16.11.2011 | 19:19
Tvennt athugavert
Á Alþingi standa yfir umræður um fjáraukalög fyrir árið 2011 og eru vinnubrögð stjórnarflokkanna algerlega stórfurðuleg og reyndar fullkomlega óboðleg í lýðræðisþjóðfélagi. Í anda vinnubragðanna sem viðhöfð voru þegar frumvarpið um Icesave I var lagt fram og átti að afgreiðast án þess að þingmenn fengju að kynna sér innihaldið eða lesa "samninginn", á nú að afgreiða fjáraukalögin án þess að þingmennirnir fái að vita hvað þeir muni vera að samþykkja ef þeir greiða frumvarpinu atkvæði sitt.
Í fréttinni kemur þetta fram um leynimakkið: "Fram kom að þingmenn í fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd fengu að sjá þessa samninga í morgun en var þá sagt að leynd hvíldi yfir þeim. Þeirri leynd var aflétt síðdegis en þá kom í ljós að hluta af samningunum vantaði í þau eintök, sem þingmenn höfðu undir höndum. Vildu stjórnarandstæðingar að umræðu um fjáraukalögin yrði frestað svo þingmenn gætu kynnt sér málið nánar. Við því var ekki orðið."
Þetta eru meira en lítið athugaverð og vítaverð vinnubrögð ríkisstjórnarinnar og furðulegt að stjórnarþingmenn fáist til að greiða atkvæði með frumvarpi sem þeir vita ekki til fulls hvað inniheldur, eða hvaða kostnað það hefur í för með sér fyrir ríkissjóð og þjóðfélagið.
Annað sem er athugavert, en þó að nokkru skiljanlegt, er að stjórnarandstaðan skuli ekki ætla að mæta á boðaðan þingfund, þó svo að hann sé boðaður á óvanalegum tíma, því frumskylda þingmanna er auðvitað að taka þátt í þingstörfum.
Fáist ríkisstjórnin ekki til að leggja fram umbeðnar og nauðsynlegar upplýsingar um þau mál sem til umfjöllunar eru hverju sinni, hefur stjórnarandstaðan það beitta vopn uppi í erminni að beita málþófi og koma þannig í veg fyrir að svona fáránleg mál séu keyrð í gegn um þingið.
Hvorki stjórn eða stjórnarandstaða eru þinginu til mikils sóma þessa dagana.
Verða upptekin þegar atkvæðagreiðsla fer fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll, hvenær hafa stjórn og stjórnarandstaða verið til sóma?
Sigurður Haraldsson, 16.11.2011 kl. 19:38
Sæll
Alveg er ég innilega sammála þér að þetta séu óboðlegt að gefa þingmönnum ekki tækifæri til að kynna sér málin, hins vegar held ég að það hafi nú kannski skeð í tíð fleiri meirihluta enn bara þessa sem nú situr :)
EN EF ÞESSIR DJÖ......, ANDS....,AUMINGJANS ÞINGMENN GETA EKKI MÆTT Á FUNDI, ÞÁ Á AÐ SVIPTA ÞÁ LAUNUM.
Aðrir fá ekki greitt ef þeir mæta ekki í vinnu. Þingmenn eiga að mæta og kjósa. Hvort þeir þæfi málið er mér andsk.... sama um.
Það er svona yfirlýsingar og framkoma sem gerir það að verkum að fólk ber ekki virðingu fyrir þessum hálfvitum.
Fyrirgefðu orðbragðið en það kom að því að maður fengi upp í kok af þessum afætum.
Larus Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 21:25
Aldrei þessu vant, algjerlega sammála þér Axel :-) Ég vil fá staðreyndir SpKef og Byr upp á yfirborðið, takk fyrir.
En auðvita eiga þingmenn, hvaða flokki sem þeir tilheyra, að mæta í vinnuna, eins og aðrir. Þingmennska er þeirra vinna og þeir eiga að sinna henni, hversu vitlaus sem hún kann að vera.
Dexter Morgan, 16.11.2011 kl. 21:51
Það eru svo víðsjárverðir tímar og þessi stjórn komist upp með alltof mikið ráðríki. Það á við þegar landið og þegnar þess,eru á heljarþröm,sem gerðar eru kröfur til stjórnafandstöðu,að þeir láti ekki allt yfir sig ganga. Væru þetta ekki mill eða trilljarðar,á meðan heilsugæslum og spítölum er lokað út um allt land. Það er ekki hægt að sjá fordæmi þessa háttalags hversu langt aftur í tímann er skyggnst.
Helga Kristjánsdóttir, 16.11.2011 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.