Kreppa í ţrjú ár eđa tíu?

Stefna, eđa réttara sagt stefnuleysi, ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum mun valda ţví ađ kreppan mun vara út ţennan nýbyrjađa áratug, í stađ ţess ađ ástandiđ hefđi veriđ orđiđ ásćttanlegt á ný um ţessar mundir, hefđi áćtlun AGS og ríkisstjórnarinnar frá haustinu 2008 gengiđ eftir.

Alveg má spyrja sig ađ ţví hvort í raun sé hćgt ađ tala um stefnuleysi í atvinnumálum, ţar sem ríkisstjórnin hefur beitt öllum sínum kröftum til ţess ađ berjast gegn hvers kyns fjárfestingu og uppbyggingu í atvinnulífinu og ţar međ viđhaldiđ atvinnuleysi í landinu í sögulegu hámarki fram á ţennan dag og ekkert útlit fyrir minnkun ţess á nćstu árum, međ sama áframhaldi.

Ţađ er nánast međ ólíkindum ađ svo til ekkert hafi breyst í ţjóđfélaginu frá hruni annađ en ađ ríkissjóđur sé ađ nálgast hallalausan rekstur, en ţađ er auđvitađ ekki ráđsnilld stjórnarinnar ađ ţakka, heldur gengdarlausri skattpíningu atvinnulífsins og ţess hluta almennings sem ennţá hefur einhverja atvinnu.

Ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurđardóttur verđur minnst um ókomna tíđ sem einnar lélegustu ríkisstjórnarinnar á lýđveldistímanum.


mbl.is Getum komist út úr kreppu á ţremur árum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guđmundsson

Hún verđur ţekkt undir nöfnum eins og "rćnulausa helferđarstjórnin" og "ríkisstjórnin sem ekki kunni ađ reikna"

Óskar Guđmundsson, 11.11.2011 kl. 12:57

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Ţađ er einu orđi ofaukiđ í síđustu málsgreininni Axel. Ţađ er orđiđ "einnar".

Magnús Óskar Ingvarsson, 11.11.2011 kl. 16:42

3 identicon

Ţađ er svo merkilegt Axel, ađ fólk sem segist berjast fyrir "meiri jöfnuđi" eđa "félagslegu jafnrétti" o.s.fv. kallar sig norrćna velferđarstjórn (hvađ sem ţađ nú er), ţessir loddarar yppa svo öxlum og segja "fólk verđur bara ađ herđa ólarnar" og tekur blákalt upp málstađ svikarana gegn fólkinu í landinu, skattpínir, rekur fólk miskunarlaust út úr eignum sínum og réttlćtir svo eigiđ getuleysi og hćfileikaskort međ ţví ađ stađan hafi veriđ svo slćm ţegar ţeir fengu stýriđ í hendurnar. ŢRJÚ ÁR ERU LIĐIN.. og ţađ eina sem hefur marktćkt batnađ frá hruni eru skuldir ríkissjóđs og ţađ eingöngu vegna ţess ađ ţađ var tekiđ fram fyrir hendurnar á ţessum vit...., ţjóđin ţurfti ađ taka valdiđ af ríkisstjórninni í Icesave og forđa ţannig "grísku ástandi" . Já eitt ár í viđbót af ţessu rugli mun kosta mörg ár í óbćtanlegu tjóni.

Sveinn Úlffarsson (IP-tala skráđ) 12.11.2011 kl. 08:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband