ASÍ sakar ríkisstjórnina um svik, meiri svik og síendurtekin svik

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er og hefur lengi verið eindreginn stuðningsmaður Samfylkingarinnar og í Miðstjórn ASÍ sitja með honum fleiri sem stutt hafa stjórnarflokkana dyggilega í áranna rás.

Því verða það að teljast mikil tíðindi að Gylfi og stofnanir ASÍ skuli margendurtekið senda frá sér gagnrýni og ásakanir á hendur ríkisstjórninni fyrir svik við launafólk og eftir því sem tímar hafa liðið, hefur orðalagið á skeytasendingunum orðið harðorðari og í samþykkt ASÍ frá í dag er ekki töluð nein tæpitunga um svikaríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J.

Nægir að vitna í nokkrar setningar úr ályktun ASÍ því til staðfestingar:

"Það þýðir að atvinnuleysisbætur hækka aðeins um 3,5% eða 5.500 kr en ekki 11.000 kr. Ríkisstjórnin sem kennir sig við velferð ætlar þannig ekki aðeins að svíkja eigin loforð heldur einnig snupra þá sem lökust hafa kjörin í okkar þjóðfélagi."

"Þrátt fyrir ítrekaðar athugasemdir og mótmæli verkalýðshreyfingarinnar ætlar ríkisstjórnin að halda til streitu svokölluðu þriggja mánaða sveltitímabili langtímaatvinnulausra."

"Þetta er ómanneskjuleg framkoma sem minnir helst á hreppaflutninga fyrr á öldum. Ríkið firrar sig ábyrgð og vísar atvinnuleitendum á framfærslu annarra."

"Það er verið að lækka framfærslu þúsunda Íslendinga. En að sjálfsögðu bara þeirra sem hafa starfað á almennum markaði. Opinberir starfsmenn halda sínu að fullu, sem fyrr."

"Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hafnar alfarið síendurteknum árásum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur á íslenskt launafólk."

Stuðningsmenn "velferðarstjórnarinnar" hafa ráðist á ýmsa gagnrýnendur hennar og sakað þá um rangfærslur og ósanngirni, þó vægara orðalag væri notað en þarna er gert. 

Ályktun ASÍ lýkur með hótun um harkalegar aðgerðir gegn ríkisstjórninni láti hún ekki af svikum sínum á þeim skriflegu samningum sem hún hefur gert vegna hækkana til þeirra sem enga framfærslu hafa aðra en af bótum frá hinu opinbera.

Ekki er hægt annað en að taka undir með Miðstjórn ASÍ þegar hún segir að hlálegt sé af ríkisstjórninni að kenna sig við velferð. 


mbl.is ASÍ segir stjórnina ráðast á réttindi launafólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Fáa stuðningsmenn eiga Jóhanna og Steingrímur eftir þegar meira að segja Gylfi Arnbjörnsson er farinn að senda þeim tóninn jafn harkalega og í þessari ályktun.

Steingrímur Joð er farinn að ljúga í svo marga hringi að hann er ábyggilega steinhættur að vita hvenær hann segir satt:

Það er ekki skattahækkun á einstaklinga þegar:  "gjald í framkvæmdasjóð aldraðra hækkar úr 8.400 í 9.182" eða um 9,3% (tveggja ára hækkun).

Það er ekki skattahækkun þegar: "Útvarpsgjald hækkar úr 17.900 í 18.800" (5,1%)

Það er ekki skattahækkun þegar: "Hámarksfrádráttur lífeyrissjóða lækkar úr 8% í 6% áður en stofn skattskyldra launa er fundinn" (94% launa skattlögð í stað 92%).

Það er ekki skattahækkun þegar: "Viðmiðunarfjárhæðir skattþrepa hækka um 3,5% í stað þess að hækka um vísitölu launa eins og áður hafði verið sett í lög"

Svona má halda áfram að telja.  Ég veit ekki hvað Steingrímur og Jóhanna voru bæði að tala um þegar þau sögðu að skattar á einstaklinga yrðu ekki hækkaðir á næsta ári.

Svo má ekki gleyma því að það var Steingrímur sjálfur sem gerði samkomulag fyrir stórnotendur orku eins og álfyrirtækin um tímabundin skatt.  Það samkomulag er hann nú sjálfur einhliða að svíkja.  Ekki getur hann kennt fyrri ríkisstjórnum um það.

Jón Óskarsson, 23.11.2011 kl. 21:29

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Gylfi Arnbjörnsson og Vilhjálmur Egilsson gerði samkomulag við ríkisstjórnina, samkomulag sem var grunnurinn að þeim kjarasamningum sem síðan voru undirritaðir. Þetta samkomulag var nánast samhljóða smkomulagi sem sömu aðilar gerði sín á milli sumarið 2009 og hét þá þjóðarsátt. Stjórnvöld sviku þá "sátt" áður en blekið þornaði á pappírnum. Síðan hafa stjórnvöld svikið flest af því semþau lofa og þykir það bara eðlilegt.

Það er því spurning hvort er undarlegra, að stjórnvöld haldi uppteknum hætti og svíki allt sem þau segja, eða að forsvarsmenn atvinnulífsins skuli gera kjarasamning sín á milli sem byggist að loforðum frá þekktum svikurum?

Gylfi Arnbjörnsson getur sjálfum sér um kennt. Að taka loforð frá þessari ríkisstjórn er eins heimskulegt og frekast er unnt!

Ef Gylfi meinar eitthvað með þessum orðum sínum á hann að stuðla að því að hér verði efnt til kosninga svo hægt sé að koma lygurunum frá völdum. Með því einu er hann að vinna sína vinnu fyrir sína umbjóðendur!!

Gunnar Heiðarsson, 24.11.2011 kl. 08:37

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

´Það er óásættanlegt að Ríkisstjórn skuli voga ser að svikja gefin loforð.

  Við erum komin í einhverskonar Rússneskt kerfi og spillingin veður uppi.

 'Ut með þetta fólk- en vorum við betur sett með Eignatökuliðið sem fyrir var ? Það þarf nýtt og öflugt afl á þing.

Erla Magna Alexandersdóttir, 24.11.2011 kl. 13:50

4 Smámynd: Jón Óskarsson

Jóhanna Sigurðardóttir skrifaði líka undir samkomulag við aðila vinnumarkaðarins 17. febrúar 2008 fyrir hönd þáverandi ríkisstjórn.  Hennar fyrsta verk eftir að hún var orðin forsætisráðherra var að svíkja allt sem í því stóð.   Þar vó þyngst hækkun persónuafsláttar.

Það er fjölmargt í "bandormi" ríkisstjórnarinnar fyrir þessi jól (frumvarp til laga um aðgerðir í ríkisfjármálum) sem inniheldur bein svik við annars vegar þá félaga Gylfa og Vilhjálm, sem og svik á samningu við stóru iðnfyrirtækin (álverin, járnblendið og fleiri stórar verksmiðjur), sem þessi sama ríkisstjórn gerði.  

Jóhanna og Steingrímur er varla búin að snúa sér við eftir að hafa undirritað samkomulag áður en þau eru farin að svíkja þau loforð.

Jón Óskarsson, 24.11.2011 kl. 15:03

5 identicon

Sæll.

Ég vissi þegar núverandi ríkisstjórn tók við að hún yrði slæm en hún er margfalt verri en mig óraði.

Nú ætlar stjórnin að reyna að auka atvinnuleysi með þessum skatti á orkufyrirtækin, skatti sem hún lofaði að yrði ekki komið á. Hverjir styðja þessa stjórn enn? Hvað er það fólk að pæla? Hvað eru stjórnvöld að gera gott fyrir almenning?

Hvernig er hægt að styðja stjórn sem veldur landflótta, eykur atvinnuleysi, eykur skuldir þjóðarinnar, leggur heilbrigðiskerfið í rúst og gerir okkar laskaða orðspor erlendis enn verra?

Svo má auðvitað ekki gleyma þætti Landsvirkunar við að slá af álver á Bakka. Alcoa var búið að eyða 5 árum og 2 milljörðum í það verkefni en svo er það bara allt í einu slegið af? Hörður LV forstjóri verður að hætta sem allra fyrst, fyrst þetta þvaður í honum í sambandi við Icesave og svo ekkert álver á Bakka - þetta er milljarða spaug hjá honum. Ég er viss um að VG eru ánægð með framgöngu hans. Er hann ekki líka búinn að sigla einhverju verkefni í Helguvík í strand? Hvers vegna hlífa fjölmiðlar Herði A?

Helgi (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband