkinn til þess að bæta stjórnsýsluna á Íslandi mun vinna á venulegur launum og borga sína tekjuskatta.

Sleggjan og Hvellurinn, 30.11.2011 kl. 23:39

2 identicon

Gott hjá þér að vekja athygli á þessu svínaríi Axel Jóhann.

Ekki svo sem í fyrsta skipti sem þessi forréttindar Elíta í Brussel heimtar þetta og hitt og skattfrelsi og önnur fríðindi sér til handa.

Stór hluti ESB- Elítunnar í Brussel er að stórum hluta með stórkostleg skattfríðindi.

Helsti aðallinn er á himin háum launum eins og bæði þeir Barrosso forseti framkvæmdastjórnarinnar og Von Roumpouy sem á að heita forseti þessa Stjórnsýsluapparats.

Þeir kumpánar báðir eru víst á mun hærri launum en sjálfur Barak Obama, sem þurfti að heyja harða kosningabaráttu og var kosinn af meirihluta kjósenda Bandarísku þjóðarinnar.

En enginn kaus þessa ESB kóna, þeir voru handvaldir af Elítunni til þess að gegna þessum háu embættum. Almenningur getur aldrei losnað við þá og hefur heldur aldrei beðið um þá.

Við Sleggjan og Hvellinn vil ég segja þetta: Hver segir að þessir styrkir og fjáraustur muni á nokkurn hátt bæta stjórnsýsluna á Íslandi. Þrtta lyktar af mútum og spillingu.

Stjórnsýslan í Brussel er heldur ekki til fyrirmyndar á neinn hátt. Allt vaðandi í spillingu og ráðaleysi og ársreikningar Sambandsins ekki fengist undirritaðir af löggilltum endurskoðendum Sambandsins í meira en 17 ár samfleytt.

Endurskoðendurnir segja að milljónir Evra hverfi í meðförum þessa stjórnsýsluapparats og enginn leið sé að finna út hvað af þessum gríðarlegu fjármunum hafi orðið. Er þetta stjóirnsýsla sem er til fyrirmyndar og eftirbtreyttni ? Ég held nú ekki !

Það er alger tímaskekkja og eyðsla á tíma og fjármunum þjóðarinnar að standa í frekari viðræðum við þetta deyjandi stjórnsýsluapparat, sem býr nú við viðvarandi neyðarástand og ekki einu sinni getur stjórnað sínum eigin málum !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 16:26

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Íslendingar, sem vinna hjá Efta og ESB greiða enga skatta af sínum launum og að því er virðist eiga sömu reglur að gilda um þau laun sem áróðursmeisturum verða greidd með þessum IPA-styrkjum. Það er engum ofsögum sagt, að ESBelítan sér um sig og sína.

Axel Jóhann Axelsson, 1.12.2011 kl. 16:46

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, í #3 nefnir þú skattleysi íslenskra starfsmanna Efta+ESB, en tiltekur ekki hvaða lög - nú eða rök - leyfa það.

Ég hef heyrt að þessir sömu starfsmenn fái líka greidda "launauppbót" fyrir maka sína sem ekki eru á vinnumarkaði eða hafa tekjur undir einhverju viðmiði viðkomandi stofnana. Þá væntanlega skattfrjálsa líka?

Fróðlegt ef einhver gæti staðfest eða hafnað (eftir atvikum) að þessum málum sé svona háttað. Bæði hvað varðar "ómagastyrkinn" vegna makans og skattatilhögun yfirleitt.

Kolbrún Hilmars, 1.12.2011 kl. 17:52

5 identicon

Hver gaf "atkvæði sitt" í síðustu kosningum til að lækka örorku og ellilífeyri? Hver gaf atkvæði sitt til þess að gefa ESB elítunni leyfi til að gefa undanþágu til IPA. greiðslu til tolla, skatta eða önnur gjöld af opinberum toga?

Hvað er í hausnum á fjármálaráðherra?

Er hann endanlega búinn að tapa þeirri glóru sem guð gaf honum?

Við þurfum ekki að spyrja hvar glóra Jóhönnu og Össurrar er.

Vafasamt er hvort hún hafi nokkurn tíma fundist hjá þeim í þessu máli. Kveðja.

Jóhanna (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 18:06

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kolbrún, ekki hef ég tiltækt við hvaða lög þetta skattfrelsi styðst og hvað þá hvaða rök styðja það, en hins vegar veit ég að svona er þetta vegna kunningsskapar við fólk sem unnið hefur hjá þessum apparötum. Um "launauppbótina" fyrir makann veit ég ekki, en tek undir með þér, að fróðlegt væri ef einhver gæti upplýst hvort eitthvað gæti verið til í þessu.

Axel Jóhann Axelsson, 1.12.2011 kl. 19:15

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, svona undir tvö augu - þá er þetta með makauppbótina líka tilkomið vegna kunningsskapar við viðkomandi.

Svo lýsum við bara áfram eftir einhverjum sem ber ábyrgð í þessum málum og þorir að útskýra hvernig þessu er háttað :)

Kolbrún Hilmars, 1.12.2011 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband