Framtíðarleiðtogi þjóðarinnar

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins, sem nú stendur yfir, einkennist af samheldni, styrk og baráttuanda, sem mun smitast út í þjóðfélagið og skila flokknum stórauknu fylgi í næstu kosningum. Vonandi verða þær kosningar fljótlega, því ótækt er að leggja þá ánauð á þjóðina að þurfa að sitja uppi með ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms fram á mitt ár 2013.

Í bland við umræður og afgreiðslur stefnumála, héldu fyrrverandi formenn flokksins frábærar ræður, hvor með sínum stíl og síðar fluttu frambjóðendur í formannskjöri mál sitt fyrir troðfullum sal Laugardalshallarinnar.

Bjarni Benediktsson talaði eins og góðum stjórnmálamanni og foringja sæmir, en með ræðu sinni sannaði Hanna Birna Kristjánsdóttir að hún ber höfuð og herðar yfir alla sem að stjórnmálum koma í landinu um þessar mundir. Ræða hennar var afar yfirgripsmikil og tók á öllum helstu málum sem brunnið hafa á almenningi undanfarin ár og ríkisstjórninni hefur algerlega mistekist að greiða úr.

Bæði fór hún vel yfir þjóðmálin í heild, ásamt því að ræða stöðu, stefnu og framtíðarmarkmið Sjálfstæðisflokksins og sannarlega átti hún hvert bein í landsfundarfulltrúum, sem fögnuðu henni heitt og innilega með margendurteknu lófataki og hvað eftir annað risu áheyrendur á fætur til merkis um fögnuð sinn vegna boðskapar hennar.

Ólöf Nordal hélt síðan sköruglega ræðu til að minna á framboð sitt til varaformanns og fékk hún einnig geysigóðar viðtökur funarmanna við boðskap sínum til fundarins.

Eftir ræðu Hönnu Birnu á fundinum, til viðbótar við það sem hún hefur sýnt með störfum sínum fram til þessa, verður öðru varla trúað en að hún muni verða kjörin næsti formaður Sjálfstæðisflokksins og þar með framtíðarleiðtogi þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn gæti litið stoltur til framtíðarinnar með Hönnu Birnu sem formann og Ólöfu í varaformannsembættinu.

Ekki síður mætti þjóðin verða stolt og ánægð með slíka leiðtoga á Alþingi og í ríkisstjórn.


mbl.is Stjórnin sér háa skatta í hillingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Feikna góð ræða hjá Hönnu Birnu, kom mér að óvart. Verður vandi að velja fyrir landsfundarfulltrúa á morgunn.

Ragnar Gunnlaugsson, 19.11.2011 kl. 20:41

2 identicon

Gæti ekki verið meira ósammál ykkur .þetta er bara Hönnu Birnu flaumurinn! ...hún er eins og óstöðvndi foss ef hun kemst að!. Og eg vil  sjálfstæðismönnum ekki svo illt að óska  þess að hun taki viðformennsku .Allir vita hvað þeir hafa Bjarna Ben ..En ekki" FRÚNA "   Þær eiga ymislegt sameiginlegt Jóhanna Sig og Hanna Birna ...og eiginlega alltof margt ! ....

Ragnhild H. (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 22:05

3 identicon

Bjarni Benediktsson hefur sannað að hann er meira en stuttbuxna drengur sem fæddist með silfurskeið í munni .

Það vita allir að Hanna Birna er skörungur, frekjuhundur, sem allir virða eins og berlega kom í ljós þegar að hún tók við borginni þar sem að allt logaði í þrætum og  í upplaust, þar sem henni tókst að koma á friði þanng að eftir var tekið. Þau eru bæði góðir formenn og erfitt að gera uppi á milli.

Hvernig sem fer þá munu sjálfstæðismenn flykkjast  og  standa með nýjum formanni.

Reyndar vildi ég að  almennur sjálfstæðismaður  fengi að segja eitthvað um úrslitin en ekki einhver klíka  sem ég hef ekki hugmynd um hvernig er valin. 

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 22:09

4 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Axel..Nei ekki Ólöf Norðdal...

Vilhjálmur Stefánsson, 19.11.2011 kl. 22:22

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Rafn þú mælir manna heilastur þegar þú segir: "Hvernig sem fer þá munu sjálfstæðismenn flykkjast og standa með nýjum formanni." Það er einmitt það sem mun gerast.

Reyndar er það alls ekki "einhver klíka" sem ræður úrslitunum, heldur einmitt fulltrúar almennra félagsmanna, því landsfundarfulltrúar eru kjörnir til setu á fundinum úti í Sjálfstæðisfélögunum hringinn í kringum landið. Þeir eru því þverskurður þjóðarinnar og eru af öllum stéttum og á ýmsum aldri, jafnt karlar og konur. Það er þetta fólk sem mótar stefnu flokksins á landsfundum og landsfundur er æðsta stofnun flokksins og því er það í raun almennir félagar í flokknum sem leggja línurnar um stefnuna hverju sinni og á landsfundi eru einnig kosnir fulltrúar í miðstjórn, sem og formaður og varaformaður til tveggja ára í einu.

Vegna þessara lýðræðislegu vinnubragða getur enginn gengið að neinu vísu, þegar til kosninga kemur á landsfundum flokksins.

Axel Jóhann Axelsson, 19.11.2011 kl. 22:45

6 identicon

Mér fannst Hanna Birna alls ekki nógu góð. Væmin og klisjukennd - og alltof löng ræða. Hún olli mér vonbrigðum. Kom með ómakleg skot á Bjarna bara af því að hún hafði ekkert betra af sjálfri sér fram að færa. Mér fannst hún meira að segja hálf óörugg. Eins og hún tryði sjálf ekki því sem hún var að segja. Held að hún hafi ekkert í þetta. Sorrý.

Sólveig (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 00:24

7 identicon

er hun ekki bara talandi hofud sem svikur svo alt seinna

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 00:56

8 Smámynd: Dexter Morgan

Axel minn, þú verður hryggbrotinn maður á morgun, þegar tilkynnt verður að Bjarni Ben hafi unnið þessa kosningu. Eftir halelúja-hrifningar-hróp þín til Hönnu Birnu þá áttu varla afturkvæmt þegar/ef hún tapar slagnum.

Dexter Morgan, 20.11.2011 kl. 01:44

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég þakka þessa umhyggjusemi þína, Dexter. Áhyggjur þínar af einhverjum meintum en óljósum örlögum mínum eftir því hvort vinnur formannskosninguna eru samt sem áður algerlega óþarfar, því ég mun að sjálfsögðu styðja flokkinn áfram og standa þétt að baki þeirri forystu sem leiðir flokkinn hverju sinni.

Það er stefna flokksins, sem skiptir öllu máli, en ekki nafnið á formanninum.

Axel Jóhann Axelsson, 20.11.2011 kl. 09:39

10 identicon

Hvað vill Sjálfstæðisflokkurinn, halda Bjarna Ben sem formanni og vera áfram ótrúverðugur flokkur með minna en meðalfylgi undanfarinna áratuga eða velja Hönnu Birnu og skora stórt, að velja Hönnu Birnu þýðir væntanlega það að erfitt og óþægilegt verður fyrir suma þingmenn flokksins sem ekki hafa fullkomna samvisku að vera þar áfram spurningin er fyrir flokkin, hvort er meira virði einstakir þingmenn eða flokkurinn og stefna hans. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 11:36

11 identicon

Nú er Bjarni orðin formaður aftur og öll spillta hersingin í boði sjálfstæðisflokksins situr þar ennþá. Verður einhver breyting..?? Ekki með þessari forystu. Því miður.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 16:24

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú framdi flokkurinn sjálfsmorð í beinni Axel minn...góðu heilli.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.11.2011 kl. 18:16

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Í Sjálfstæðisflokknum er lýðræðið í hávegum haft og á landsfundum er tekist á um menn og málefnaáherslur og allir sætta sig við niðurstöður kosninga og snúa bökum saman um hverja þá niðurstöðu sem þannig er fengin.

Stefna flokksins snýst um málefni og hver það er sem gegnir formennsku hverju sinni er ekki aðalatriðið. Bjarni Benediktsson hefur vaxið í formannsembættinu og ber eins og gull af eiri miðað við formenn annarra flokka. Sumir vildu þó breytingu og kusu Hönnu Birnu, en, eins og áður sagði, ganga allir af hólmi sáttir og glaðir eftir að lýðræðisleg niðurstaða er fengin.

Axel Jóhann Axelsson, 20.11.2011 kl. 19:30

14 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Minn kæri bloggvin, kanntu annan betri?

Bergljót Gunnarsdóttir, 21.11.2011 kl. 01:51

15 Smámynd: Jón Óskarsson

Það er alltaf erfitt að fara gegn sitjandi formanni en formaður sem fær einungis tæplega 54% atkvæða getur varla talist sterkur leiðtogi og sá maður hlýtur að hugsa sinn gang og skoða sína stöðu til framtíðar.

Jón Óskarsson, 21.11.2011 kl. 02:18

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hanna Birna getur sagt eins og kerlingin forðum: "Minn tími mun koma". Þegar tveir sterkir leiðtogar keppa um formennskuna er varla að vænta algerra yfirburða annars frambjóðandans. Í þessu tilfelli koma báðir aðilar keikir frá kosningunni og geta vel við sína niðurstöðu unað, því aldrei getur nema annar unnið.

Hanna Birna kemur sterk út úr þessari kosningu og hennar staða í stjórnmálum hefur styrkst, frekar en hitt, eftir þessa baráttu sem háð var á drengilegan og heiðarlegan hátt af beggja hálfu og eftir kosninguna taka allir saman höndum og vinna í sátt og samlyndi að sigri flokksins í næstu kosningum.

Axel Jóhann Axelsson, 21.11.2011 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband