Kaupæðið heldur áfram

Nýja flugfélagið WOW hóf að selja farmiða á netinu í hádeginu í dag og þó áætlunarflugið eigi ekki að hefjast fyrr en eftir nálægt því hálft ár nánast hrundi bókunarkerfið vegna álags, en allt að fimm hundruð manns reyndu að tengjast því á hverri sekúndu á fyrstu klukkustundunum.

Líklega er WOW þó ekki flugfélag frekar en Iceland Exprss, heldur eingöngu farmiðasali, en eftir sem áður ber að fagna allri samkeppni á flugleiðunum til og frá landinu, enda eina tryggingin fyrir lágu verði á flugmiðum.

Þessi gríðarlega ásókn inn á bókunarkerfi félagsins, strax á fyrstu mínútunum og klukkustundunum minnir mikið á örtröðina sem myndaðist í Smáralind þegar verslunin Lindex opnaði, en þá seldist sex vikna vörulager upp á tæpum þrem dögum.

Án þess að vera með neina svartsýni vegna þessa nýja félags, má benda á að margir létu glepjast til að kaupa farmiða með IE til Bandaríkjanna með margra mánaða fyrirvara, en sitja nú uppi með sárt ennið vegna fyrirvaralausrar stöðvunar á Ameríkuflugi IE.

Íslendingar hafa lengi verið þekktir fyrir kaupæði sitt og bæði opnun Lindex og bókunarvefjar WOW sýna svart á hvítu að þar hefur engin breyting orðið á.


mbl.is Álag á vefsíðu WOW
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég segi nú bara " Váv!

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband