Kristján Möller gagnrýnir Ögmund harkalega

Eftir afgreiđslu Ögmundar Jónassonar á umsókn Kínverjans Nubo um undanţágu til ađ fá ađ kaupa Grímsstađi á Fjöllum, gagnrýnir Nubo íslensk stjórnvöld og segir kínverska fjárfesta mćta miklum fordómum á vesturlöndum á sama tíma og vestrćnir ađilar sćki stíft í fjárfestingar í Kína.

Hér verđur ekki ađ sinni fjallađ frekar um fjárfestingar ađila utan EES á Íslandsi, en í framhaldi af úrskurđi Ögmundar eru brestirnir í ríkisstjórnarsamstarfinu sífellt betur ađ koma í ljós og stórfróđlegt var ađ heyra í Kristjáni Möller í ţćttinum "Sprengisandi" um afgreiđslu Nubomálsins og reiđi Samfylkingarinnar vegna málsins og reyndar skattabrjálćđis Steingríms J. vegna stóriđjunnar.

Kristján segir ađ Ögmundur hafi í raun veriđ bullandi vanhćfur til ađ fjalla um máliđ, ekki haft samráđ viđ einn eđa neinn og reyndar trođiđ á og lítillćkkađ samráđherra sína, ţá Árna Pál og Katrínu Júlíusdóttur og ekki síst forsćtisráđherrann sjálfan međ ţví ađ hundsa algerlega beiđni hennar um nána samvinnu stjórnarflokkanna um úrlausn málsins. Kristján krafđist ţess í ţćttinum ađ máliđ yrđi umsvifalaust tekiđ úr höndum Ögmundar og ţađ leyst af ráđherrum Samfylkingarinnar.

Ekki síđur var Kristján harđorđur vegna stóriđjuskattanna sem nýjasta skattaćđi Steingríms J. beinist ađ ţessa dagana og hugsi fleiri stjórnarţingmenn á sömu lund og Kristján Möller, er dagljóst ađ ríkisstjórnin er orđin algerlega hadónýt til allra verka og mun hrökklast frá völdum innan skamms.

Ríkisstjórn međ eins manns meirihluta á ţingi getur ekki lifađ lengi viđ ađra eins upplausn og vandrćđagang viđ úrlausn alvarlegra málefna, sem skipta í raun sköpum fyrir atvinnuuppbyggingu í landinu.


mbl.is Huang gagnrýnir Vesturlönd
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband