Hver er stefna VG?

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og frægur að endemum vegna ýmissa furðuyfirlýsinga, skrifar á vefsíðu sinni um landsfund Sjálfstæðisflokksins og setur þar, rétt einu sinni, fram fúkyrði og fullyrðingar út í loftið um mál, sem hann hefur enga hugmynd um.

Björn Valur þekkir sjálfsagt vinnubrögð á samkomum VG, en sýnir með færslu sinni að hann hefur enga þekkingu á lýðræðislegri umræðu og afgreiðslu mála á þingum annarra flokka, a.m.k. ekki Sjálfstæðisflokksins.

Fyrir landsfundi Sjálfstæðisflokksins lá uppkast að ályktun um utanríkismál og þar á meðal um að flokkurinn ítrekaði fyrri afstöðu sína um að hagsmunum Íslands væri best borgið utan ESB, en ekki orðað þannig að aðildarviðræðum skyldi hætt nú þegar. Eftir miklar umræður og skoðanaskipti á fundinum komu fram tvær breytingartillögur þar sem orðalagið var á þann veg að aðildarviðræður bæri að stöðva nú þegar.

Þriðja breytingartillagan og sú sem samþykkt var sem stefna Sjálfstæðisflokksins í málinu hljóðaði á þann veg að "hlé" skyldi gert á aðildarviðræðunum við ESB og ÞÆR EKKI TEKNAR UPP AFTUR NEMA SlÍKT YRÐI SAMÞYKKT Í ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU. Skýrari getur afstaða flokksins varla orðið og ekkert hægt að misskilja eða hártoga í því sambandi.

VG segist vera á móti innlimun landsins í ESB, en samþykkti eftir sem áður að óska eftir innlimuninni í stórríkið væntanlega.

Getur Björn Valur Gíslanson útskýrt þann tvískinnung fyrir fólki sem ekki skilur slíkan þankagang?


mbl.is Stefnulaus og þverklofinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband