"Í mestri þörf" fyrir innlögn á líknardeild

Svo ótrúlega sem það kann að hljóma, á að draga saman í rekstri líknardeilda Landspítalans og fækka þar leguplássum þrátt fyrir að deildirnar anni ekki þeirri þörf sem fyrir er og að jafnaði sex dauðvona sjúklingar þurfi að bíða eftir innlögn.

Í fréttinni kemur fram m.a: "Sjúklingar eru teknir inn af biðlista eftir því hver er í mestri þörf hverju sinni. Yfirleitt er biðin frá nokkrum dögum upp í tvær til þrjár vikur. Hinn 19. október sl. voru tveir á biðlista líknardeildar aldraðra á Landakoti og fjórir á biðlista líknardeildarinnar í Kópavogi."

Þetta er nánast ótrúlegur lestur, enda textinn á ómanneskjulegu stofnanamáli.  Að ræða þetta alvarlega mál á þeim nótum að fólk sé látið hanga á biðlistum síðustu lífdagana, EFTIR ÞVÍ HVER ER Í MESTRI ÞÖRF HVERJU SINNI er nánast hneykslanlegt, því enginn sækist eftir því að FÁ að komast inn á líknardeild án þess að vera svo langt leiddur vegna öldrunar eða sjúkdóms, að ekkert bíði þess annað en dauðinn.

Það ætti ekki að vera ofverk þessa þjóðfélags að sjá til þess að aldrað fólk og sjúklingar, sem útséð er um að eigi ekkert framundan annað en að yfirgefa þessa jarðvist, geti gert það með reisn og sóma og án þess að líða kvalir.  Nógu erfiður er slíkur biðtími fyrir viðkomandi sjálfa og aðstandendur hans, að ekki sé aukið á þjáningar og kvöl með fyrirslætti um að þjóðfélagið hafi ekki efni á að líkna dauðvona fólki.

Vonandi skammast ráðamenn þessa málaflokks sín fyrir ástandið á þessu sviði heilbrigðisþjónustunnar og fjölga leguplássum á líknardeildum í stað þess að fækka þeim.

Ef einhversstaðar á að útrýma biðlistum gjörsamlega, þá er það á líknardeildunum. 


mbl.is Sex á biðlista líknardeilda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það er augljóslega engin virðing borin fyrir Fötluðu fólki öldruðum og dauðvona fólki, þetta er flóran sem má éta það sem úti frýs. Eskimóar skildu gamalt fólk sem ekki var not fyrir lengur og var orðið tannlaust eftir úti á ísnum lyfandi, og var það oftast étið lyfandi af ísbjörnum. Við ættum kannski ekki að skjóta ísbirnina sem slæðast hingað þeir gætu kannski verið gagnlegir.!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 9.11.2011 kl. 14:30

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Næsta skref verður eflaust að slá okkur bara af, ef við veikjumst eftir miðjan áttræðisaldur.

Bergljót Gunnarsdóttir, 9.11.2011 kl. 21:13

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ætli það verði ekki ný stofnun, ein enn, sem um það sér, Afsláttarstofnun Ríkisins. Ættingjum verði boðið til erfidrykkju og aðaldrykkurinn, auðvitað Bloody Mary. Þá verður tími kaldhæðninnar líklega liðinn og engum finnst neitt að þessu.

Bergljót Gunnarsdóttir, 9.11.2011 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband