30.11.2011 | 19:14
Miklar rannsóknir, en engar ákærur
Nú eru liðin rúm þrjú ár frá bankahruni og um það bil tvö og hálft síðan embætti Sérstaks saksóknara komst í fullan gang við rannsókn þeirra saknæmu athafna banka- og útrásargengjanna sem taldar eru aðalorsakavaldur kollsteypunnar.
Margir hafa verið settir í gæsluvarðhald á rannsóknartímanum, þar á meðal helstu stjórnendur Kaupþings, en engar ákærur hafa þó komið fram ennþá í neinu máli sem einhverju skiptir varðandi það sem kallað hefur verið "bankarán innanfrá".
Í dag hafa nokkrir verið handteknir og yfirheyrðir varðandi rekstur Glitnis og Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri bankans, verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Mun þessi rannsókn m.a. snúa að alls kyns vöndlum, vafningum og snúningum með hlutabréf í bankanum á síðustu mánuðum hans.
Í Glitni eins og Kaupþingi og Landsbankanum var ýmsum brögðum beitt til að halda uppi verðum á hlutabréfamarkaði og þá í þeim tilgangi að fela raunverulega stöðu bankanna og blekkja þar með almenna kaupendur hlutabréfa á þeim tíma og ekki síður erlendar fjármálastofnanir og matsfyrirtæki.
Mikillar óþreyju er farið að gæta vegna þess hve seint gengur að koma málum banka- og útrásargengjanna til dómstóla, en vonandi fara málin að komast af stað fljótlega.
Lárus Welding í gæsluvarðhald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er á hreinu að þeir eru búnir að forða öllu sínu þýfi undan, skrá eignir og annað á aðra einstaklinga eða félög! Virðist hafa verið með ráðum gert að setja upp sýndarréttarhöld eftir einhver ár sem enda á sýknu og yfirlýsingu um að "Engar eignir fengust úr þrotabúi viðkomandi" Ælan er komin upp í háls!
Davíð Þ. Löve, 30.11.2011 kl. 19:23
Gjalþrot og glæpir fylgjast sjaldnast að og eignum er alls ekki alltaf stungið undan þrotabúum. Fæstir úr banka- og útrásargengjunum hafa orðið gjaldþrota og man ég í augnablikinu eingöngu eftir Björgólfi Guðmundssyni og félaga hans Magnúsi Þorsteinssyni, sem lýstir hafa verið gjaldþrota.
Verði aðrir úr þessum gengjum dæmdir fyrir einhverja glæpi þá ættu þeir a.m.k. að eiga fyrir sektunum og verði niðurstaðan sú að þeir hafi dregið sér fé á ólöglegan hátt ætti að vera hægt að ganga að eignum þeirra til endurheimtu á þýfinu.
Axel Jóhann Axelsson, 30.11.2011 kl. 19:35
Það er þó huggun harmi gegn að Björgólfur skuli sjá sér fært að búa áfram í einu glæsilegasta einbýlishúsi landsins þrátt fyrir gjaldþrotið.
hilmar jónsson, 30.11.2011 kl. 19:38
Hilmar, ekki getur gjaldþrota maðurinn átt húsið ennþá svo hann hlýtur að búa þar í skjóli og framfærslu einhvers annars, kannski sonarins sem manni skilst að "eigi" ennþá nóg af peningum.
Vonandi getur einhver frætt okkur nánar um þessa gjaldþrota búsetu.
Axel Jóhann Axelsson, 30.11.2011 kl. 19:52
Bæði húsið og Range Roverinn er búið að vera á nafni konunar hans í mörg ár.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 20:02
Það er auðvitað sjálfsögð forsjálni hjá þeim sem standa í áhættuviðskiptum að gera kaupmála við makann og koma sem flestum persónulegum eignum yfir á hans nafn. Ennþá nauðsynlegra fyrir þá, sem bæði taka áhættu og dansa á línu þess löglega, að ekki sé nú minnst á þá sem hika ekki við að láta engar slíkar línur stoppa sig.
Umhyggjusemi fyrir maka og börnum er virðingarverð og ástæðulaust að fórna þeim fyrir eigin áhættu og græðgi.
Axel Jóhann Axelsson, 30.11.2011 kl. 20:11
Já það er ekki annað hægt en að vera klökkur yfir umhyggjuseminni, en bara hún hefði náð ögn lengra...
hilmar jónsson, 30.11.2011 kl. 20:15
Jafnvel Hitler var sagður einstaklega barngóður maður.
Axel Jóhann Axelsson, 30.11.2011 kl. 20:21
Já og Davíð dýravinur....
hilmar jónsson, 30.11.2011 kl. 20:27
Alveg verður það að teljast með ólíkindum að varla sé hægt að ræða nokkurt mál án þess að Davíðsheilkennið taki sig upp hjá fólki. Reyndar sýnir það bara hvað þetta er illkynja og ólæknandi sjúkdómur.
Axel Jóhann Axelsson, 30.11.2011 kl. 20:31
Mér finnst þið ekki hafa mikið traust til sérstaks saksóknara ef miðað er við orð ykkar hér í dag.
Við megum ekki gleyma orðum Evu Jolie sem sagði að rannsókn á svona umfangsmiklu máli gæti tekið fjölda ára. Ákæra er ekki lögð fram fyrr en að rannsökuðu máli. Gæsluvarðhald er til að gæta hagsmuna rannsóknarinnar, ekki refsing í smá stund og láta það svo duga.
Það er síðan ekki rétt að gjaldþrot og glæpir fari ekki saman. Það er bara ótrúlega algengt par.
Því miður er samnefnari á milli Hilters og útrásarvíkinganna. Þeir nýttu sér allir veikleika í samfélagi sínu til á ná fram markmiðum sínum. Miðað við hve langan tíma tók að rétta yfir stríðaglæpamönnum þess tíma eru þrjú ár í "stærsta innherjabankaráni" sögunnar ekki langur tími.
Og talandi um Davíðsheilkennið. Eru þið ekki að tipla í kringum frasann hans úr hruninu? "Við borgum ekki skuldir óreiðumanna".
Kveðja, H
Haukur Baukur, 30.11.2011 kl. 21:42
Sé farið að lögum á þetta ekki að vera flókið. Þið hafið líklega heyrt talað um riftunarmál. Sá sem vísvitandi tekur við þýfi er víst líka meðsekur. Það eina sem ætti að vefjast fyrir mönnum er að hugsanlega getur verið erfitt að vefja hugmyndaflugi venjulegs fólks utan um umfang og flækjustig þeirrar glæpastarfsemi sem þessir ormar stunduðu margir, og mega mín vegna rotna í dýflissum þeir sem sekir eru.
Guðmundur Ásgeirsson, 30.11.2011 kl. 21:45
Í Bandaríkjunum tók 3 ár að rannsaka hvað gerðist í Wall Street í október 1929 sem kom af stað heimskreppunni.
„Amerískur hraði“ á þeim tíma var ekki meira en þetta. Í dag er unnt að koma viðskiptaflækjum á nokkrum mínútum sem áður tók vikur ef ekki mánuði áður að framkvæma. Það má því reikna með að meiri tíma þurfi að rannsaka þessi mál enda er í dag auk þess meiri kröfur gerðar til sönnunar ákæruaðila en áður var.
Við verðum að bera traust til sérstaks saksóknara enda er að vænta að eitthvað komi út úr þessum rannsóknum. Hvert fóru fjármunirnir? Er það ekki aðalatriðið hvort rekja megi þær slóðir?
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 30.11.2011 kl. 22:53
Axel..ég get enganveginn fundið það út af hverju þurfa menn að hníta í Davíð Oddson ef eithvað fer útskeiðis Er þetta fáfræði í mönnum ?Hvað er það??
Vilhjálmur Stefánsson, 30.11.2011 kl. 23:08
Kannski var Hilmar ekki að kafa eins djúpt og þið viljið vera láta. Hann gæti hafa verið að vísa í núverandi þingmann, Þorgerði Katrínu, í samhenginu; að komast undan skuldum, svona svo dæmi sé tekið.
Dexter Morgan, 1.12.2011 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.