Austurvöllur er ekki tjaldstæði

Loksins hefur Forsætisnefnd Alþingis látið frá sér heyra og mótmælt vegna tjaldanna sem setja ljótan svip á Austurvöll um þessar mundir.

Austurvöllur er ekki og á ekki að vera tjaldstæði, hvorki fyrir ferðamenn eða mótmælendur. Önnur svæði eru til þess ætluð og henta mun betur til slíkra nota.

Það er algerlega fáránlegt af borgaryfirvöldum að leyfa slíkar tjaldbúðir á þessum stað langtímum saman og ekki til vegsauka fyrir miðborgina.


mbl.is Tjöldin ekki til prýði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ósköp fátt sem er ekki fáránlegt við núverandi  borgaryfirvöld

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.11.2011 kl. 20:31

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Það hefur ekkert með það að gera. Það sem vekur umhugsun er sýn almennings og stjórnar landsins á því hvað er okkur heilagt á íslandi og hvað er í sálnni okkar sem er misboðið þegar útlendingar taka sér ranglega rétt á opinberum en þó fyrir okkur heilaga staði. þarna er Arnarhóllinn líka og Hljómskálagarðurinn.Einhverstaðar verður að staldra við og skoða hvað er okkur svo verðmætt og hversvegna og ég  held að þetta mótmælandi  fólk hafi ekki þann félagslega þroska að skilja eða skynja að vissir staðir eru meiri en aðrir, eins og kirkjugarðar og mynnismerki. Ekki láta undan síga þarna.

Eyjólfur Jónsson, 14.11.2011 kl. 21:13

3 identicon

Bráðum þarf ég að flytjast í tjald. Getur þú bent mér á betri stað en Austurvöll? Frítt tjaldstæði og í nágrenni við góð kaffihús þar sem maður getur sest inn til að hlýja sér yfir kaffibolla og skotist á klósett.

Asta (IP-tala skráð) 14.11.2011 kl. 21:14

4 identicon

Sæll; Axel Jóhann - sem og aðrir gestir, þínir !

Er meiri vegsauki; að 63 menningunum, sem nærast á þverrandi blóðpeningum skattgreiðenda, í þinghús skriflinu sjálfu, ágæti drengur ?

Reyndu; að komast til þess veruleika, sem sístækkandi hluti samlanda okkar, býr nú við, Axel minn.

Þú átt; að vita betur, um tildrög og ástæður tjaldbúða þessarra.

Með; kveðjum þó - þrátt; fyrir allt, að þessu sinni /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.11.2011 kl. 21:14

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Axel, þú bendir á að Austurvöllur sé ekki tjaldstæði.

Á móti vil ég benda á að Alþingi er hvorki íþróttaleikvangur né Morfískeppni. Hvernig væri að gera eitthvað í þeirri misnotkun fyrst?

Og hvar annarsstaðar eigum við að vera en á Austurvelli þegar verður búið að varpa okkar út af heimilum okkar? Þaðan er eins og bent var á, fyrsta flokks aðgengi að kaffihúsum, listasöfnum, tónlistarhúsi á heimsmælikvarða o.fl. Þannig getum við bætt okkur það upp sem höfum ekki efni á að ferðast til útlanda og upplifa slíkt. Svei mér þá ef það gæti ekki bara orðið skemmtileg útilega.

Svo þegar syrtir í álinn er stutt að fara til að varpa sér í höfnina. Þetta virðast vera þær lausnir sem í boði eru.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.11.2011 kl. 22:43

6 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Asta !

Vel mælt; og réttilega.

Guðmundur !

Ætli; standi ekki í Axel Jóhanni síðuhafa, að finna einhverja skynsamlega leið, til þess að komast úr Heiðskírri - eða þá; Léttskýjaðri óraunveruleika veröld sinni, fornvinur góður ?

Hann á ekki svo gott með; að svara okkur á þann máta, sem viðunandi væri, nema biðjast afsökunar, á sínum fyrri ályktunum.

Með beztu kveðjum; að þessu sinni /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.11.2011 kl. 23:08

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðmundur, það er fullkomið tjaldstæði og góð útileguaðstaða í Laugardalnum. Þar er ferðamönnum búin aðstaða til að tjalda og aðgangur að salernum og þvottavélum, að ekki sé minnst á að sundlaugin er rétt við hliðina.

Ef fólk vill hafast við í tjöldum innan borgarmarkanna, þá er þarna besta aðstaðan.

Axel Jóhann Axelsson, 14.11.2011 kl. 23:19

8 identicon

Sæl; á ný !

Axel Jóhann !

Hví; kinokar þú þér við, að svara skeytum okkar Guðmundar og annarra, á þann hátt, sem verðugur mætti teljast ?

Ertu virkilega; ekki stærri í sniðum, en þetta ?

Útúrsnúningar; sem flím hvers kyns, lagar öngva málafylgju, síðuhafi góður.

Hinar sömu kveðjur - sem seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.11.2011 kl. 23:28

9 identicon

 Austurvöllur er mjög góður staður fyrir fjöldasamkomur svo og fyrir tjaldstæði.  Alþingi áður fyrr var reyndar eitt alsherjar tjaldstæði, og þetta fyrir framan Alþingishúsið í dag er mjög flott allt saman. Ég er mjög ánægður yfir þessu öllu þarna og hundleiðist að heyra þetta suð í þessum litlu samfylkingargungum og truntum. við þurfum að fá fleiri tjöld þarna sem fyrst eða strax. 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 01:10

10 identicon

Þú ert svo samansaumaður og fúll Axel, verða menn svona af þþví að vera lengi í sjálfstæðisflokk, verða menn bara ósjálfstæðar undirlægjur.

DoctorE (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 09:40

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þorsteinn Sch. segist leiður á suðinu í "þessum litlu samfylgingargungum og truntum" og er væntanlega að beina þeim orðum til mín og DoctorE segir á móti að ég sé "samansaumaður og fúll" og "bara ósjálfstæð undirlæja", líklega vegna veru minnar í Sjálfstæðisflokknum.

Það er erfitt að vera dómari í eigin sök og ekki skal ég fullyrða um hvað það er sem ræður mínu geðslagi og húmor, en fróðlegt væri að vita hvort þessir tveir framangreindu hafi einhverja skýringu tiltæka á sínu eigin fúllyndi, geðsveiflum og að því er virðist daglegu illsku og hatur út í alla, sem ekki eru með jafn fáránlegar skoðanir á þjóðmálunum og þeir sjálfir.

Axel Jóhann Axelsson, 15.11.2011 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband